Vikan


Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 45

Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 45
lærst að ganga, en hún þeytist um á fjórum. Þegar hún situr styður hún ætið vinstri olnboga á lær sér og hallast mjög til þeirrar hliðar, en hægri höndina hefur hún þá frjálsa og með henni vinnst henni vel. Hún getur haldið á prjónum og kann að fara með nál. Halla hrósaði henni mikið síðast- liðið haust, fyrir dugnað við að sauma sláturkeppi. Næsta haust verður hún ekki til að hjálpa Höllu, þá verður hún langt í burtu í fjarlægu landi, þar sem hún á að fá að ganga í skóla og læra mikið. Það á líka að reyna að laga á henni bakið og fætuma. Kannski á hún ein- hvemtíma eftir að ganga á eigin fótum, upprétt eins og annað fólk. Á stóm skipi, sem siglir frá Glasgow til New York, em þær Gróa litla og amma hennar. Þær fóm með íslensku flutningaskipi frá Akureyri til Englands og nú eru þær á siðasta áfanga til Ameríku. Gróu likar vistin á sjónum vel. Hún er ekkert sjóveik og á daginn er hún oft á þilfarinu að horfa á þessa undarlegu og óendanlegu víðáttu. Hún er orðin málkunnug mörgum af samferðamönnum sín- um og er strax búin að læra nokkur orð í ensku. Amma hennar er fegin hve vel hún spjarar sig, þvi sjálf er hún sjóveik og líður illa. Nú er Aðalbjörg sjötug. Það er mikið átak fyrir svo gamla konu að rifa sig upp frá heimahögum sínum og ástvinum og fara til annarrar heimsálfu vitandi að þaðan á hún ekki afturkvæmt. Aðalbjörgu er þungt um hjartarætur. Skilnaður- inn við heimilisfólkið á Gili og aðra góða vini heima í sveitinni var býsna erfiður. En ef þetta ferðalag mætti verða Gróu litlu til góðs, þá er það allra erfiðleikanna virði. í aðra röndina hlakkar gamla konan líka til þess að sjá dóttur sína og fjölskyldu hennar, sem hún hefur ekki séð í nitján áir. Gróa situr í setustofu skipsins og lætur fara vel um sig. Hún er að hugsa um allt það nýja og merki- lega, sem hún hefur upplifað, siðan hún fór að heiman. Dálítið var það nú sárt að kveðja alla heima á Gili. Fólkið og dýrin, sem henni þótti svo vænt um. Helst hefði hún viljað taka það allt með sér. Og þegar hún er búin að vera nógu lengi í Averíku og búin að læra að ganga og allt mögulegt annað, sem hún ætlar að læra, þá ætlar hún aftur heim að Gili og vera þar og amma á að koma með henni. Þá verður amma orðin ósköp gömul og þreytt, en Gróa ætlar að annast hana og launa henni öll gæðin. Amma er best af öllum. Á skipinu, sem þær komu með frá Islandi, var meðal annarra farþega kona af Austfjörðum á leið til Ameríku. Þessi kona var með litla stúlku með sér og bamið var blint. Gróna vorkenndi þessu litla bami skelfin mikið. Hún var bara fjög- urra ára og hafði aldrei séð sólina eða neitt annað fallegt. Þegar Gróa verður stór ætlar hún að hjálpa þeim sem eiga svona hræðilega bágt. Þessi kona að austan var á leið til manns síns, sem búinn var að vera eitt ár í Ameríku. En hún er ekki með þessu skipi. Hún varð eftir í Glasgow og ætlaði að bíða þar eftir öðm skipi. Maður hennar hafði víst ráðstafað henni þannig. Gróu og ömmu hennar er svo sem ráðstafað líka. Dóra frænka og Hannes Ölafsson maður hennar vom búin að borga fyrir þær farið með þessu skipi og Hannes ætlar sjálfur að taka á móti þeim i kaupstað, sem amma kallar Nef- jork, en enskumælandi fólkið á skipinu nefnir Njújork. Þetta er víst ákaflega stór kaup- staður, jafnvel stærri en Akureyri og þótti Gróu nóg til um dýrðina þar, enda aldrei fyrr i kaupstað komið. Grón hrekkur upp úr hugleiðing- um sinum við að einn vinur hennar ó skipinu, norskfæddur ameríku- maður, ke.nur til hennar og ávarpar hana: „Skal du inte opp a se New York lille genta?” Gróa vill upp að sjá New York og Terje lyftir henni á öxl sér og ber hana upp á þilfar. Allir rólfærir um borð em saman- komnir ofanþilja og stara í átt til lands, sem birtist fyrir stafni. Hvílik húsamergð! Aldrei hefði Gróa getað ímyndað sér annað eins. 1 blámóðu birtist hús við hús, endalaus þyrping og þegar skipið siglir nær og stefnir inn í sund kemur risavaxinn kvenmaður í ljós. Terje segir að hún heiti „Statue of Liberty.” Og að hún sé búin að standa þama á verði og lýsa með kyndli sinum í nítján ár. Gróa er alveg ringluð af öllu, sem fyrir augu ber. Þegar skipið leggst að bryggju taka farþegarnir að ryðjast frá borði. Terje fer með Gróu á öxlinni niður i klefann til ömmu og hjálpar þeim að taka saman föggur sínar. Síðan hjálpar hann þeim á land. Og áður en varir em komnir þar tveir menn sem faðma ömmu að sér og klappa Gróu á kollinn og segja: „Svo þetta er Gróa litla”. Þarna em þeir komnir Hannes maður Dóm og elsti sonur þeirra, n,olí aA nofni 1. TBL. VIKAN45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.