Vikan


Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 9

Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 9
1 — Ég vildi gjarna bjóða yður drykk, en konan mín hefur auga meö vínskápnum. ★ ★ ★ Eiginmaðurinn hafði lagt leið sina frá kjallara upp á hanabjálka á flótta undan herskárri konunni, sem hafði sóp að vopni. Að lokum leitaði hann hælis undir rúminu í svefnherberg-, inu. Meðan konan otaði í hann sópskaftinu, kallaði hún æstum rómi: „Vilhjálmur Pétursson, komdu strax undan rúminu." En Vilhjálmur reyndi eftir bestu getu að verjast atlögunni og bar fyrir sig hendurnar til að forða rifbeinunum, og sagði mjög svo ákveðinni röddu: ,,Ég kem ekki, María. Ég er húsbóndi á mínum heimili." — Er þetta það eina sem þú getur sagt? Aö það sé mikiö af þeim. ★ ★ ★ Sú Ijóshærða og dökkhærða hittust viku eftir að sú Ijóshærða kom heim úr brúðkaupsferðinni. ,,Var það ekki hroðalega áhættu- samt fyrir þig að segja manninum þinum frá öllum fyrri ævintýrum þinum, daginn, sem þið giftuð ykkur?" spurði sú dökkhærða." „Jú, svo sannarlega," viður- kenndisú Ijósa. „Þaðlávið, að það rynni af honum við sum þeirra." ★ ★ ★ V . J I NÆSTII VIKU KRISTIN LILLIENDAHL Allir þekkja lagið „Ég skal mála allan heiminn elsku mamma”, sem hefur átt miklum vinsældum að fagna nú í næstum ár. Kristín Lilliendahl gerði það frægt, og nú hefur hún bætt við 12 laga plötu, sem var rétt að koma á markaðinn, þegar blaðamaður Vikunnar heimsótti Kristínu og mann hennar upp í Mosfellssveit, Viðtalið birtist í næsta blaði, og það ber yfirskriftina „Fáránlegt þegar skemmtikraftar spila alfjör fífl”. EITT RIF ÚR MANNSINS SÍÐU „Herbergið var í geimstíl. Fallega nælonblússan hennar vinkonu minnar hafði auðsjáanlega skriðið upp á borðið í húmi næturinnar og tyllt sér þar á gamlan teiknilampa án minnstu blygðunar. Brjóstahöldin hennar ríghéldu sér í hurðarhúninn, dauðhrædd við blússuna. Skómir okkar lágu í faðmlögum á gólfinu, forugir og blautir eftir tunglskinsgönguna”. Þetta er tilvitnun í smásögu eftir Friðgeir Axfjörð, sem birtist í næsta blaði og nefnist „Eitt rif úr mannsins síðu'* LIFIÐ HEIL l Lasse Hessel heitir danskur læknir, sem er manna ötulastur ' á Norðurlöndunum við að auka þekkingu almennings á hollum lifnaðarháttum. Hann skrifar þætti um þessi mál í mörg blöð og gefur ásamt öðrum sérfræðingum út blaðið Lewel, sem fjallar um þessi efni. Vikan hefur fengið einkarétt á öllu efni úr Lewel og mun framvegis birta öðru hverju greinar úr því undir yfirskriftinni Lifið heil! Við kynnum Lasse Hessel í næsta blaði. VERÖLD SEM VAR Laugavegur 21 er i hjarta borgarinnar, sem tekur sífelldum breytingum. I þessu húsi stendur tíminn í stað, og uppi á lofti er aldamótastemmning. Ibúamir eru horfnir til feðra sinna, en samt er eins og þeir hafi aðeins skroppið út i búð og komi aftur á hverri stundu. I þessu húsi hefur Þorlákur Haldorsen m.a. vinnustofu sína, og hann sýndi blaðamanni innviði hússins, sem vekur upp spumingar um veröld sem var. Sjá næstu Viku. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristin Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Asb. Sigurðsson, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson, Þórdis Arnadóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjóm, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing i Siðumúla 12. Simar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 . tölublöð ársfjórðungslega, kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 13.650 i ársáskrift. Askriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar. mai, ágúst. 1. TBL. VIKAN9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.