Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 18
bergi, sem er langur salur. Þar
liggja sjúklingarnir ýmist í járn-
rúmum eða á bastmottum á gólfinu.
Þeir eru fölleitir og angistarsvip-
urinn skín út úr andlitum þeirra.
Eldri maður, afar smávaxinn, velt-
ist um gólfið og virðist vera í anda-
slitrunum. Abt snertir aðeins við
honum með annarri hendinni og
heldur svo áfram. Hann talar ekkert
við sjúklingana. „Þeir skynja kraft
minn, þegar þeir sjá mig,” segir
hann.
Hinir nýkomnu sjúklingar hafa
nú lokið bænagjörð sinni, en þeir
eru samt áfram í sömu stellingum.
Nú kemur munkur og færir þeim
brúnleitan drykk, sem þeir verða að
drekka. Þessi drykkur er búinn til
úr sérstökum jurtum og er ákaflega
beiskur á bragðið. Þess vegna
verkar hann bæði fljótt og vel, ef
hreinsa þarf líkamann. Sjúklingarn-
ir drekka þetta og einn lítra af
vatni, en þeir eru varla búnir að
kyngja, þegar allt kemur upp úr
þeim aftur.
Abt Chamroon útskýrir þetta:
„Við beitum þessari aðferð í fimm
daga, til þess að hreinsa likamann.
Siðan hvíla sjúklingamir sig í aðra
fimm daga og eru fullfrískir á eftir.”
Nokkrum dögum síðar höfðum
við upp á Carmen, vinkonu Jasmin,
í Bangkok. Dyravörður á fremur illa
þokkuðu hóteli gat gefið okkur upp
heimilisfang hennar, en hún býr á
litlu, þægilegu hóteli og hefur
tveggja herbergja íbúð þar. Hún
stundar vændi til þess að sjá fyrir
sér. Við hringdum lengi, áður en
hún kom til dyra. Hún var aðeins
klædd stuttum kimono og virtist
fremur lagleg, en það sást greini-
lega á tönnum hennar að hún neytti
heróíns.
„Jasmin var mjög illa farin”,
sagði hún við okkur, „hún þoldi
ekki við nema 24 stundir, án þess að
fá sinn skammt.”
Hér látum við lokið þessari frá-
sögn af heimsókninni til Bangkok.
Ennþá getum við séð fyrir okkur
andlitið á Jasmin bak við járn-
rimlana í fangaklefanum, þar sem
hún afplánar dóm sinn. Vonandi á
þetta eftir að breytast tii batnaðar í
framtíðinni.
Abt Chamron ásamt nokkrum
sjúklinga sinna.
18VIKAN 1. TBL.
Edelgard, sem er kölluð Jasmin
verður að afpláne sex mánaða fang-
elsisdóm vegna heróinneyslu.
og einn pakki týndist, þá gerði það
ekki svo mikið til. Það sem komst á
leiðarenda gaf nægilega mikinn
gróða, því að heróín er tvöfalt dýr-.
ara i Bandaríkjunum en í Bangkok.
Eitt kvöld var svo Sylvia að hjálpa
vini sínum við að pakka inn þremur
kilóum af heróíni. Þá ruddist lög-
reglan skyndilega inn og handtók
þau bæði.
Heróínneysla er mjög útbreidd í
Thailandi sjálfu, og á lögreglan
mjög oft í höggi við innlenda smygl-
hringa. í nokkurri fjarlægð frá
fangelsinu, þar sem Jasmin er, er
nokkurs konar endurhæfingarstöð
fyrir eiturlyfjasjúklinga. Þetta er
gamait klaustur, og yfirmaðurinn er
Búddhamunkur, sem heitir Cham-
roon Parnchan. Hann berst mjög á
móti allri neyslu fíkniefna í Thai-
landi. Meðferðin, sem sjúklingarnir
fá í klaustrinu, tekur aðeins 10
daga, og við lítum þar við til þess að
kynnast þessu nánar.
Klaustrið er í djúpum og fremur
afskekktum dal. Vörður við inn-
ganginn skrifar hjá sér nöfn okkar
og visar okkur síðan inn í lágreista
byggingu. Þaðan berst söngur og
hljóðfærasláttur og inni í hálf-
dimmu herbergi krýpur Abt Cham-
roon á gólfinu við litið borð. Reyk-
elsisilmur fyllir vit okkar, og það
glitrar á skinandi Búddhamyndir og
líkneski. Áður en Chamron gerðist
munkur var hann stjómmálamaður,
og þá barðist hann á móti allri
spillingu innan þjóðfélagsins. Hann
lifir nú án allra þæginda í klaustrinu
og hefur andúð á allri mengun
og ónáttúm.
Síðar um daginn kemur hópur
ungs fólks til klaustursins, og em
þar á meðal bæði heróín- og ópium-
néytendur. Sjúklingarnir em allir
Iátnir hafa fataskipti og klæðast
fötum, sem em eign klaustursins.
Rauðar buxur og hvítar skyrtur.
Allir em jafnir. Þvi næst er lagst á
bæn, og allir biðja saman:
„Ég lofa því að snerta aldrei
framar við eiturlyfjum og ég veit,
að ef ég svík loforð minn, mun ég
deyja.”
Fólkið heldur áfram að þylja
þessa sömu setningu, og á meðan
fylgir Abt okkur inn í næsta her-