Vikan


Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 42

Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 42
STJÖRMJSPA Hrúlurinn 2l.mars 20.apríl Bíddu þess ekki allt- af að aðrir eigi frum- kvæðið. Ef þú tekur ekki sjálfur rögg á þig er hætt við, að ýmislegt mistakist. Fjármálin eru ekki í nógu góðu lagi. \auliA 21.apríI 21.maí Um miðja vikuna er líklegt, að þú hittir fólk, sem langt er siðan þú hefur séð. Leggðu nú veraldleg kappsmál á hilluna um hríð og hugsaðu fremur um menn og málefni. Tvíburarnir 22.mai 21. júní Þú hefur verið hepp- inn upp á síðkastið og allt hnigur í þá átt, að prófraun, sem þú verður að gangast undir á næstunni, muni ganga þér í haginn. Happalitur er vínrautt. Krabbinn 22.júní - 23.júlí Ljónið 24.júlí -24.ágúst Ýmislegt bendir til þess að böm þessa merkis eigi ferðalag fyrir höndum, eink- um þau, sem fædd eru 22.-26. júni. Ekki verður þó séð, hvort ferðalögin eru löng. Það er hollt að minn- ast þess, að ekki er allt fengið með vei* aldlegum gæðum Þess verður að gæta að hin andlegu og til finningalegu verð mæti dragist ekki aftur úr. Þú ættir að endur- skoða helstu út- gjaldaliði þína og at- huga hvort þú finnur ekki gat á bókhald- inu. Þú átt í ein- hverjum vanda og skalt ekki draga lengur að leita ráða. Vogin 24. scpl. 23. okl. Sennilega þarftu að gera gömlum vini greiða, sem þú hagn- ast fremur á, er öll kurl koma til grafar. Þú ættir að auka þekkingu þina á ein- hvem hátt. Sporðdrckinn 24.ok(. - 23.nót. BojJmaðurinn 24.nó». 2l.dcs Þetta verður fremur hversdagsleg vika, en þó er ýmislegt, sem þú verður að vara þig á einkum þó að hafa ekki eftir neitt, sem þú hefur ekki vissu fyrir. Viss persóna gerist heldur nærgöngul og uppáþrengjandi, en þú skalt ekki hika við að láta meiningu þína í ljósi, áður en verra hlýst af. Happatalan er átta. Slein{{eilin 22.des.-20.jan. Valnsberinn 2l.jan. I9.fcbr. Fiskarnir20.fcbr. 20.mars Gættu þín á allri óþarfa bjartsýni í fjármálum, því hún er ótímabær. Þú færð erfitt verkefni til úrlausnar, sem þú þarft á öllu þínu að halda til að leysa af hendi. Taktu ekki nærri þér þótt persóna, sem þú bjóst við stuðningi af, reynist fráhverf. Þú skalt bara taka þessu með heim- spekilegri ró, því málin eiga eftir að breytast. Einn úr fjölskyldu þinni þarfnast þess að vera í nánari tengslum við þig en hingað til. Vikan verður skemmtileg og ef til vill nokkuð rómantísk á sina það er sem byrði sé tekin af herðum kvennanna. Málfríður ljósmóðir gengur inn- fyrir og snýr sér beint að sængur- konunni. Hún sér strax að eitthvað er óeðlilegt og athugavert við burðinn. En með lipmm og æfðum höndum tekst henni að rétta fóstrið, sem ber skakkt að. Stundu síðar fæðist barnið. Dísa er meðvitundarlaus og sér því ekki skelfinguna sem speglast í augum kvennanna þriggja við rúm- ið. Bamið er lifandi, en þessi litla stúlka, sem hér lítur dagsins ljós, er hræðilega vansköpuð. Fætur hennar em snúnir, höfuðið situr skakkt á herðunum og það er eins og vinstri hliðin sé mun styttri þeirri hægri. Á þessum litla van- skapaða likama er svo lítið, fallegt barnshöfuð umvafið dökkum lokk- um. En það snýr til vinstri og hallar undir flatt. Á meðan Málfríður sinnir sæng- urkonunni, tekur Halla barnið og laugar það, klæðir og leggur í vöggu. Innan stundar kemst Dísa til meðvitundar, hún er yfirkomin af þreytu, en léttirinn að vera laus við þjáningarnar er mikill. Henni er sýnt barnið í vöggunni og sagt, að það sé stúlka. Þar sem barnið