Vikan


Vikan - 10.02.1977, Blaðsíða 28

Vikan - 10.02.1977, Blaðsíða 28
Nýr bfll VOLVO Litli sjálfskipti Volvobillinn Innlegg í lækkun rekstrarkostnaðar Lítill, nettur og haróur af sér. Sjálfskiptur (variomatic). 4 cyl. vatnskæld vél. 47 eöa 57 ha vél. Volvo öryggisbúnaður. Volvo 66 sameinar sparneytni, öryggi, þægindi og gæði. Árs ábyrgð (án tillits til ekins km. fjölda). Suðurlandsbraut 16 Reykjavík Simi 35200 ! stýfishjólið. Þessi vera sneri andlit- inu eitt stutt augnablik frá dimmu skutsins og að ljósi, og ég sá, að augun, sem litu á mig, glóðu með daufri, grænni birtu. Ég vissi ekki þá, að rauðleitt skin að minnsta kosti er ekki óalgengt í mennskum augum. Þetta kom mér fyrir sjónir sem algerlega ómennskt fyrirbæri. Þessi svarta vera, með eldleg augu, sneiddi hjá öllum full- þroska hugsunum og tilfinningum mínum, og augnablik komu skelf- ingar bernskunnar aftur upp í huga mínum. Síðan hurfu áhrifin eins og þau höfðu komið. Álappalegur, dökkur maður, sem var á engan hátt mikilvægur, hékk yfir borð- stokknum i stjörnubirtunni, og þá tók ég eftir því, að Montgomery yrti ó mig. ,,Ég er að hugsa um að fara þá í rúmið,” sagði hann, ,,ef þér eruð búnir að fá nóg af þessu.’ Ég svaraði honum út í hött. Við fórum niður, og hann bauð mér góða nótt við dyrnar á káetu minni. Þessa nótt dreymdi mig mjög ógeðfellda drauma. Minnkandi tunglið kom seint upp. Tunglsljósið kom í hvítum geisla gegnum káetu mina og bjó til óheillavæniega mynd á plönkunum við koju mína. Svo vöknuðu hundarnir og fóru að gelta og góla, svo að draumar mínir urðu breytilegir, og mér kom varla dúr á auga, fyrr en birti af degi. Maðurinn, sem átti engan samastað Snemma morguns — Það var annan morguninn eftir að ég hafði náð mér, og ég held þann fjórða eftir að mér var bjargað — vaknaði ég af ruglingslegum draumum, draumum um byssur og æpandi múg, og heyrði hrópað hósum rómi uppi yfir mér. Ég neri augun, ló og hlustaði á hávaðann og var um stund í vafa um, hvar ég væri. Síðan heyrði ég, að einhver gekk um berfættur, að þungum hlutum var kastað til, og skrölt og glamur i keðjum. Ég heyrði gjálfrið í vatninu, þegtir skipinu var skyndilega snúið við, og löðrandi gulgræn alda skall á litla kringlótta glugganum og rennvætti hann. Ég flýtti mér í fötin og fór upp á þilfar. Þegar ég kom upp stigann sá ég bera við rauðan himininn — því að sólin var einmitt að koma upp — breitt bak og rautt hár skipstjór- ans, og yfir öxl hans sá ég púmuna, þar sem hún hékk í kaðli frá bómunni ó afturmastrinu og hring- snerist. Vesalings skepnan virtist vera dauðhrædd og hnipraði sig saman á botni litla búrsins síns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.