Vikan


Vikan - 10.02.1977, Síða 17

Vikan - 10.02.1977, Síða 17
þínum síðasta vor, þar sem hann stóð fyrir utan veg, allur beyglaður eftir veltu. Clark: Það brotnaði framhjóla- spyrna, og við rúlluðum, það var hálf andstyggilegt. Blm.: Hefur þú aldrei meitt þig í keppni? Clark: Nei, sem betur fer hef ég ■alltaf ^loppið og aðstoðarmaður- inn einnig. Blm.: Geturðu hvílt þig á milli sérleiða? Clark: Ég hvíli mig alltaf og læt aðstoðarökumanninn aka á ferju- leiðunum. Blm.: Geturðu sofnað? Clark: Já, ég sofna alltaf. Þetta eru fimmtán til tuttugu mínútur, og ég get alveg steinsofnað. Blm.: Er tíminn á sérleiðunum alltaf svo naumur, að útilokað sé að ná á réttum tíma á tímastöð? Clark: Ef það er settur einhver lágmarkstími, þá er hann alltaf svo lágur, að það á að vera ómögulegt að ná honum. Blm.: Finnst þér rally hafa þróast í þá átt, sem þú áttir von á, þegar þú varst að byrja að keppa? Clark: Nei, það' hefur þróast miklu betur en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir. i dag eru þetta orðnar stórar og viðamiklar keppnir, og það eru ýmis fyrir- tæki, sem leggja mikla peninga í þetta, sem maður bjóst ekki við áður. Nú var komið með kaffi handa mér og te handa Clark, og við hvíldum segulbandið. Við sötruð- um í okkur drykkina, og ég notaði tækifærið að virða fyrir mér viðmælanda minn. Hann er farinn að grána ansi mikið, hann var mjög brosmildur og hló mikið og oft. Mér var farið að lika mjög vel við hann, það var ekki til í því, að hann væri með stæla eða væri að monta sig. Ég sýndi honum að sjálfsögðu Vikuna, og hann skoðaði hana vel og vandlega, og mér virtist honum lítast bara vel á hana. Svo dró ég upp leiðabókina mína, og hann skoðaði hana lika, með áhuga og fannst hún vel unnin. Hann sýndi Íslandi mikinn áhuga og var alveg til í að koma hingað og keppa í rally, ef við gætum haft um tvö þúsund kílómetra langt rally og fengið hraðanum breytt. Ég sagði honum sögu íslensks mótorsports, sem ekki er löng, en hann taldi, að við hefðum farið rétt að til að koma hlutunum af stað. En nú vorum við búnir úr bollunum, og segulbandið tók að snúast á ný. Blm.: Ert þú eitthvað viðriðinn þennan rallyskóla, sem John Tailor er með? Clark: Ég hef alltaf verið of önnum kafinn til að hafa tíma fyrir skólann, en ég hef verið orðaður við hann í einstaka tilfellum. Blm.: Heldur þú, að betra væri að hafa eingöngu standard bíla í rally, eins og koma frá verksmiðju, í stað þess að vera með alla þessa sérbyggðu bíla? Clark: Nei, ég held, að það væri mjög slæmt, því fólkið kemur til að sjá kraftmikla og hávaðasama bíla, og ég held, að ef ég ætti að fara keyra Escort 1300 standard í rally, þá væri ekki mikið gaman lengur. Blm.: Þegar þú ert kominn með þinn sérbyggða Escort í rally, þá er sá bíll langt frá því að vera það sama og þeir bílar,,sem venjulegt fólk kaupir." Clark: Það er rétt að sumu leyti, en þó er margt það samá [ þessum bilum, þótt vél og gírkassi séu ekki eins. Blm.: Hvað finnst þér um Grand Prix og allt, sem gengur á hjá þeim? Clark: Fyrsti hringurinn er alltaf svolítið skemmtilegur, en svo fer mér að leiðast. Þar að auki finnst mér G.P. allt of hættulegt. Blm.: Ef þú hefðir tækifæri til að skipta yfir í G.P., mundirðu taka því? Clark: Ég átti kost á því, en ég hafnað boðinu, og ég hef aldrei séð eftir því. Þegar sport verður eins hættulegt og G.P. þá finnst mér það ekki vera sport lengur. Svo gæti ég heldur ekki bara ekið og ekkert gert annað. Blm.: Ekurðu bara fyrir ánægj- una? Clark: Já. Ef svo væri ekki, væri ég ekki á toppnum. Blm.: Hefurðu einhver önnur áhugamál en rally? Clark: Já, ég keppi á hraðbát- um, þegar ég hef tíma. Það er mjög líkt rally að mörgu leyti, nema maður verður alveg hund- blautur. Svo á ég einkaflugvél og nota hana mikið. Það er Cessna 180, og ég nota hana oftast til að komast í rally. Mér finnst gaman að öllu, sem eitthvað hefur með vélar að gera. Blm.: Ertu giftur? Clark: Já, og á tvo syni, þriggja og sex ára. Blm.: Eru þeir ekki með rally- dellu? Clark: AHt sem hreyfist eða er hávaðasamt vekur áhuga hjá þeim. Blm.: Hvað segir konan þín, þegar þú ert sífellt að þvælast um og keppa? Clark: Ég hef nú keppt í tuttugu ár, en er bara búinn að vera giftur í tíu ár, svo að hún vissi alveg að hverju hún gekk. Blm.: Nú hlýtur að vera mjög erfitt að vera fjölskyldumaður og stunda svona vinnu. Clark: Það er mjög erfitt stund- um, ég er bæði lengi og oft að heiman, en ég reyni alltaf að taka konuna með, ef það er nokkur leið. Blm.: Hefurðu nokkuð hugsað um, hvenær þú munir hætta að keppa? Leyndarmálið hefur kvisast ut ffram Nú vita allir aö FRAM loftsian dregur úr óþarfa bensíneyðslu Venjuleg vél brennir 6000-8000 litrum af lofti a móti einum litra af bensini. Þaö fer mikiö loft i gegnum loftsiuna og betra að hafa hana hreina. Stifluð sia virkar sem innsog-og afleiðing meiri bensineyðsla. iFRRM loftsiur i alla bila! SVERRIR ÞORODDSSON &Co Fellsmúla 24-26 (Hreyfilshúsinu) Sími 82377 Clarks 6. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.