Vikan


Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 38

Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 38
sem hann hafði með höndum. Ég hafði því örugga vinnu fyrir verk- fœri því viðkomandi og útvegaði mér þau þessvegna. Þá hafði ég einnig fest kaup á tækjum til jarð- vegsgreininga og seldi verktökum þann jarðveg, sem þeir þurftu, og ók honum á staðinn á minum bilum, og höndlaði við ýmsa stærstu verkteka í heimi. — Var ekki erfitt að fara allt í einu að aka stórum vörubíl i Kalifomíu, eftir að hafa labbað í rólegheitum á eftir beljunum héma heima? — Nei, ég komst fljótt uppá það, og ég hafði nú gert ýmislegt annað en reka beljur. Það kom aldrei neitt fyrir mig í þeim íikstri... þó man ég einusinni eftir því, að litlu munaði að illa færi. Ég var þá að aka stómm tmkk með aftanívagni, og hafði þá fullt hlass, eða um 25 tonn. Ég var staddur á breiðgötu rétt utan við Los Angeles og á leið upp aflíðandi brekku, og umferðin var þarna óskapleg, þannig að maður varð að aka þétt aftan við næsta bíl. Af einhverjum ástæðum ætlaði ég aðl stíga á bremsumar, — en þær virkuðu ekki. Ég greip þá til handbremsunnar, en á svona stór- um og þungum bíl hafa þær ósköp lítið að segja, enda bmnnu þær bara upp til agna, en eitthvað hægði bíllinn samt á sér. Nú var úr vöndu að ráða, raunar lítið annað eð gera en halda bara rólega áfram. Ég var kominn upp brekkuna og farinn að aka niðurávið aftur, og fór nú rólega, því hvað sem fyrir kom vissi ég, að ég gat ekki stoppað. Ég er trúaður maður, og þama man ég, að ég bað þess heitt og innilega, að ekkert kæmi fyrir, sem gerði mér nauðsynlegt að stoppa. Nú, svona gekk það með Guðs hjálp, þangað til ég kom að næstu brekku og gat stöðvað bílinn og þurrkað af mér svitann. — Þarna hefur litlu munað Sverrrir. — Já, það geturðu bókað. Þetta átti ég greinilega Guði að þakka, hve vel fór. Ég hef oft leitað til hans bæði fyrr og síðar og veit, að hann stendur með mér. Ef maður hjálpar aðeins til, þá ýtir hann duglega á eftir. — Ert þú Lútherstrúar ennþá, eða hefurðu fundið eitthvað annað? — Já, ég hef fundið „Maharashi, innhverfa hugleiðslu”, og það hefur reynst mér vel. Það er ekki trúar- flokkur, öllu heldur lífsspeki. — Hvemig kynntist þú henni? — Dóttir min er lærður Mahar- ashi og ég smitaðist af henni. Ég á sérstakt hljóð, sem hún úthlutaði mér. Slíkt hljóð er hægt að fá hjá þeim fyrir $75,- en hún hafði leyfi til að afhenda mér það... bæði pabba og mömmu sinni, ókeypis. — Hvemig er þetta hljóð, og hvað gerir þú við það? Ég hefi ekki leyfi til að segja frá því, það er bannað. Svo segja þeir, og ég hætti ekki á að óhlýðnast því. Maður veit aldrei, hvað getur komið fyrir. — Nei, það er ömggara að hafa vaðið fyrirneðan sig, jafnt í þessum málum, sem öðmm. Hvað er það aðallega sem gerir þessa trú öðmm betri? — Her er ekki um neina sérstaka trú að ræða, þvi ég er kristinn maður, ekki síður en aðrir. Það er hugleiðslan, sem manni er kennd, sem ég hefi sannreynt, að hefur mjög góð áhrif á mann. Tökum sem dæmi ef eitthvað steðjar að í daglega lífinu, sem veldur manni áhyggjum eða hugar- kvölum. Þá kemur hugleiðslan að góðu haldi. Og hljóðið mitt, sem ég var að segja þér frá, á þar mikinn þátt í. — Jæja, svo við snúum okkur afturað veraldlega sviðinu, hvemig gekk í húsnæðismálum hjá þér? — Það var með það, eins og svo margt annað í Bandaríkjunum, að ég fór bara dag nokkum og festi kaup á húsi. Það var einfalt og gekk greiðlega, strax þegar ég hafði greitt fyrstu útborgunina, sem var stillt i hóf. Svo borgaði maður húsið með jöfnum mánaðarlegum greiðsl- um. Nokkm síðar vildum við skipta um hús, og þá lét ég gamla húsið upp í, ekki ósvipað og maður getur nú keypt nýjan bíl hér heima með því að láta þann gamla upp í. Það sama gerði ég svo aftur nokkmm ámm síðar, þegar okkur langaði í nýtt hús í betra umhverfi. Þannig eign- aðist ég