Vikan


Vikan - 10.02.1977, Side 16

Vikan - 10.02.1977, Side 16
við Hallarmúla, bak við Hótel Esju, sími 81588. Verslið þar sem úrvaliö er mest og aðstaöan best. Cinguaphone Þú getur laert nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæf ileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. Paydovu, Mök>s [Qaa ELst-cjs, _ \'cuudrobu£ s'ourvVt& ÍCÁ ?" LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljoófærahús Reykjavikur- Laugav.96 -sími 13656 verði fyrir alvarlegum bilunum, þá er oft fljótlegt að laga þær. Blm.: Var ekki erfitt að vinna sig upp á toppinn cg verða það sem þú ert í dag? Clark: Nei, ekk r' rir mig. Ef það hefði verið mjög erfitt, þá hefði ég ekki staðið í þessu. En svona í alvöru talað, þá verður sá sem fer út í svona íþrótt, sem og aðrar íþróttir, að hafa tilfinningu fyrir því, sem hann er að gera, og það verður að vera menni eðlilegt að gera hlutina, og áhuginn verður að vera óskaplegur. Blm.: En er þá ekki erfitt að halda sér á toppnum, eftir að komið er þangað? Clark: Það getur verið erfitt, ef allt gengur á afturfótunum hjá manni. Ef bíllinn bilar oft í röð, eða ef hann veltur, þá fer maður að hugsa um, hvort rétt sé að fara að hætta þessu. En þegar allt gengur vel er mjög gaman og þá er ekki svo mikið hugsað um, hvort maður sé orðinn valtur á toppn- um. Blm.: Hefurðu einhvern tíma orðið hræddur? Clark: Nei, en ég hef lent í óhöppum, velt og ekið á, og þá hef ég stundum orðið hræddur eftir á. En ef ég yrði hræddur í akstri, væri eins gott að vera heima og koma ekki nálægt þessu. Blm.: Hvers konar dekk líkar þér best við, mjó eða breið? Clark: Ég nota alltaf eins breið dekk og ég get, nema i snjó eða á mjög mjúkum vegi, þar er best að nota mjórri dekk. En ég tel, að eftir því sem dekkin eru breiðari hljóta þau að grípa yfir stærra svæði og þá betur. Þetta verkar vel á kappakstursbílum, og þá sé ég ekki ástæðu til þess, að það ætti að koma illa út á rallybíl. Blm.: Er mikill munur á að t keppa í Bretlandi eða til dæmis í Afríku? Hemlahlutir i flestar gerðir bifreiða frá Japan og Evrópulöndum HJidSSIr h Skipholti 3S Simar: 8 13 50 verilun 8 13-51 verkstæði 8 13 53 skrifstota Clark: Já, i Bretlandi eru sér- leiðirnar stuttar, og ökumaðurinn veit ekkert um þær fyrirfram, en í Afríku eru alltaf æfingar fyrirfram, svo maöur veit alltaf, hvert maður er að fara og þekkir veginn nokkuð vel. I keppnum í Afríku geta sérleiðirnar orðið allt að eitt hundrað mílur á lengd, en í Bretlandi eru þær oftast ekki nema tíu mílur. Blm. En hvað með hraðann, er hann meiri eða minni í Afríku heldur en í Bretlandi? Clark: Það er upp og ofan með það, ég held að hraðinn sé mjög svipaður, ef á heildina er litið. Blm.: Hefurðu keppt mikið í snjó? Clark: Já, ég hef keppt nokkuð mikið í snjó, og mér gengur alltaf vel í snjó. Blm.: Hefur þér tekist að vinna Monte Carlo? Clark: Nei, en ég hef lent í 3., 4., 5. og 6. sæti, að mig minnir. Escorinn er í rauninni ekki nógu hentugur í Monte Carlo. Escortinn er frekar gerður fyrir vonda og erfiða vegi, en ekki langa og beina einsog í Monte Carlo.Monte Carlo er meira fyrir bíla eins og Lansia Strados og hálfgerða kappakst- ursbíla. Blm.: Ég heyrði um rally í Finnlandi, þar sem sérleiðirnar voru kallaðar Grand Prix, vegna þess hve mikill hraði var á þeim og vegirnir beinir og góðir. Varst þú með í þeirri keppni? Clark: í Finnlandi, guð minn góður nei, ég var sem betur fer ekki með þar. Blm.: Hefurðu einhvern tíma keppt í Finnlandi? Clark: Já, ég kom þangað fyrir fimm árum. Stærsti gallinn við að keppa í Finnlandi er sá, að það þarf að æfa sig svo óskaplega mikið fyrir keppnir þar. Það tekur það langan tíma, að það er á mörkunum að það borgi sig. Blm.: Hefurðu lent oft í óhöpp- um og skemmt bílinn í keppnum? Clark: Við höfum átt okkar slæmu daga, en sem betur fer hefur það ekki komið fyrir oft. Blm.: Nú sá ég mynd af bílnum 16VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.