Vikan


Vikan - 10.02.1977, Qupperneq 51

Vikan - 10.02.1977, Qupperneq 51
Reynsluakstcir q þverofnam hjólbörðum NEYTENDABLAÐ ÁSTRALÍU (THE JOURNAL OF THE AUSTRALIAN CONSUMERS ASSOC/A T/ON) STÓÐ NÝLEGA FYR/R REYNSL UAKS TRIÁ RVEROFNUM HJÓBÖRÐUM, SEM HA FA Í A UKNUM MÆLI KOM/Ð Á MARKAÐINN Á UNDA NFÖRNUM ÁRUM. HÉR FER Á EFTIR LAUSL EG ÞÝÐING OG ÚRDRÁTTIR Á RESSAR/ KÖNNUN BLAÐSINS: TIL HVERS ERU ÞVEROFNIR hjólbarðar? Þverofnir barðar hafa ýmsa kosti framyfir krossofna barða eða aðrar gerðir. Hinar helstu eru: Langlífi. Það fæst með þessari þverbyggingu barðans. Þeir eru mýkri á langveginn, og hliðar barðans verða einnig eftirgefan- legri. Hitamyndun barðans við akstur hefur mikið að segja í þessum efnum, en þverofnir barð- ar mynda minni hita heldur en aðrar gerðir. Sparneytni. Þverofnir barðar eru settir á bifreiðar í sparakstri. Það er gert vegna minni mótstöðu þeirra gegn snúningi. Almennt notagildi. Notagildi þeirra við hemlun og í beygjum fer langt fram úr öðrum börðum einkum í bleytu. Viðnám þeirra við hliðar- veltu á vegi er betra, þó sérstak- lega á stálofnum börðum, þar sem stálbeltið í slitlagi og eftirgefan- legar hliðar gefa mjög gott hjóla- grip- Springa sjaldnar. Grópamynstur og stálþráðurinn í slitlagi samein- ast um að gera baröana ónæmari fyrir aðskotahlutum en flestar aðrar tegundir barða. Þvínæst er lýst undirbúningi reynsluakstursins og ýmsum vandkvæðum við framkvæmdir, svo og kostnaði. Sagt er frá því, að reynslutíminn hafi tekið sex mánuði og kostaö um $ 4000. Hjólbarðarnir voru keyptir í versl- unum, sem settu baröana undir og jafnvaégisprófuðu hvert hjól um leið með elektrónískum að- ferðum. Síðan greinir frá verði í dollurum, hvaða stærðir voru keyptar og sagt frá kostnaði við að setja hjólbarðana undir. Þar næst er greint frá þeirri ábyrgð, sem framleiöendur taka á nýjum börð- um, og að lokum taldar upp þær ástæður, sem komu þeim til að fá fjórtán leigubíla frá leigubílastöð í borginni Sydney til að fram- kvæma þessa prófun. Prófunin var framkvæmd undir ströngu eftirliti manna frá blaðinu, hjól voru mæld (fjarlægð milli hjóla) ákveðinn þrýstingur (28 psi) var hafður í hverju hjóli, og ökumenn komu til rannsóknarstöðvar blaðs- ins einu sinni í viku til eftirlits og til að fylla út spurningalista um barðana. Síðan er lýst ýmsum smærri framkvæmdaatriðum og örðugleikum, sem varð að yfir- stíga. Að lokum komast þeir að eftirfarandi niðurstöðum: Búast má við betri endingu þverofinna barða, sem þó eru mismunandi eftir gerðum. Bestu tegundirnar þoldu allt að 100.000 kílómetra akstur, miðað við um 30.000 km hjá öðrum gerðum (ekki þverofnum). Venjulegur ökumaður ekur um 16.000 til 20.000 km á ári hverju, og þannig gæti þverofinn barði enst í um tvö ár framyfir aörar tegundir. Þeir segja, að aldur nýrrar bifreiðar hjá fyrsta eiganda sé að meðaltali um fimmár, og þannig gætu þverofnir barðar hæglega dugað allan þann tíma. Þó ber að geta þess, að öll hjól þurfa nauðsynlega að vera rétt stillt, ekki síst þar sem vegir eru ekki fyrsta flokks, og allur akstur þarf að vera þannig, að ekki reyni um of á barðana. Það kom einnig í Ijós, að frambarðar slitn- uðu meira en afturbarðar, jafnvel þótt nákvæmlega væri farið eftir öllum reglum um hjólastillingar, og munaði þar stundum miklu eftir tegund bifreiðar. Meöalmismunur á sliti aftur- og frambarða reyndist samt um 15000 km, sem fram- baröar slitnuð verr en fór allt niður í 5000 km á KLEBER-börðum og reyndist ómælanleg á PIRELLI og MICHELIN börðum, en þar reynd- ist erfitt að mæla slíkt slit vegna grópamynsturs þeirra. Niðurstöður þessara rannsókn- ar voru þessar: Þeir mæla helst með eftirfarandi tegundum þver- ofinna barða: KLEBER V12 (Bestu kaupin) BRIDGESTONE RD 170V-2 BRIDGESTONE RD 201 CONTINENTAL TS-771 Síðan er tekið fram við væntan- lega kaupendur, að mismunur milli tegunda að öðru leyti sé ekki það mikill, að það hafi neina úrslitaþýðingu, heldur hafi þessi reynsla aðallega skorið úr um það, hvaða tegundir barða hafa besta endingu og reynist því ódýi»a6tir miðað við hvern ekinn km. (Ann- að gæti hugsanlega orðið uppi á teningnum hér á landi, miðað við verð). Ástralska blaðiö mælir eindreg- ið með því, að keyptir séu fimm barðar af sömu gerð, því að ógerlegt sé að nota varadekk meö ööru mynstri. Síðan leggja þeir enn áherslu á að halda mælingu milli framhjóla ávallt réttri, og þaö þarf að athuga oft, þvi röng stilling getur hæglega eyðilagt nýjan barða á nokkrum dögum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.