Vikan


Vikan - 06.01.1977, Side 9

Vikan - 06.01.1977, Side 9
1 — Ég vildi gjarna bjóða yður drykk, en konan mín hefur auga meö vínskápnum. ★ ★ ★ Eiginmaðurinn hafði lagt leið sina frá kjallara upp á hanabjálka á flótta undan herskárri konunni, sem hafði sóp að vopni. Að lokum leitaði hann hælis undir rúminu í svefnherberg-, inu. Meðan konan otaði í hann sópskaftinu, kallaði hún æstum rómi: „Vilhjálmur Pétursson, komdu strax undan rúminu." En Vilhjálmur reyndi eftir bestu getu að verjast atlögunni og bar fyrir sig hendurnar til að forða rifbeinunum, og sagði mjög svo ákveðinni röddu: ,,Ég kem ekki, María. Ég er húsbóndi á mínum heimili." — Er þetta það eina sem þú getur sagt? Aö það sé mikiö af þeim. ★ ★ ★ Sú Ijóshærða og dökkhærða hittust viku eftir að sú Ijóshærða kom heim úr brúðkaupsferðinni. ,,Var það ekki hroðalega áhættu- samt fyrir þig að segja manninum þinum frá öllum fyrri ævintýrum þinum, daginn, sem þið giftuð ykkur?" spurði sú dökkhærða." „Jú, svo sannarlega," viður- kenndisú Ijósa. „Þaðlávið, að það rynni af honum við sum þeirra." ★ ★ ★ V . J I NÆSTII VIKU KRISTIN LILLIENDAHL Allir þekkja lagið „Ég skal mála allan heiminn elsku mamma”, sem hefur átt miklum vinsældum að fagna nú í næstum ár. Kristín Lilliendahl gerði það frægt, og nú hefur hún bætt við 12 laga plötu, sem var rétt að koma á markaðinn, þegar blaðamaður Vikunnar heimsótti Kristínu og mann hennar upp í Mosfellssveit, Viðtalið birtist í næsta blaði, og það ber yfirskriftina „Fáránlegt þegar skemmtikraftar spila alfjör fífl”. EITT RIF ÚR MANNSINS SÍÐU „Herbergið var í geimstíl. Fallega nælonblússan hennar vinkonu minnar hafði auðsjáanlega skriðið upp á borðið í húmi næturinnar og tyllt sér þar á gamlan teiknilampa án minnstu blygðunar. Brjóstahöldin hennar ríghéldu sér í hurðarhúninn, dauðhrædd við blússuna. Skómir okkar lágu í faðmlögum á gólfinu, forugir og blautir eftir tunglskinsgönguna”. Þetta er tilvitnun í smásögu eftir Friðgeir Axfjörð, sem birtist í næsta blaði og nefnist „Eitt rif úr mannsins síðu'* LIFIÐ HEIL l Lasse Hessel heitir danskur læknir, sem er manna ötulastur ' á Norðurlöndunum við að auka þekkingu almennings á hollum lifnaðarháttum. Hann skrifar þætti um þessi mál í mörg blöð og gefur ásamt öðrum sérfræðingum út blaðið Lewel, sem fjallar um þessi efni. Vikan hefur fengið einkarétt á öllu efni úr Lewel og mun framvegis birta öðru hverju greinar úr því undir yfirskriftinni Lifið heil! Við kynnum Lasse Hessel í næsta blaði. VERÖLD SEM VAR Laugavegur 21 er i hjarta borgarinnar, sem tekur sífelldum breytingum. I þessu húsi stendur tíminn í stað, og uppi á lofti er aldamótastemmning. Ibúamir eru horfnir til feðra sinna, en samt er eins og þeir hafi aðeins skroppið út i búð og komi aftur á hverri stundu. I þessu húsi hefur Þorlákur Haldorsen m.a. vinnustofu sína, og hann sýndi blaðamanni innviði hússins, sem vekur upp spumingar um veröld sem var. Sjá næstu Viku. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristin Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Asb. Sigurðsson, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson, Þórdis Arnadóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjóm, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing i Siðumúla 12. Simar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 . tölublöð ársfjórðungslega, kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 13.650 i ársáskrift. Askriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar. mai, ágúst. 1. TBL. VIKAN9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.