Vikan


Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 19

Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 19
HELEN MACINNES SNARn FUCL- JUtANS „Þú ert varfærinn,” sagði hún, en færði sig vinstra megin í aftur- sætið, svo að hún sæi örugglega bnina er að því kæmi. „Stundum.” David leit ó Irinu. „Er ekki allt í lagi elskan mín?” sagði hann blíðlega. Og nú er aðeins einn vandi eftir óleystur, hugsaði hann, og hann er sá mikilvægasti. En samt vissi hann að sá vandi hafði þegar verið leystur fyrir hann Qg það á móti hans eigin geðþótta. En hvað annað var hægt til bragðs að taka? Hann fylgdist með bif- hjólinu og hægði á ferðinni. Það hægði lika á sér og varð að smeygja sér inn í umferðina fyrir aftan stóran áætlunarbil. „Til hvers hægiröu á þér hér?” spurði Jo og leit út um afturrúðuna, en beygði sig svo niður er hún mundi hvað David hafði sagt. Hún átti að láta fara sem minnst fyrir sér og gæta þess að enginn kæmi auga á hana. „Ég vil bara aka ó sem jöfnust- um hraða.” Og það var alveg rétt. Best að láta þennan náunga venjast þessum hraða, hugsaði David. „Eru einhverjir að elta okkur?” spurði Irina felmtri slegin. „Nei, enginn bíll.” Hann minnt- ist ekki á bifhjólið. Kviðinn innra með henni virtist aftur vera að ná yfir höndinni. „Scuol,” tilkynnti Jo. „Irina gerðu það farðu í golftreyjuna.” Hún ætlaði að rétta henni hana. Irina brosti en neitaði samt. „Ég þarf á þessari regnkápu að halda.” Hún þreifaði á vösunum og fann að minnisbækurnar voru enn á sinum stað. David hafði tekið eftir hreyfingum hennar. „Já,” sagði hún, „þær eru þama.” Hún tók eftir undrunarsvipnum á andliti hans, en svo hristi hann höfuðið og fór að hlæja. Siðan leit hann aftur á veginn fram undan. „Jæja, þetta er góðs viti,” sagði Jo. David hafði verið grafalvarlegur alla leiðina, meira að segja þegar þau komu að landamærunum og hann skipaði þeim að fjarlægja þessar fáránlegu hárkollur svo að landamæraverðimir gætu þekkt þær af myndunum í vegabréfunum. „David,” sagði Irina, „ég hef tekið ákvörðun. Er það ekki það sem hefur verið að angra þig?” En hann ansaði henni ekki. Þetta var liklega ekki rétt augnablik til þess að brjóta upp á þessu málefni, hugsaöi Irina er hún leit framan í hann. Hún varð aftur þegjandaleg. David horfði með óskiptri athygli á veginn. Þau voru nú komin framhjó Scuol og bifhjólið hafði dregist töluvert aftur úr, eins og ökumaðurinn væri hræddur um að vekja of mikla eftirtekt. Þó var hann enn í sjónmáli. En það verður ekki lengi tíkarsonurinn þinn, hugsaði David. Vegurinn framund- an lá nú allur í hlykkjum og minnti á snák. Á aðra hlið vom hæðar- drög og skógur, en hinum megin djúpur árfarvegurinn og áin var straumhörð. Þegarþau væm komin fyrir næstu beygju yrði tækifæri til þess að auka hraðann. „Gætið að ykkur,” sagði hann. „Enbrúin,” sagði Jo. „Gleymdu ekki afleggj aranum. ’ ’ Hann hafði munað eftir honum og hægði á sér og tók krappa vinstri beygju. Því næst fóm þau yfir brú er ló yfir djúpt gil. Hann leit sem snöggvast við. Bifhjólið var ekki enn komið í beygjuna. Þá beygði hann til hægri. Þau vom nú komin á skógivaxið svæði og það var með engu móti hægt að sjá þau frá hinum bakka árinnar. „Eftir næstu beygju fömm við upp í móti.” Hann virtist nú heldur glaðari í bragði. „Já,” sagði Jo, „en hvað ótti þessi djöfulgangur að þýða?” Hann virtist ekki heyra hvað hún sagði. — Hvað er eiginlega að honum. Við emm á réttri leið, eigum aðeins tvær mílur eftir ófamar. Hann er tneð konuna, sem hann elskar við hlið sér og ætti að vera í sjöunda himni. Eða er einhver að elta okkur? Jo leit við felmtri slegin. Þar var ekkert að sjá nema mjóan veginn, sem lá í bugðum upp í móti, en beggja vegna vom lág börð, þakin fjallasóleyjum. Á hægri hönd vom græn engi, sem lógu niður í dalverp- ið, en sjálfur þjóðvegurinn sást ekki. Á vinstri hönd vom grasi vaxnar hlíðar, en þar fyrir ofan klettabelti. Friðsælt, hugsaði hún. Sólin var að setjast og mjúk, hvít skýin vom hrífandi í kyrrð sinni. Og fjallahringurinn var sömuleiðis fall- egur. Hann var í hæfilegri fjar- lægð, eins og hann hefði af kurteisi sinni éikveðið að gefa þessari hæð dálitið svigrúm. Hún var búin að fó nóg af þverhníptum hamrabeltum þessa síðustu tvo daga. Fjöll vom ágæt ef þau vom ekki of nálægt. David teygði sig í hönd Irinu. „Við emm að verða komin,” sagði hann, „aðeins ein míla eftir.” En hvað svo? Hann vissi svarið við þeirri spumingu og herpti saman varimar og leit undan. Irina hallaði sér upp að honum og kyssti hann ó kinnina. „Elskan min,” sagði hún blíðlega, „hafðu engar áhyggjur. Ég verð hjá þér. Ég veit að faðir minn mun hlusta á mig. Bara ef ég fæ ráðrúm til þess að tala við hann einslega þá...” Hún sleppti hönd hans svo hann gæti sveigt framhjá tveimur böm- ím, nokkmm geitum og hundi. „Hið eina sem hann óskar sér er að ég sé í ömggum höndum og frjáls. Hann vill að ég sé hamingjusöm.” Hún hló og veifaði til barnanna. „Og þið munuð hittast og ræðast við. Það verður ekki erfitt, aðeins ef hann fær tima til að...” „Þama er kastalinn,” sagði Jo og benti á vinstri hönd sér upp á hæðina. ötrúlegt, hugsaði hún, eins og hann gnæfði hótt þama í tign sinni, að hann skyldi ekki hafa sést fyrr. Og þegar kemur að því að þú þarft að fara að efna loforðin, þá vona ég að þú standir þig betur en þessir stjórnmálamenn sem allir eru að tala um. 1. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.