Vikan


Vikan - 24.03.1977, Page 12

Vikan - 24.03.1977, Page 12
The Adventure of Sherk smarter brother íNýja l Þessi mynd er ein af vinsælustu gamanmyndum, sem sýndar voru í Bandaríkjunum á síðasta ári. Hún fjallar um vel þekkt efni, þ.e. leynilögregluna frægu Sherlock Holmes og er farið fremur frjálslega með staðreyndir. Gert er grín að þeirri spennu sem jafnan fylgir leynilögreglumyndum og er myndin að því leyti hliðstæð myndum eins og ,,Blazing Saddl- es"(Grín um kúrekamyndir) og ,,Young Frankenstein" (Grín um hryllingsmyndir). i myndinni koma líka fram þekktir leikarar úr fyrrnefndum myndum m.a. Gene Wilder, Madeline Kahn, Marty Feldman og Tom Deluise. Utanríkisráðherra breta, Red- cliff lávarður, hefur fengið í hendur mikilvæg skjöl frá Viktoríu drottningu. Þessi skjöl varða málefni ríkisins og eru því mjög Sigi Holmes og Jenny Hil/. (Gene Sigi Holmes (Gene Wilder) og Wilder og Madeline Kahn). Orvi/le Sacker, lögregla (Marty Feldman). Gene Wider /eikur Sigi Ho/mes. Madeline Kahn sem söngkonan Jenny Hill. All thePresident Austurbæjarþíó mun á næst- unni sýna myndina ,,AII the Presi- dent's Men", sem farið hefur sigurför um heiminn á liðnu ári. Myndin greinir frá ævintýrum tveggja ungra manna, sem með rannsóknum sínum stuðla að falli bandaríska forsetans. Myndin er raunar nákvæm lýsing hins fræga Watergate-máls, sem upp kom í Bandaríkjunum fyrir nokkrum ár- um, og varð til þess að Nixon forseti sagði af sér. Með aðalhlutverkin í myndinni fara Robert Redford og Dustin Hoffman, en þeir leika blaða- mennina tvo, Bob Woodward og Carl Bernstein. Framleiðandi er Walter Coblenz, en leikstjóri Alan J. Pakula. Myndatakan fór frara að miklu leyti fram í Wasington m. a. í fjármálaráðuneytinu, F.B.I. og í sjálfri Watergate byggingunni. Mikillar nákvæmni var gætt við gerð myndarinnar, sérstaklega í sambandi við tíma. Hvergi var neitt sparað til þess að gera þann þátt sem trúverðugastan. ,,Þeir, sem fara í kvikmyndahús í dag, vita nákvæmlega hvernig 12 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.