liggur í vöggunni með sængina yfir sér sést ekki hve vanskapað það er. Því brosir móðirin unga sæl og glöð yfir fallega litla andlitinu og signir yfir dóttur sína óvitandi um bæklun hennar. Um leið og Dísa hallar sér aftur á koddann, snýr. hún sér að móður sinni og spyr: „Hefur nokkuð heyrst frá honum?” En móðir hennar hristir höfuðið. ,,Ekki ennþá,” svarar hún, ,,en Stefán mun ætla að skreppa úteftir og tala við hann.” Konumar þrjár yfirgefa nú bað- stofuna. Þær ætla að fá sér sængur- konukaffi í eldhúsinu og einnig þurfa þær að ræða hvemig best muni að sýna móðurinni bæklun barnsins , svo að það verði henni ekki ofraun. Málfríður hefur verið ljósmóðir í þessari sveit i fimmtán ár en aldrei fyrr hefur neitt þessu líkt borið fyrir hana. Hún hefur verið heppin í starfi og konurnar í sveitinni bera fullt traust til hennar. Á þessum bæ er henni ætíð fagnað sem góðum vini. Halla er æskuvinkona hennar og ein dóttir gömlu konunnar var fermingarsyst- ir hennar. Málfríði er því vel kunnugt um hvað fyrir Disu litlu kom í Vall- holtsdvölinni og hún vorkennir þessu vinafólki sínu af öllu hjarta. Þær leggja nú á ráðin, hvemig hægt sé að undirbúa Dísu til að sjá bamið og hvernig eigi að tilkynna föðumum atburðinn. Stefáni er svo falið að fara að Vallholti og ræða einslega við Jón bónda og tala hann til að líta á málið af mannúð og skynsemi. Skömmu eftir að Stefán er riðinn úr hlaði em þær Aðalbjörg og ljósan staddar í baðstofunni. Dísa og bamið em sofandi, svo þær ræða saman í hálfum hljóðum. Málfriður spyr frétta af Halldóm vinkonu sinni, sem flust hafði til Kanada tólf ámm fyrr og reynir að dreifa huga gömlu konunnar með fréttum úr sveitinni. Skyndilega heyrist umgangur og hávaði frammi og áður en varir snarast maður inn í baðstofuna. Þar er kominn Jón Grímsson bóndi á Vallholti. Hann er að koma úr kaupstað og er vel hreifur af víni. Stefán hefur hann ekki hitt, en frétt að sent hafi verið eftir ljósmóður að Gili. Og nú stendur hann hér i bað- stofunni og nær til lofts á milli bita. ,,Er fæddur sonur?” hrópar hann. Málfríður ljósmóðir verður fyrir svömm. „Önei,” segir hún og gengur að i vöggu barnsins. „En ég vona, að ; þessi litla dóttir sé ekki síður velkomin. Þeim mun ekki veita af öllum tiltækum styrk mæðgunum, eins og þú getur sjálfur séð.” Og ljósan lyftir sænginni af barninu og losar um reifana. Jón Grímsson starir um stund á afkvæmi sitt, síðan öskrar hann upp. „Þetta! Ætlist þið til að ég gengist við þessu? Þvílíkt djöfuls afstyrmi!” Þaðerþvílíkast, að hann ætli að hrifsa barnið og fleygja því, en þá gengur Málfríður fram með hnefann á lofti og segir: „Gættu þín maður, að þú gerir ekkert sem þú gætir iðrast.” Enginn hefur tekið eftir því, að Dísa er vöknuð, nú ris hún upp í rúminu og sér dóttur sína í vögg- unni, lítinn snúinn likamann, og heyrir formælingar barnsföður síns. Þetta er henni ofraun og með sám andistarópi hnígur hún útaf. Móðir hennar hleypur til, þegar hún sér dóttur sína liggja náföla á koddan- um. „Guð varðveiti þig Jón Gríms- son, þú hefur drepið hana,” verður henni að orði. En bóndinn á Vallholti skeytir ekki um orð hennar, hann ryðst út úr baðstofunni og öskrar. „Megi andskotinn eiga ykkur allar.” Úti þrifur hann hest sinn, snarast á bak og þeysir burt. Þórdís á Gili er ung og hraust og lifir þvi af þessa erfiðu fæðingu og áfallið, sem hún hlaut, þegar hún komst að raun um að barn hennar er 42VIKAN 1. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.