Vikan


Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 36

Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 36
Hver er Sverrir Run. En Sverrir er ekki fylgjandi neinum höftum né haftastefnum, hvorki í vegalagningu né stjóm- málum. Hann er því einlæglega samþykkur, að allir vegir séu öllum færir — haftalaust. — En ég renni mér samt yfir allar holur með bros á vör, — segir hann. — Þær eru aðeins til að skerpa athyglina — og til að sýna mönnum fram á að undir yfirborðinu milli haftanna sé alvara lifsins. Jafnvel þótt rigning fylli holurnar og forin geri þær ógreini- legri má maður ekki láta blekkjast. Sumir vilja heldur fara ofan í hverja holu og hossast á lífsleiðinni — en aðrir gefa bara meira gas og fleyta sér ofaná höftunum. En fjaðra- útbúnaðurinn þolir ekki slíkan akstur til lengdar. Þessvegna er það mitt viðfangsefni, að allar holur og höft séu bannfært jafnt i vegalagn- ingu og í stjómmálum. — Hvar hefirðu í rauninni fengið þína þjélfun sem vegagerðarmaður? spurði ég Sverri, þar sem ég sat í. vistlegri stofunni hjá honum að heimili hans að Kvisthaga 14 og gæddi mér á kaffi með kökum, sem hann hafði boðið mér. — Hana fékk ég ,,the hard way”, þegar ég rak mitt eigið verktakafyrirtæki í Califomíu. Þar vom engin höft — og þessvegna engar holur, sagði Sverrir og hló. Þar sem höftin em, þar má búast Sverrir ásamt núverandi konu sinni, Andreu Þorleifsdóttur. Rabbað við Sverri Runólfsson um það sem hann segir að hafi verið ,,dásamlegt ævintýri frá upphafi til enda.” Lífið hefur verið honum sannkallaður ,,dans á rósum” allt frá því að hann fór að syngja í sveitasælunni hér heima á íslandi. Framkvæmdaþráin hefur að miklu leyti stjómað lífi hans, og létt og glaðvært skapferli hefur ávallt rennt honum léttilega yfir allar smáholur í veginum. Það er haft fyrir satt, að Sverrir Runólfsson hafi búið til vegarspotta uppi á Kjalamesi, sem almennt er nefndur „Sverrisbraut.” Það er einnig fullyrt, að í þessum vegarspotta séu nokkrar smáholur, sem tálmi umferð um veginn. En ég fullyrði, að þetta er ekki rétt. Þð eina, sem Sverrir gerði við þennan vegarspotta, var að hann setti á hann nokkur höft milli hola, og það er ekki sanngjöm skoðun að ásaka hann fyrir þær holur, sem á milli haftanna em. Við skulum heldur líta á það sem vel er gert. Hann hefur óneitanlega byggt upp höftin og þar með sannað, að holumar séu óæskilegar. Og ef engin höft hefðu verið lögð í veginn fyrir Sverri, hefði hann að eigin sögn getað haft hann með miklu fleiri höftum, eða nánast samfelldum, þannig að vegfarendur hefðu varla tekið eftir holunum. Því að svo þétt og mörg er hægt að hafa höft, að holumar hverfi gjörsamlega og höftin verði þannig sammfelld. Gott skap hefur ulltuf fleytt honum yfir stærstu holuraar. »* $%*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.