samtals þrjú einbýlishús þarna úti á nokkmm ámm, og allt gekk þetta ágætlega. — Þú minntist á það um daginn, að þú hefðir átt skemmtisiglingabát þama. — Já. Upphaflega keypti ég gamlan siglara, sem ég gerði upp sjálfur, og fór oft á honum um helgar og í öðyum fríum. Hann var mjög góður og skemmtilegur bótur. Síðar eignaðist ég svo ásamt öðmm manni skemmtisiglingsnekkju, ekki ósvipaða og þú hefur kannski séð i sjónvarpsþættinum „Sea Hunt”, með stórri vél og aflmikilli. Yfirbyggingineða „brúin” er nokk- uð há, og... — Já, og hvað? — Ég man eftir einu atviki, sem líður mér seint úr minni. Við vomm þá að sigla úti fyrir ströndinni um kvöld. Ég var þá ekki við stýrið, heldur eitthvað að gera afturí , en ákvað svo að fara upp í brú. Þegar ég var á leiðinni upp stigann, tók báturinn skyndilega snögga beygju, sem ég hafði ekki búist við, og ég vissi ekki fyrr en ég hentist langt út á sjó og auðvitað í bólakaf. Út af fyrir sig var það allt í lagi, því sjórinn er þarna vel volgur, og maður dembdi sér oft þar ó bólakaf að gamni sínu... en þetta var nú samt sem óður ekki mjög þægilegt. Fyrir það fyrsta, þá var þetta að kvöldlagi, og því kannski erfitt að finna mig, en við vomm það langt frá landi,að ógemingur sýndist mér að ætla að synda þangað, og svo var annað verra, sem mér kom strax í hug, þegar ég fór að sprikla, — helvítis hákarlarnir — því um þá hafði maður heyrt margar ó- skemmtilegar sögur. Ég fylltist því strax hræðslu við þá og reyndi hvað ég gat að halda löppunum ofansjáv- ar. En það reyndist ekki auðvelt. Sem betur fer höfðu þeir, sem vom við stjómina á bátnum, strax orðið varir við breytt þyngdarhlutföll í bátnum, og þegar þeir leituð orsak- anna, komust þeir þegar að hinu sanna: Sverrir var farinn að svamla í sjónum! Sem betur fer höfðu þeir góð leitarljós og fundu mig mjög fljótlega og höluðu mig um borð — óétinn! Þótt vel færi í þetta sinn hefur það ekki liðið mér úr minni, og gerir sennilega aldrei... og hákarl- amir urðu þarna af lostætum bita. Mér sýnist, að þú sért ekki alveg sloppinn fró þeim enn þann 'dag í dag, Sverrir. — Þú átt við öðmvísi hákarla, Guðmundur minn. Það em karlar, sem ég get séð og barist við. Ég er ekkert hræddur við þá. — Nú, jæja. Hvar og hvemig endaði svo þetta ævintýri þitt í Ameríku? — Það endaði ó sama stað og það hófst. Það var árið 1962 sem við hjónin slitum samvistum.Ég seldi því fyrirtækið ásamt öllum tækjum og hélt heim til gamla íslands, í stutta ferð. Þá kynntist ég núver- andi konu minni, og ákvað að flytja heim. — Hvað óttir þú mörg böm í fyrra hjónabandi? —Við áttum 4 böm, Jennifer, Svönu, Diane og Stephen, sem ler þeirra elstur, nú 27 ára gamall. Og þú hefur ekki getað haldið afc þér höndum, þegar hingað kom? — Nei, það er eins og í gamla daga. Mig klæjar í hendurnar að gera eitthvað. Og þegeu- maður hefir staðið í margskonar athafnalífi um ævina, þá er ekki svo auðvelt að hætta því snögglega. — Hvað gerðirðu meira en að selja mönnum sand, úti? — Það var nú aðallega mitt verksvið þar og að sjá um fram- kvæmdir í vegalagningu o.s.frv. Annars kom ég víða við í minum frístundum. Ég var t.d. fjórum sinnum kosinn formaður í slendinga- félagsins þar, ég var meðal stofn- enda og síðar framkvæmdastjóri „Community Music Theater ot Long Beach”, eiginkona mín og ég vorum í stjórn „Long Beach Civic Light Opera Association”, þá var ég um tíma blaðafulltrúi fyrir islensku fegurðardísirnar í Alþjóða fegurðarsamkeppninni, formaður Blóðbanka kirkjustofnunar á staðn- um, nefndarformaður skáta o.fl. —Sverrir er nú giftur Andreu Þorleifsdóttur, fyrrverandi flug- freyju ogbúa þau eins og áður er sagt að Kvisthaga 14, þar sem Sverrir dvelur við andlegar „innhverfar hugleiðingar” og líkamlegar „út- hverfar hugleiðingar” með ófyrir- sjáanlegum árangri, bæði fyrir hann — og okkur. KARLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.