Vikan


Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 43

Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 43
vanskapað, ásamt viðbrögðum bamsföður síns. En hún er föl og þunn á vangann og gleði hennar virðist horfin. Oft situr hún við vöggu litlu stúlkunnar sinnar, þögul og alvar- leg og virðir fyrir sér litla bæklaða likamann og fallega bamsandlitið. Reyndar fer baminu ótrúlega vel fram, það stækkar og fitnar og heldur virðist hálsinn réttast, eftir því sem styrkur þess eykst, en bakið er skakkt og fætumir snúnir svo hörmung er á að líta. Einn fagran dag í júlíbyrjun kom séra Sveinn á Stað yfir að Gili og skirði litlu stúlkuna. Henni var gefið nafnið Gróa , eftir móður- systur sinni, sem dáið hafði tólf ára. Sumarið er liðið, það er komið fram yfir réttir og rigning og hráslagi i lofti. Fólkið á Gili er að smala þennan dag. Stefán bóndi, vinnumaður hans og tvö elstu bömin ásamt Dísu systur hans. Hún vildi endilega fara og reyna að gera eitthvert gagn, sagðist hafa verið nógu mikil byrði á heimilinu allt sumarið. Það er mikil rigning þennan dag og Dísa verður viðskila við hitt fólkið. I myrkri um kvöldið kemur hún heim rennvot og skjólfandi með skelfingarglampa í augum. Um nóttina fær hún köldu og síðan liggur hún með hita í þrjár vikur. Þá virðist hún hressast og klæðir sig einn dag, en morguninn eftir er hún liðið lik. Siðasta laugardag í október er hún grafin í kirkjugarðinum á Stað. Móðir hennar ásamt hinu heimilis- fólkinu á Gili fylgir henni til grafar. Aðalbjörgu finnst, að nær hefði nú verið að hún sjálf hefði nú farið hinstu förina. Henni finnst hún gömul og þreytt, þó er hún ekki orðin hálfsjötug enn. En lífið hefur Ieikið hana hart. Af tíu bömum, sem hún hefur fætt í þennan heim, er Dísa litla það sjötta sem hún lifir. Þrjú dóu ung, tvo syni fékk sjórinn, þar af varð annar samferða föður sínum.Tvö af börnum hennar eru í Vesturheimi og ein dóttir er gift á Suðumesjum. Stefán einn er eftir hjá henni. Hann hefur alltaf verið henni góður sonur. Og vel hafa kona hans og böm reynst henni og Dísu. Og enn mun ó reyna, enn er verk að vinna. Nú er litla vanskapaða barnið móðurlaust. Þá er gott að vita til þess að amma er einhvers staðar nálægt. Á meðan Disa lá veik bað hún mömmu sína að annast Gróu litlu. ,,Viltu lofa mér því mamma, að láta hana ekki frá þér?” bað hún. Og mamma lofaði. Á meðan hún lifir munu þær ekki skilja. Séra Sveinn er hrærður er hann jarðsyngur þetta fermingarbarn sitt. Andrés sonur hans var ferm- ingarbróðir Þórdísar, nú er hann líkmaður í fyrsta sinn. Það snjóar í opna gröfina. ,,Þá munu fleiri gista garðinn á árinu.” segir gamla fólkið. „Kannski litli vesalingurinn fylgi móður sinni.” I byijun jólaföstu jarðsyngur presturinn móður sína gamla. „Eyminginn á Gili”, eins og fólkið í sveitinni kallar hana, er nú kominn á fimmta ár. Hún er grannvaxin og limalöng. Ekki gengur hún neitt, en ber sig furðu hratt um á hnjóm og handleggjum. Olnbogunum beitir hún mikið og stekkur út á hlið, stundum situr hún og rær sér áfram og einnig veltir hún sér og rúllar á ákvörð- unarstað. Þótt líkami hennar sé svo bjag- aður er ekkert að greindinni, hún var snemma altalandi og kann nú ótal bænir,- vers og vísur. Amma hennar og allir aðrir á heimilinu eru óþreytandi að kenna henni og segja henni sögur. í vetur ætlar amma að byija að kenna henni að þekkja stafi, svo að hún verði snemma læs. Amma er læs og skrifandi, þótt margar gamlar konur og ýmsar yngri en hún séu það ekki. En það er vist af því að amma er prests- dóttir. Gróa litla fær aldrei nóg af þvi að heyra ömmu segja frá 1.TBL. VIKAN43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.