Vikan


Vikan - 06.01.1977, Side 36

Vikan - 06.01.1977, Side 36
Hver er Sverrir Run. En Sverrir er ekki fylgjandi neinum höftum né haftastefnum, hvorki í vegalagningu né stjóm- málum. Hann er því einlæglega samþykkur, að allir vegir séu öllum færir — haftalaust. — En ég renni mér samt yfir allar holur með bros á vör, — segir hann. — Þær eru aðeins til að skerpa athyglina — og til að sýna mönnum fram á að undir yfirborðinu milli haftanna sé alvara lifsins. Jafnvel þótt rigning fylli holurnar og forin geri þær ógreini- legri má maður ekki láta blekkjast. Sumir vilja heldur fara ofan í hverja holu og hossast á lífsleiðinni — en aðrir gefa bara meira gas og fleyta sér ofaná höftunum. En fjaðra- útbúnaðurinn þolir ekki slíkan akstur til lengdar. Þessvegna er það mitt viðfangsefni, að allar holur og höft séu bannfært jafnt i vegalagn- ingu og í stjómmálum. — Hvar hefirðu í rauninni fengið þína þjélfun sem vegagerðarmaður? spurði ég Sverri, þar sem ég sat í. vistlegri stofunni hjá honum að heimili hans að Kvisthaga 14 og gæddi mér á kaffi með kökum, sem hann hafði boðið mér. — Hana fékk ég ,,the hard way”, þegar ég rak mitt eigið verktakafyrirtæki í Califomíu. Þar vom engin höft — og þessvegna engar holur, sagði Sverrir og hló. Þar sem höftin em, þar má búast Sverrir ásamt núverandi konu sinni, Andreu Þorleifsdóttur. Rabbað við Sverri Runólfsson um það sem hann segir að hafi verið ,,dásamlegt ævintýri frá upphafi til enda.” Lífið hefur verið honum sannkallaður ,,dans á rósum” allt frá því að hann fór að syngja í sveitasælunni hér heima á íslandi. Framkvæmdaþráin hefur að miklu leyti stjómað lífi hans, og létt og glaðvært skapferli hefur ávallt rennt honum léttilega yfir allar smáholur í veginum. Það er haft fyrir satt, að Sverrir Runólfsson hafi búið til vegarspotta uppi á Kjalamesi, sem almennt er nefndur „Sverrisbraut.” Það er einnig fullyrt, að í þessum vegarspotta séu nokkrar smáholur, sem tálmi umferð um veginn. En ég fullyrði, að þetta er ekki rétt. Þð eina, sem Sverrir gerði við þennan vegarspotta, var að hann setti á hann nokkur höft milli hola, og það er ekki sanngjöm skoðun að ásaka hann fyrir þær holur, sem á milli haftanna em. Við skulum heldur líta á það sem vel er gert. Hann hefur óneitanlega byggt upp höftin og þar með sannað, að holumar séu óæskilegar. Og ef engin höft hefðu verið lögð í veginn fyrir Sverri, hefði hann að eigin sögn getað haft hann með miklu fleiri höftum, eða nánast samfelldum, þannig að vegfarendur hefðu varla tekið eftir holunum. Því að svo þétt og mörg er hægt að hafa höft, að holumar hverfi gjörsamlega og höftin verði þannig sammfelld. Gott skap hefur ulltuf fleytt honum yfir stærstu holuraar. »* $%*

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.