Vikan


Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 12

Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 12
til baka - til árs Þá er komið að þ ví að líta yfir farinn ■ veg og velta ögn fyrir sér, hvemig til hefur tekist með það blessaða ár 1976. Var það ár, sem við munum minnast einhverra hluta vegna? Já, vissulega færðiárið 1976 okkur margt eftirminnilegt, og nú skulum við glugga í spádóm okkar frægu og ágætu völvu fyrir árið 1976 og gæta að, hversu sannspá hún reyndist. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum með völvuspána. Þvert á móti hefur furðu margt komið fram að einhverju leyti og sumt nákvæmlega eins og hún spáði. Tökum nokkur dæmi: Landhelgisdeilan ,,Deilan leysist, en hversu farsæl sú lausn verður talin, fer eftir því, hvar í flokki menn standa.” Þetta sagði völvan um síðustu áramót, og nokkrum setningum siðar: ,,Við fáumokkarlandhelgivirta að lokum, á því er ekki minnsti vafi, þótt þorskastriðið standi enn um hríð. Sennilega verða einhver umskipti i þessum málum að áliðnum vetri.” Það var samið í landhelgisdeiiunni um mánaðamótin maí/júní. Efnahagsmálin Ekki var völvan mjög bjartsýn, þegar við reyndum að toga upp úr henni eitthvað um efnahagsmál þjóðarinnar. Þósagði hún: „Enþað má allavega tala um bjartari horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar, og það er þó alténd betra en verið hefur”. Ætli við séum ekki sammála um, að horfurnarhafibatnað. Þeirsemgerst fylgjast með í þessum málum segja okkur, að fiskverð hafi hækkað og gjaldeyrisstaðan batnað. Við gerum okkur ánægð með það í bili. Fjármálasvik ...á komandi ári koma stórfelld fjármálasvik fram í dagsljósið, og er þar um fleiri en eitt mál að ræða. Eitt þeirra að minnsta kosti byggist á stórkostlegum skattsvikum og mun vekja almenna hneykslun.” Naum- ast þarf að sannfæra einn eða neinn um það, að með þessu rataði völvan sannurlega á það rétta. Landinn og herinn Það er varla gleymt, þegar menn tóku sig til og lokuðu vegum til Keflavíkurflugvallar og höfðu í frammi ýmis konar mótmæli gegn bandarikjamönnum, af því þeim þótti verndararnir ekki gegna sínu hlutverki, þegar íslendingar áttu í höggi við bretana á miðunum. Sagði völvan eitthvað um þetta? Já: „Einhvers konar árekstur verð- ur á milli landans og hersins á Keflavíkurflugvelli. Ekki get ég skýrt það nánar, en vera má, að það sé eitthvað i sambandi við deilur íslendinga og breta.” Opinber rekstur og fjármála- hneyksli Þá hitti völvan naglann á höfuðið, þegar hún sagði eftirfarandi: „Mik- ið verður rætt um opinberan rekst- ur á árinu. Verða deilur í sambandi við yfirmannaskipti í einni opinberri stofnun og talsvert sögulegt í kringum það.” Mönnum er enn í fersku minni, að ekki gekk svo lítið á við yfirmannaskiptin hjá Eimskip hf.Og manni verður óðara hugsað til Ferðaskrifstofu ríkisins við lestur eftirfarandi orða völv- unnar: „Og enn ein stofnun verðui bendluð við fjármálahneyksli.” Tónlistarlífið Völvan spáði mikilli grósku í menningarlífi landsmanna og klykkti út með því að segja: Tónlistarlíf verður mjög blómlegt, og munu íslenskir tónlistarmenn bera hróður landsins víða.” Hvort munum við ekki verðlaun Norður- landaráðs, sem féllu Atla Heimi í skaut? Og þeir eru raunar fleiri, sem staðið hafa í sviðsljósinu, og nægir að nefna Sigríði Ellu, sem stóð sig 'frámærlega í erlendri söngvakeppni á síðastliðnu hausti, og Gunnar Þórðarson, sem