Vikan


Vikan - 24.03.1977, Síða 5

Vikan - 24.03.1977, Síða 5
Við galleríið ú Selfossi. horfir hvasst á viðmælendur sína. öðru hverju brosir hann eldsnöggt og hnussar eilitið um leið. Stundum springur brosið, hlátur hans er eins og gos, og honum lýkur jafn skyndilega og hann hófst. Steingrímur er sérkennilegur maður. Það tekst eftir honum, þar sem hann fer. Klæðaburður og hátternierólíktfjöldanum. Ég spyr hann, hvort hann verði þess ekki samferða í vinnuna. Ég vinn af kappi allan daginn. Stundum fer ég út að mála. Ég ferðast líka mikið. Mér þykir óskaplega gaman að ferðast. — Þú hefur lika ferðast mikið utanlands og jafnvel sýnt í útlönd- um. Hvar kanntu best við þig? — I útlöndum? Líklega Svíþjóð. Svíar hafa alltaf tekið vel á móti mér. Ég var þar síðast árið ’75, sýndi i Galleri Tre Kungar í Kungalv rétt hjá Gautaborg, fékk góða dóma. Ég má koma þangað aftur og sýna. Ég var peningalaus og allslaus, þegar ég kom fyrst til Sviþjóðar, en fékk gott start. Fór að teikna portrettmyndir og vann mér inn peninga, málaði svo og hélt sýningu, og allt gekk vel. Mér líkar vel við svía. — Nú hefurðu verið á kafi í list og listamannalífi meira og minna i yfir 30 ár. Hefur mikið breyst á þessum tima? — Já, það er komið eitthvert helvítis snobb í þetta, og það er vissum mönnum að kenna. — Hverjum? — Það segi ég ekki. En þetta er satt. Og það er slæmt. Listin á ekki að vera neitt pjatt, ekkert snobb. Listin á að vera ,,naturelle.” Það er list í öllu, hvort sem um er að ræða málverk eða Roðgúlssteik. Ég þarf einhvern tima að gefa þér Roðgúls- steik. Hún er frábær. — Hefurðu fengið listamanna- laun? — Aldrei fengið listamannalaun og tel mér það til hróss. — Nokkurn tíma komið til greina, svo þú vitir ? — Jú, en alltaf felldur á einu atkvæði. Og ég veit hver það er. Mér finnst það ágætt. — Hvers vegna ertu á móti lista- mannalaunum? — Ég er ekki á móti þeim sem slíkum. Ég er á móti því, hvernig þeim er skipt hér. Það á ekki að draga menn i dilka. Ég virði Steingrím fyrir mér, þar sem hann situr á móti mér í eldhúsinu í Hlíðarhaga. Hann er klæddur brúnleitum rifflaflauels- fötum, buxurnar eru svolitið rifnar á vissum stað, og að neðan eru þær bryddaðar rósóttu bómullarefni. Um hálsinn ber hann áberandi kross, enda er trúin honum mikið atriði. Leðurpungur hangir í ól um mittið. Hárið er mjög stutt- klippt þessa stundina, og það hefur sitt að segja, að mér finnst yfir- bragð hans allt bjartara. En það stafar áreiðanlega einnig að innan. Steingrímur virðist í meira jafn- vægi en oft áður, ef hægt er að tala um jafnvægi i sambandi við Stein- grim Sigurðsson. Styrjöldin — lífið sjálft — virðist háð með rólegra móti þessa stundina. Þó er hann sjaldan kyrr. Hann talar mikið, hefur alltaf svör, jafnvel spakmæli, á takteinum. Hann I eldhúsinu i Hlíðarhaga. Ég gef lítið fyrir tekk og svoleiðis, segir Steingrímur og lætur vera að fylla hús með húsgögnum. Sko, þetta verðið þið að mynda, sagði Steingrímur, þegar við heyrð- um hófadyn úti fyrir og sáum, hvar slúlka kom riðandi heim götuna uð Hlíðarhugu. Það eru ekki margir, sem bera út bliiðin riðandi. stundum var, að fólk finnist hann hegða sér öðru vísi en það á kannski von á. Hann brosir sinu snögga. — Þá lætur maður sem ekkert sé. K.H. 12. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.