Vikan


Vikan - 10.02.1977, Page 3

Vikan - 10.02.1977, Page 3
að kaupa bíl? FORD (Englond) Umboð: Sveinn Egilsson hf., Skeifunni 17, simi 85100. Fyrirtækið hefur umboð fyrir alla Fordbíla, hvort sem er frá Banda- ríkjunum, Englandi eða Þýskalandi. Við nefnum aðeins mest seldu gerðirnar hér, en um aðrar upplýsingar skulu menn snúa sér beint til fyrirtækisins. CORTINA. Bygging Cortinunnar hefur að miklu leyti haldið sér í mörg ár, en þægindi hafa alltaf faríð vaxandi. Cortinan er fáanleg 2ja og 4ra dyra, dýrari afbrigðin eru með stærri vél, og hægt er að fá bíla með handskiptingu eða sjálfskiptingu eftir vild. Verðið er frá kr. 1.845.000 til 2.475.000 eftir útsetningu. ESCORT er aðeins minni bíll, hentar betur barnfáum fjölskyldum. Þessi tegund hefur að jafnaði minni vél en Cortinan, en er jafnframt léttari. Verð frá kr. 1.340.000. Vikan hefur prófað CORTINA og CAPRl frá FORD, og birtust niður- stöður í 52. tbl. síðasta árs, ennfremur segir frá ESCORT 1600 í 1. tbl. þessa árs og FORD GRANADA í 16. tbl. '76. V0LV0 (Svíþjóð) Umboð: Veltir hf., Suðurlandsbraut 16, sími 35200. Þeir bjóða yfir 20 gerðir og útsetningar af fólksbílum, sem flestir eru fáanlegir sjálf- skiptir og sumir aðeins þannig. í ódýrasta flokki er gerð 66. sem mun kosta frá kr. 1.840.000 til ca. 1.940.000 eftir vélarstærð og annarri útfærslu. Þessi gerð hefur svo- kallaða variomatic skiptingu, en með henni þarf ekki að skipta um gir í áframakstri. Það er sennilega alkunnugt, að Volvo leggur sérstaka áherslu á allt öryggi í byggingu bifreiðarinnar, og má þar nefna dekk, sem sýna ákveðin merki við slit, framljós með þurrkum, eftirgefanlegt stýri og sérstaka yfirbyggingu, sem á að verja farþega höggi. Model 343 er einnig sjálfskiptur, þ.e.a.s með vanomatic skiptingu, 3ja dyra og með stærri vél. Verð kr. 2.300.000 Model 242, 244 og 245 eru öll stærri, með aflmeiri vél og venjulegum gírkassa, fáanleg sjálfskipt eða ekki, verð frá kr. 2.832.000 til 3.500.000 eftir útfærslu og vélarstærð. Model 264 er aftur í lúxusklassa, bæði hvað snertir útlit og vélarstærð, enda er hann þeirra dýrastur, eða kr. 4.000.000 og þar yfir. Vikan hefur prófað Volvo 343, og birtust niðurstöður í 46. tbl. siðasta árs, ennfremur er sagt frá Volvo 242 í 14. tbl. 1976 og frá Volvo 66 í 23. tbl. ”76. LADA (Rússlandi) Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Suðurlandsbraut 11. sími 38600. FORD BRONCO er alhliða sport- og torfærubifreið, létt og þægileg 1 LADA-VAZ, 4ra d.vra fólksbíll. Verð kr. 1.051.000 til 1.231.000 (Topas). stýri, verð frá kr. 3.450.000. Stationgerð kr. 1.116.000.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.