Vikan - 10.02.1977, Síða 5
AUTOBIANCHI (ítalía)
Umboó: Sveinn Björnsson & Co., Skeifunni 11, simi 81530.
Þgar SAAB umboðið ákvað að bjóða fram smábíl, þá varð AUTO-
BIANCHI fyrir valinu. AUTOBIANCHI er ítalskur að gerð. Hann er
framhjóladrifinn og hefur 4,5 m beygjuradíus, þannig að mjög auðvelt
hlýtur að vera að aka honum í mikilli umferð. Verðið er kr. 1.133.000
með ryðvörn og skrásetningu.
Alit bílaprófunar Vikunnar á AUTOBIANCHl birtist í 10. tbi. ’76.
SAAB er sænskur að uppruna, vel þekktur hér á land-i og mun kosta
frá kr. 2.444.000 til kr. 3.165.000, allt eftir útsetningu á ýmsan hátt.
Innifalið í verði er ryðvörn og skrásetning.
Vikan prófaði SAAB 99, og birtist niðurstaðan í 44. tbl. ’76.
A.M.C. (Bandaríkin)
Umboð: Egill Vilhjálmsson hf., Laugavegi 118, simi 22240.
AMC HORNET. Bandarískur. verð frá kr. 2.620.000 til 3.000.000 eftir
vélarstærð og annarri útfærslu.
CJ5. Hinn sígildi jeppi frá JEEP CORPORATION.
CJ7. Heldur rúmbetri en CJ5, verð frá 2.630.000.
WAGONEER. Fjölskyldubíll til ferðalaga. Undirvagn allur mjög
styrktur. Verð frá kr. 3.500.000 til 4.018.000.
CHEROKEE. Gæddur sömu eiginleikum og WAGONEER, sama verð.
LANCER CELESTE. Japanskur bíll, verð 1.460.000 til 1.550.000 eftir
útfærslu.
OPEL (V-Þýskaland)
Umboð: S.I.S., Armúla 3, sími 38900.
Fáanlegur í mörgum útsetningum, þar sem KADETT virðist ódýrastur
(ca. kr. 1.590.000). Síðan er ASCONA, MANTA og RECORD, hver með
sínu lagi og með mismunandi vélastærðum.
SKODA (Tékkóslovakía)
Jöfur hf., Auðbrekku 44—46, sími 42600, hefur umboð fyrir SKODA-
bifreiðir, en bæklingar um árgerð '77 voru þar ekki til og engar
upplýsingar um þá bíla, þegar blaðið fór I prentun. Er mönnum því
bent á að hafa beint samband vlð umboðið.
GALANT. Einnig japanskur, verð kr. 1.900.000.
AVENGER. Enskur bíll, hét áður Sunbeam, mikið endurbættur á allan
hátt. 4ra dyra með 1598 cc vél. Verð frá kr. 1.620.000.
CITROEN GS CLUB 1220 (Frakkland)
Umboð: Globus hf., Lágmúla 5, sími 81555.
Vélin í Citroen GS er 1222 rúmsentimetrar 59 ha DIN við 5750
snúninga, snúningsvægi 8.9 mkg DIN við 3250 snúninga. 4 gírar
alsamhæfðir, gólfskipting, framhjóladrif. Sjálfstæð loft-og vökvafjöðr-
un á öllum hjólum með sjálfvirkum hæðarjafnara. Tvöfalt hemlakerfi,
sjálfstillandi eftjr hleðslu, diskahemlar á öllunt hjólum, Tannstangar-
stýri. Verð frá kr. 1.890.000.