komst á samning við bandarískt fyrirtæki. Skákin og meistararnir „Friðrik ölafsson og Guðmundur Sigurjónsson standa sig báðir vel í skákinni, og annar þeirra nær fyrsta sæti í skákmóti á erlendri grund.” Svo hljóðaði spádómur völvunnar, en þeir félagar bættu um betur og náðu báðir fyrsta sæti í Síðan fyrsta spá völvunnar okkar birtist fyrir árið 1973 hefur hún verið mjög umrædd, og eftir því sem árin hafa liðið og spádómum hennar fjölgað, hafa æ fleiri viljað eigna sér þessa frægu völvu, sem svo oft hefur reynst sannspá. Sjálf vill hún ekki fyrir nokkra muni koma fram í eigin persónu, og með því hefur hún auðvitað að nokkru leyti ýtt undir ýmsar sögu- sagnir. Margar sögur hafa borist okkur til eyma um, að þessi fræga völva hafi verið á hinum og þessum staðnum og spáð fyrir fólki, en við nánari athugun hefur ævinlega komið í ljós, að ekki var um hina einu sönnu völvu Vikunnar að ræða. Þetta skiptir kannski ekki miklu máli, en þó finnst okkur óviðkunn- anlegt, að aðrir séu að reyna að not- færa sér frægð okkar nafnlausu völvu. En hún er ósveigjanleg sem fyrr. — Ég get ekki hugsað mér að koma fram í eigin persónu, enn síður nú en áður, sagði hún ákveðin. þegar við gengum á hennar fund viku af desember. Við verðum að láta okkur það lynda sem fyrr og snúum okkur bara beint að spá- dómnum. Völvan var hin hressasta yfir framtíðarhorfunum. — Árið 1977 verður dálítið sér- stakt ár, ár mikilla viðburða, sem leyna kannski á sér, en við munum kunna að meta síðar. erlendum mótum, og Friðrik var auk þess efstur á móti hér heima. Útlöndin og Maó ,,...ég er sannfærð um það, að við fáum stórfréttir frá Kina á árinu, sennilega kveður Maó formaður þennan heim, og einhver átök verða um eftirmann hans.” Og „...það verður afskaplega heitt í kolunum í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs vonandi þó ekki stríð.” Ekki varð henni að von sinni, en hún sagði einnig: „Bandaríkin verða náttúr- lega mikið í fréttunum vegna for- setakosninganna. Nýr maður skýt- — Ef ég byrja á því að reyna að spá um veðurfar, þá verður kalt í veðri og snjóþungt, og við megum eiga von á hafís, þegar líða tekur að vori. Sumarið verður hins vegar ágætt, þegar það loksins kemur, og loks fá sunnlendingar svolítið meiri sól en þeir hafa átt að venjast að undanförnu. Við fáum að minnsta kosti einu sinni yfir okkur ofsastorm, sem gerir umtalsverðan óskunda, sennilega verður það í febrúar, en jafnvel oftar. — Sjávarafli verður heldur rýrari en gott þykir, þó kemur góð skorpa með mokfiski, sennilega í apríl, og það eru minni bátar, sem fá þar góðan hlut. Þessi skorpa bjargar miklu hjá sjómönnum, en orsaka lélegs hluts þeirra er að leita í verk- falli, sem þeir gera á árinu. Fiskverð fer enn hækkandi, síðan heldur niður á við, en hækkar aftur, þegar líður á árið. Það verður ekki af neinum samningum við breta um veiðar í íslenskri fiskveiðilandhelgi en það kemur til árekstra á miðun- um við aðra þjóð. — Árið 1977 verður fremur hag- stætt landbúnaði, að vísu ögn mis- jafnt eftir landshlutum. í norðaust- urhluta landsins verða skemmdir af kali í vissum sveitum og heyfengur því minni þar en í meðalári. Hins vegar geta kartöfluræktendur litið björtum augum til næsta hausts, uppskera verður miklu betri hjá þeim í ár en í fyrra. Einhverjar hræringar eru í landbúnaðarmálun- Hvaö geri 12 VIKAN-1. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.