Vikan


Vikan - 24.03.1977, Page 11

Vikan - 24.03.1977, Page 11
aö vera aö spyrja að þessu). En ég er að hugsa um að spyrja þig hérna að öðru. Hvað þarf ég að læra til að verða fóstra? Hvað þarf ég að vera gömul til að komast í Fósturskólann? Hvert á ég að hringja til að afla mér frekari upplýsinga? Jæja, en að lokum, hvernig eiga saman sporðdreki (stelpa) og naut (strákur), en sporðdreki (stelpa) og hrútur (strákur). Vertu þá sæll kæri Póstur og með fyrirfram þökk. Ein heimsk. Brókarsótt er svona frekar ópent orö yfir aö vera ,,fíkinn í kar/mannl kvenmann", eins og svo iag/ega er komist aö oröi í einni ómissandi oröabók.... Lekandi er smitandi kynsjúkdóm- ur, sem getur veriö mjög hættu- iegur og haft i för meö sér aivariegar afieiöingar, sé ekki leitað læknis strax. Hver sem er getur fengiö hann, en þaö fer aö sjá/fsögðu eftir ýmsum atvikum. Lestu nánar um þetta í viöta/inu við Hannes Þórarinsson lækni hér í b/aöinu. Ti/ þess að komast í fósturnám þarftu að vera oröin 18 ára, hafa gagnfræöapróf eða /andspróf og aö auki 5. og 6. bekk framhalds- deildar (Lindargötuskóli). Annars' geturðu fengiö allar upplýsingar hjá skrifstofu Fósturskólans, sími 83866. Sporðdrekaste/pu og nautsstrák er spáö ágætri sam- búð, en hætt er við, aö þú verðir eirðar/aus annaö veifið. Hrútsstrák og sporðdrekastelpu er spáð frekar ófriðsam/egri sambúö. Annars heitir ruslakarfan okkar nú Helga og var nýbúin aö boröa, þegar bréfiö þitt barst. HÚN ER ELDRI Kæri Póstur! Mér datt i hug, að leita ráða hjá þér í viðkvæmu vandamáli. Svo er mál með vexti, að ég er hrifinn af stúlku, sem er 17 ára. Ég dansa stundum við hana á böllum, og hún eralltaf ofsa almennileg við mig, en ég veit ekki, hvort hún er hrifin af mér. Ég er nefnilega bara fjórtán ára ennþá. Hvað finnst þér um svona aldursmun? Hef ég sjens í hana? Konni Þessi aldursmunur geröi ekki nokkurn skapaðan h/ut til, ef þiö væruö bæöi svolítið eldri. En á ykkar aldri er þriggja ára aldurs- munur alltof mikiH, einkum þegar það er stú/kan, sem er eldri. Ég hef ekkinokkra trá á.aöhún hafi áhuga á þér, jafnvel þótt hún sé a/menni/eg. Líttu i kringum þig meða/ jafnaldra. Pcnnaviiiir Helena Siguröardóttir, Heiöarvegi 58, Vestmannaeyjum vill skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 13-14 ára. Geröur Garöarsdóttir, lllugötu 10, Vestmannaeyjum, óskar eftir bréfaskiptum við stráka og stelpur á aldrinum 13-14 ára. Zdenek Brlica, Nerudova 1032, 697 01 Kyjov, Czechoslovakia, langar að komast í bréfasamband við íslendinga. Zdenec skrifaöi bréf og gaf heilmiklar upplýsingar um sjálfan sig. Hann er 28 ára, 180 sm á hæð og 68 kg að þyngd. Hann sendi reyndar mynd með, sem freistandi er að birta, en við viljum síður brjóta gamlar reglur, enda mundi þá trúlega rigna yfir okkur myndum til birtingar í pennavinadálkunum. Zdenec kveðst vera á síðasta ári í tækni- háskóla og hefur ótal áhugamál, svo sem eins og tónlist, Ijósmynd- un, bíla, og ferðalög. Hann vill gjarnan skiptast á póstkortum, tímaritum, hljómplötum, slides- myndum og 8 mm filmum. Hann kveðst munu svara öllum bréfum, sem eru á ensku, þýsku, rúss- nesku, pólsku, tékknesku eða slóvönsku. Denise Wi/liamson, 15 Stafford Rd., Mt Kembla, 2500 Austra/ia, 14 ára gömul óskar eftir pennavin- um. Hún hefurmörg áhugamál og tekur það skýrt fram að hún muni svara öllum bréfum sem berast. Annika Isacson, Ridvágen 20a, 18235 Danderyd, Sweden, óskar eftir pennavinum á aldrinum 14-17 ára. Áhugamál: Frímerkjasöfnun, popptónlist og dýr. Geröur Ólafsdóttir, Bugatúni 8, Tálknafirði og LHja Magnúsdóttir, Felli, Tálknafirði vilja komast í bréfasamband við stráka á aldrin- um 15-18 ára. Áhugamál margvís- leg. Margrét Kristjánsdóttir, Ásgeröi 6, Reyöarfiröi vill skrifast á við stráka og stelpur, 12 ára og eldri. Gæðavörur frá Fermingarföt Úrval af fermingarfötum úr riffluðu flaueli og terylene-efnum. li J? it U cylusturstræti 12. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.