Vikan


Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 22

Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 22
við brúna. En hann mun áreiðan- lega snúa við og leita að þessum afleggjara, og hann mun fínna hann. Hann mun koma hingað.” „Aðeins einn maður”. McCulloch slakaði aðeins á. „Fleiri munu koma á eftir,” sagði David. „Liðsauki. Þeim hefur verið að fjölga í allan dag. Því ættu þeir að gefast upp núna?” Ofurstinn gekk hratt í áttina -að tröppunum. „Þér ættuð að koma lika”, sagði hann við McCulloch. „Þér getið ^f til vill skýrt þetta betur út fyrir kor.unni en ég. Hún er kannski...” Hann yppti öxlum og leit aftur á David. „Mér þykir það leitt en við getum ekki tekið yður með okkur. Þyrilvængjan hefur takmarkað burðarþol”. „Ég verð líka að bíða eftir Krieger,” sagði David við Mc- Chulloch, sem var enn hikandi. „Hefurðu heyrt nokkuð frá hon- um?” „Ekkienn”. „Jæja, flýttu þér Hugh. Segðu Irinu. segðu henni að okkur muni leggjast eitthvað til, þegar allt er komið á hreint”. David horfði á McCulloch hlaupa upp tröppumar og ávarpa sem snöggvast dökk- hærðan mann, sem hafði staðið þama álengdar í fáeinar minútur. „Alls ekki,” kallaði ókunnugi. maðurinn á eftir McCuiloch „Ég er ánægður með þú skulir telja mig á' að koma. Þetta hefur verið mjög fróðlegt”. Maðurinn gekk nú niður tröppurnar og í áttina að David. „Ég heiti Emst Weber,” sagði hann og rétti fram höndina. „Blaðamaður frá Genf.” Þeir tókust í hendur. „Ég hélt að Kusak forðaðist fréttamenn.” ,Jó, reglan er sú. En þetta er dálítið sérstæður dagur. Emð þér ekki sammála því?” Weber leit á þreytulegt andlit Ameríkanans vin- gjarnlegum, brúnum augum. „Er- uð þér ekki með jakka í bílnum. Þér munuð þarfnast hans i þessu kvöld- kuli fjallaloftsins.” Sjálfur var hann í þykkum ullarfrakka. „Og ég held að það sé best að forða sér frá þessu húsi.” David samsinnti .Er þeir vom komnir hálfa leið yfir torgið stans- aði hann og leit um öxl sér. Irina og Kusak vom hvergi sjáanleg, né heldur ofurstinn og McCulloch. „Þau munu ekki koma út um þessar dyr,” sagði Weber. „Þau yfirgefa það á minna áberandi hátt. Því næst fara þau eftir slóð sem liggur niður á engið. Þau em sjálfsagt þegar lögð af stað. Ef ég þekki ofurstann rétt, þá er hann ekki mikið gefinn fyrir ttifir. Héma. Ég held að þér ættuð að fá yður dálitið af þessu.” Hann rétti David koníakspela. „Hvað starfar hann eiginlega? Eitthvað í sambandi við inn- flytjendur?” Weber hló. „Nei, einhvers konar Oryggisþjónustu. En hann hefur aldrei minnst neitt á það. Ég hef aldrei getað togað það upp úr honum.” „En til hvers...” David gafst upp. Ég er einum of þreyttur til. þess að komast til botns í þessu. Hann dreypti á koniakinu. Að baki heyrðist rödd Jos. „Bíð- ið eftir okkur. ” Þeir sném sér við og sáu hvar hún kom niður tröppumar, en ungur maður í einkennisbúningi gekk á undan henni. „Höfuðsmaður,” sagði Weber, „og í miklu dálæti hjá ofurstan- um.” Því næst fór hann aftur að hlæja og hann virtist skemmta sér konunglega. „Svo að hann var þá líka skilinn eftir? Hann hefur verið eins konar varðhundur Kusaks. Úr því að hann er kominn út úr húsinu vænti ég þess að Kusak sé farinn. Þér skiljið, stjóm okkar sýnir mikla ábyrgðatilfinningu varðandi Jar- omir Kusak. Hún lítur hann mjög vinsamlegum augum. Já, þeir vita hvar hann er búsettur, að minnsta kosti tveir eða þrír þeirra.” ,En þér?” sagði David og var nú að ná sér. ,Ég veit ekki einu sinni hverjir þessir tveir eða þrír menn em.” „Enginn leki?” ,Ah, sérgrein ykkar í Washing- ton? Nei. Skortur á þagmælsku er ekki einn af okkar löstum.” „Skál fyrir Sviss,” sagði David, og ekki var laust við að hann væri farinn að finna aðeins á sér. „Má ég líka?” sagði Jo. „Aðeins einn sopa,” sagði Weber. „Fjallaloftið margfaldar áhrifin.” Nafnlausi höfuðsmaðurinn brosti til samþykkis. „Því fórst þú ekki líka,” sagði David hálfreiðilega við Jo. „Ég held að við ættum öll að fara núna,,” sagði höfuðsmaðurinn. Hr. McCulloch fékk mér lyklana að bílnum. Ég ætla að aka. En hvert viljið þið fara?” „Samaden væri ágætt fyrir mig. Þar tók ég upp þráðinn.” Weberbrosti. , ,Bara að notfæra sér tignina höfuðsmaður og þá verður okkur útveguð flugvél. Ef þú ert á ferð ásamt einhverjum úr hemum, þá er öllu kippt í liðinn fj'rir þig. Og ég held," sagði hann við Jo, ,, að þér þurfið að hvílast vel eina nótt en alls ekki héma.” „Ég ætla mér að bíða eftir Walter Krieger,” sagði Jo. Hún leit niður á rykugu skóna, rifuna á bláu kápunni hennar Irinu og moldarblettina, sem ekki höfðu náðst úr. Hana verkjaðií hægri olnboga og hné hennar vom marin. Mér líður ágætlega og ég lít alltaf svona út.” „Ég ætla líka að vera kyrr,” sagði David. Svisslendingarnir ræddust nú við einslega. „Þeir halda að við séum hálfgerð- ir kjánar,” sagði Jo. „Og kannski emm við það. En...” Hún leit áhyggjufull á David. „Krieger getur komið þá og þegar, og við getum ekki verið þekkt fyrir annað en að bíða eftir honum. Við getum ekki látið hann þeytast alla leið hingað og hafa engan til þess að taka á móti honum.” Eða ekki réttu aðilana, hugsaði David. Hann kinkaði kolli til Jo til þess að hughreysta hana, en horfði siðan á himininn í austri. Enn var dálítil birta, en myrkrið var í þann veginn að skella á. En svo kom hann auga á hana... þyrilvængjan hafði hafið sig til flugs og sem snöggvast stóð hún kyrr í loftinu, en flaug síðan af stað. Framhald í næsta blaði. ír kl Púóar Stórir og smáir, fylltir eða skornir eins og þú vilt. cv Vcsturgötu 71 sími 24060 22 VIKAN 1. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.