Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 37
y
m
við holum, og þar gildir það sama,
hvort sem rœtt er um vegagerð eða
stjómmál. Höft eru allsstaðar til
vandræða.
— En þú bjóst sjálfur til holumar
læddi ég út úr mér.
— Já, en sjáðu. Mér hefði ekki
tekist það, ef ég hefði ekki verið
feftur í framkvæmdum. Ef ég hefði
fengið að vinna minn veg eins og ég
vildi. Með þeim vélum, sem ég
þurfti. Fengið það efni, sem ég
þurfti á réttum tímum, mannskap
eftir þörfum, og ég ekki verið
heftur í framkvæmdum, þá hefði ég
séð til þess, að haftastefnan endur-
speglaðist ekki i veginum og holur
ekki verið til.
— Segðu mér nú eitthvað frá
Amerikudvöl þinni, Sverrir, hvem-
ig á því stóð að þú fórst út í þennan
ákveðna „bransa”, hvemig gekk
o.s.frv.
— Það liggur allt fyrir eins og
opin bók, Guðmundur minn. Ég er
nú þannig gerður, að mér er þvert
•im geð að sitja auðum höndum. Ég
uni mér ekki nema eitthvað sé að
gerast. Helst að ég sjálfur sé að
gera eitthvað. Þar spilar tvennt inn
í, athafnaþráin og nauðsyn þess að
hafa eitthvað handa á milli, en
þessu hefi ég vanist allt frá því að
ég var ungur strákur.
Hvar ert þú uppalinn, spurði ég.
— Ég fæddist héma í Reykjavík og
ólst hér upp. Ég var auðvitað í sveit
á sumrin, eins og algengt var með
unglinga i þá daga. Ég man, að
amma gamla sagði við mig, að þá
hefði ég sungið hvað best, þegar ég
var að sækja kýmar á kvöldin, gekk
á eftir"þeim með hríslu í hendi og
söng hástöfum.
— Þú hefur semsagt komist uppá
að kyrja fyrir kýmar?
— Alveg rétt. Ég er sannfærður
um, að í rauninni séu þær kúnstner-
ískar í eðli sínu.
— Ert þú hrifinn af kúm, Sverrir?
— Þær em næmar fyrir sönglist,
og ég er sannfærður um, að
sönglistin er þeim í blóð borin.
Hefur þú nokkumtíma tekið eftir því
hvemig þær anda? Ég varð að læra
það í fleiri ár til að komast í
hálfkvisti við þær. Hefurðu hlustað
á kú baula í sveitakyrrðinni?
Þú ætlaðir að segja mér eitthvað
frá Ameríkudvöl þinni...
—Já, þó það nú væri. En það
hófst nú eiginlega með kúnum í
sveitinni...
— Biddu með bölvaðar beljum-
ar...
Þarna ts» Sverrir 'hress og kátur.
— Eg fór til Kalifomiu og þar á
tónlistarskóla.
— Varstu þar lengi?
— Maður hafði nú aldrei mikið af
peningum í þá daga, en námið var
dýrt. Ég hefi líka alltaf verið þannig
gerður að vilja frekar gera eitthvað
til að afla mér peninga, heldur en
sitja á skólabekk. Þcssvegna varð
vist minna úr skólasetu heldur en .
annars. En söngnámið stundaði ég
þama töluverðan tíma og hafði
ágætan kennara. Meðal nemenda í
skólanum var stúlka aði nafni Janet
Murphy, sem stundaði þar píanó-
nám. Viðkynntumstfljótlega, ogþar
kom að við ákváðum að ganga í
hjónaband, sem við og gerðum
nokkru siðar. Þá kom auðvitað að
þvi, að ég varð að útvega mér
eitthvað að gera, til að sjá okkur
farborða, og þá var það, að ég
keypti mér vömbíl og hóf akstur
fyrir.ýmsa verktoka.
— Þeirra á meðal var faðir
hennar, sem átti stórt verktaka-
fyrirtæki, og fyrir hann keyrði ég
Auðvitað ekki sá, sem ber allar
byrðaraar.
Hann var nýbúinn að kaupa Karúsó-
plötu á útsölu.
Einn vörubilanna, sem Sverrir átti, ásamt aftanívagni.
— Nei, þær vom svo þolinmóðar
og rólegar. Og þær komu mér á
strikið. Þess á milli vtu- ég eins og
hver annar strákur í Reykjavík,
skautaði á Tjöminni, tindi ber í
öskjuhlíðinni, hékk aftan í bílum
upp Bakarabrekkuna, fór á skiði á
vetuma, og fór svo í söngtina hjá
Pétri Jónssyni ópemsöngvara. Það
var meðal annars hann, sem kom
mér til að fara til Ameríku til
frekara söngnáms. Guðmundur
Jónsson vinur minn var þá nýkom-
inn þaðan og hreif mig með söng
sinum. Ég hugsaði auðvitað sem
svo, að fyrst Guðmundur gæti
þetta, þá hlyti ég að geta það lika,
og því tók ég þessa ákvörðun, sem
ég sé aldrei eftir.
— Hvert fórstu til Bandaríkj-
anna?
töluvert. Þar kom svo, að ég festi
kaup ó húsi þar ytra og fjölgaði við
mig vömbílum, og allt gekk þetta
vel. Svo stofnaði ég mitt eigið
fýrirtæki og nefndi það „Runólfs-
son Tmck & Materials Co.”, og
svona gekk þetta koll af kolli, að ég
kom mér upp afgreiðslustöð fyrir
vömbilana og eigin verkstæði.og
um það er lauk, — þegar ég seldi
fyrirtækið, þá hafði ég 8 stóra
tmkka með aftanivögnum fyrir
utan smærri bíla og ýmis verkfæri..
og þar á meðal spotmixarann fræga
og ýmislegt annað.
— Hvemig stóð ó því að þú
eignaðist þennan spotmixara?
— Tengdafaðir minn hafði m.a.
tekið að sér að sjá um flugbrauta-
lagningu fyrir Douglas verksmiðj-
umar, utan ýmissa vegaiagninga,