Vikan


Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 41

Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 41
I EFTIR ÍSLENSKAN HOFUND andliti hans voru drættir rauna og mótlætis og hár hans var tekið að grána í vöngum. Hann hafði kvænstungur, mynd- arlegri og efnaðri stúlku og þau tekið við búi af foreldrum hans á Vallholti. Lifið hafði brosað við þeim og fljótlega höfðu þau eignast tvö börn, sem voru yndi og eftirlæti foreldra sinna. En skyndilega dró ský fyrir þá hamingjusól, börnin litlu veiktust og dóu bæði. Móðirin var yfirkomin af sorg, en faðirinn gerðist einrænn og kaldranalegur. Skömmu siðar varð konan barns- hafandi á ný og gæfan virtist ætla að snúast þeim aftur í hag, en barnið fæddist andvana og konan sté ekki framar í fæturna. Hún var rúmliggjandi í tvö ár og veslaðist upp. Líkami hennar tærðist og úr horuðu andliti störðu augu,myrk af sorg og kvölum. Jón Grímsson kom sjaldan að sjúkrabeði konu sinnar, hann var löngum að heiman, drakk mikið og illa og var illur með vini. Nú var konan dáin fyrir nokkrum árum og eftir það hafði hann stillst og róast nokkuð, en hann var alla tíð bitur og hranalegur. Drukkinn var hann hinn versti viðureignar. Þótt ævi þessa manns hefði verið svo raunaleg og heimilishagir hörmulegir hafði hann ' þó alltaf sinnt búi sínu vel, hann átti úrvalsfé og góða hesta. Kýrnar hans mjólkuðu betur -en nokkrar aðrar í sveitinni og hann var rausnar- legur við vinnufólk sitt í fæði og launum, þótt nokkuð þætti hann vinnuharður. Enda hélst honum vel á hjúum. Allt þetta sumar var einmuna tið og heyfengur mikill og góður um alla sveitina, þvi var mikið annríki á Vallholti og oft vakað lengi. Er líða tók á sumarið þóttist heimilisfólkið taka eftir þvi, að húsbóndinn væri með ólikindum hýr í bragði og ánægjulegur og var haft á orði, að hann væri allur að yngjast upp. Fyrstu vikurnar, sem Dísa var á Vallholti, hafði hún ekki mikið af Jóni Grimssyni að segja. Eftir að fært var frá gekk hún að mjöltum með hinum stúlkunum á heimilinu. Og hún vann hvert það verk, sem henni var falið, svo vel sem hún kunni. Þótt heim hjá henni hefði aldrei verið neitt ríkidæmi, hafði hún aldrei liðið skort. Hún var stór og sterk og rösk til vinnu. Þessa eiginleika virtist hinn nýi húsbóndi hennar kunna vel að meta og er fram liðu stundir komst hann að raun um að stúlkan var bæði lagleg og skemmtileg. Disa veitti þvi enga athygli í fyrstu að húsbóndinn var tekinn að sækjasteftir félagsskap hennar. Og þegar hún uppgötvaði það vissi hún ekki hvernig hún ætti að bregðast við. Vissulega var Jón Grimsson laglegur og myndarlegur, skemmti- legur gat hann lika verið. Það svo, að áður en hún vissi af var hún búin að gleyma hve gamall hann var og öllu því sem hún hafði um hann heyrt. Hann heillaði hana gjörsam- lega. Þegar kom að þvi, að hann vafði hana örmum og þrýsti kossum á varir henni gleymdi hún öllu öðru. Hún var sem drukkin og hugsaði ekkert um afleiðingar eða eftirköst. Honum tókst auðveldlega að koma því svo fyrir, að þau gætu verið tvö ein, án þess að heimilis- fólkið grunaði neitt misjafnt. Vegna þess hve húsbóndinn var léttur í lund og ánægður þetta sumar varð allur heimilisbragurinn annar og ánægjulegri, og fólkið gekk glatt til vinnu sinnar. Um réttaleytið skrapp Dísa heim að Gili, hún hafði verið beðin að vera áfram á Vallholti fram yfir sláturtíð. En Jón Grímsson bauð henni að skreppa og heimsækja mömmu sina, ef hana langaði. Móðir hennar gladdist við að sjá þetta fallega eftirlætisbarn sitt, sjá með eigin augum, hve stúlkan var hraustleg og útitekin og laglegri en nokkru sinni fyrr. Þótt Aðalbjörg á Gili væri ekki laglegri en gengur og gerist sjálf, voru mörg af börnum hennar óvenju frið, en þó ekkert eins og Disa. Hún var einstaklega smáfríð í andliti, með tindrandi dökkbrún augu og spékoppa í kinnum og dökkbrúnt hár hennar var bæði mikið og fallegt. Benedikt faðir hennar hafði verið laglegur maður og frá honum hafði hún fríðleikann, en lundina sina léttu hafði hún frá móður sinni. í sláturtíðinni leið Dísu illa. Hún botnaði ekkert í hvað að var, henni varð óglatt af öllu. Blóðlyktin og matarlyktin ætluðu alveg að gera útaf við hana og hún kom varla niður matarbita. Og einn daginn leið yfir hana í eldhúsinu. Marta ráðskona, sem verið hafði á Vallholti i mörg ár, stumraði yfir henni og færði hana inn i rúm. Um kvöldið kallaði Jón Grímsson hana til sín á eintal. Hann sagði, að Marta hefði sagt sér, að hún hefði liðið útaf í eldhúsinu. Og hvort hún vildi ekki bara fara heim til mömmu sinnar fyrst hún væri lasin. Siðan bætti hann við, kímileitur á svip: ,,Ætli það sé ekki erfingi á leiðinni. Ef þú fæðir mér stóran og hraustan son, þá er aldrei að vita hver verður húsmóðir hér á Vallholti." Daginn eftir fór Dísa heim til sín. Jón Grímsson fylgdi henn sjálfur úr hlaði. Hann hafði greitt henni ríflegt kaup. Og þegar hann kvaddi hana faðmaði hann hana að sér og bað hana að vera duglega og hrausta, svo sonurinn yrði státinn. Þessar fréttir urðu reiðarslag fyrir móður hennar og aðra heima á Gili. Stefán vildi helst lögsækja Jón Grímsson, en Dísa bað honum griða. Hún lifði í voninni um að allt yrði gott, þegar barnið væri fætt. Þannig leið langur og strangur vetur. Disa hresstist skjótt eftir fyrstu mánuðina og var sjálfri sér lík fram vfir áramót, en er líða tók á veturinn gerðist hún þung á sér og þreytt i fótum. Nú er komið fram í miðjan júni og stundin runnin upp. Hún liggur hálf meðvitundarlaus og verður varla vör við, þegar mamma hennar reynir að hagræða henni og hlúa að henni. Halla kona Stefáns er líka á ferli, en báðar eru þær úrræðalaus- ar. Það eina, sem þær geta. er að ákalla himnaföðurinn í huganum og biðja þess að ljósmóðirin komi i tæka tíð og bjargi móður og barni. Loks er gengið um bæjardyrnar og Þórey dóttir Stefáns kemur i gættina. ..Ljósan er komin,” segir hún og 1.TBL. VIKAN41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.