Vikan


Vikan - 24.03.1977, Qupperneq 3

Vikan - 24.03.1977, Qupperneq 3
inað en styrjöld __ Kjarval málaði þessa mynd af mér rúmlega tvitugum. Þé var ég með Lif og list. __ Ég lét skíra krakkana til kaþólskrar trúar og el þnu upp í þeirri trú. Pressa þau þó ekki. __ Það er komið eitthvert helvitis snobb i þetta. Það er slæmt. samur hér, segir Steingrímur, en ég get ekki annað en dáðst að því, hvernig hann fer að því að finna nokkurn skapaðan hlut í þessari á sinn hátt sjarmerandi óreiðu. Boru- legir kjallaragluggar bera harla litla birtu inn, en Steingrimi finnst það ekkert tiltökumál, hann fær næga birtu frá sterkum perum í löngum snúrum, sem hann hengir upp, þar sem hann vill fá birtu hverju sinni. Úr miðju loftinu hangir skipslugt, og nokkur kerti auka á stemmning- una. Myndir eru út um allt, sumar enn i mótun. — Ég er að undirbúa næstu sýningu, segir Steingrímur, 33. sýningu mina. Það verður 70 mynda sýning í Eden um páskana. Selfoss og nágrenni, á hún að heita. Það er eiginlega orðin hefð, eða eigum við að segja óskráður samningur á milli okkar Braga í Eden, að ég sýni hjá honum um páska. Ég virði Braga ákaflega mikils. Annars er ég með litið hérna að sýna ykkur, þetta er út um hvippinn og hvappinn hjá fólki. Ég safna því saman á sýninguna. Stærsta myndin er á trönum, málverk af Völlum í ölfusi, þar sem býr Björn Jónasson. önnur er í mótun, mynd af kletti í Hveragerði. Þarna má einnig sjá tvær konu- myndir, sem Steingrími þykir sýnilega talsvert til koma. önnur heitir þvi einfalda nafni „Kona,” hin nefnist „Einkadóttirin,” báðar málaðar á siðasta ári. — Þessi er hins vegar alveg ný, segir Steingrimur og bendir okkur á tússteikningu af veðurbitnum sjó- manni. Ég fór í róður með Hólmsteini 3., miklu aflaskipi frá Stokkseyri. Þetta er kapteinninn, Öskar Sigurðsson, hefur stundað sjóinn árum saman við suður- ströndina, kjarnakarl, hraustastur allra. Ég teiknaði þessa i lúkarnum, rétt náði að festa hann á blað, meðan hann át kjötsúpuna. Svona karlar hafa ekki tíma til að sitja fyrir. — Þekkið þið annars þennan? Kjarval gerði þessa mynd af mér um tvítugt. Þá var ég með Líf og list. Fín mynd. Síðan bendir Steingrimur okkur á yfirlætislitið plakat innan um ýmsa aðra hluti á einum veggnum. — Þetta er mitt mottó, segir hann: „The war that want go away.” — Af hverju? spyr ég. — Lífið er ekkert annað en styrjöld, segir Steingrimur. Það hefur mér reynst. Sama þó ég reyni að fara með friði, ég lendi alltaf i ___Það er sama þó ég reyni að fara með friði, ég lendi alltaf í striði. Vellir í ölfusi i mótun stríði. Þó helst, þegar ég er hvað friðsamastur. Við tökum nokkrar ljósmyndir, og það útheimtir töluverðar leik- fimiæfingar í þessari stórkostíegu óreiðu. Svo rennum við heim í Hlíðarhaga í Hveragerði. Á leiðinni skoðar Steingrímur landslagið eins og málverk. Lady Lacy 2., bráðfalleg sjö mánaða tík, fagnar okkur vel. — Gjörið þið svo vel, segir Steingrím- ur, þetta er slotið. Og hann sýnir okkur heimili sitt, gömlu kaffistof- una við kulnaða hverinn, með engu minna stolti en venjulegur borgari sýnir nýbyggt 200 fermetra ein- býlishús. Og nú vantar mig kvikmyndavél. Það er ómögulegt að setja Stein- grím á prent. Hann fer um húsið eins og hvirfilvindur, bendir okkur á eitt og annað, og við megum hafa okkur við að missa ekki af neinu. 12. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.