Vikan


Vikan - 24.03.1977, Side 22

Vikan - 24.03.1977, Side 22
þeim út, þegar ég fer að verða var við dýrið i þeim, og bráðlega ráfa þeir þangað. Þeir óttast allir þetta hús og mig. Þarna út frá lifir eins konar skopstæling á mannkyninu. Montgomery veit um það, því að hann skiptir sér af málum þeirra. Hann hefur þjáifað einn eða tvo af þeim til þjónustu í okkar þágu. Hann hálfskammast sín fyrir það, en ég held, að honurr liki ekki illa við sum af þessum kvikindum. Það er hans mál, en ekki mitt. Þeir gera mig bara leiðan yfir misheppnan. Ég hef engan áhuga á þeim. Ég imynda mér, að þeir hagi sér í samræmi við reglur þær, sem trúboðinn frá Suðurhafseyjum boð- aði, og líf þeirra er eins konar skopstæling skynsamiegs lífs — vesalings greyin! Til er nokkuð, sem þeir kalla Lögmálið. Þeir syngja sálma um „allt þitt”. Þeir byggja sér grenin sjálfir, safna ávöxtum og slíta upp grös — kvænast jafnvel. En ég get séð í gegnum það allt, get skyggnst alveg inn í sálir þeirra og sé þar ekkert annað en sálir dýra, dýra sem deyja — reiði og lostann af lífinu og fullnægingu sinni.... Samt eru þeir einkennilegir. Flókn- ir, eins og allt annað, sem lifir. Þeir hafa til að bera eins konar viðleitni fram á við, sem er sumpart hégómagirni, sumpart ónýt kyn- hvöt og sumpart fánýt forvitni. Það er einungis eins og verið sé að hæðast að mér... Ég hef dálitla von með þessa púmu; ég hefi unnið af kappi við höfuð hennar og heila....” ,,Og nú,” sagði hann og stóð upp eftir langa þögn, sem ríkt hafði, meðan hvor um sig var sokkinn niður í sínar eigin hugsanir; „Hvað finnst þér núna’ Ertu ennþá hræddur við mig?” Ég leit á hann og sá ekki annað en hvíthærðan mann með hvítt andlit og róleg augu. Að undanskilinni rósemi hans og þeirri fegurð, sem stafaði af settleika hans og ró og hinum glæsilega líkamsvexti, hefði honum engin sérstök athygli verið veitt í hópi hundrað annarra rólegra, gamalla manna. Svo fékk ég skjálfta. Sem svar við annarri spumingu hans rétti ég honum sína skammbyssuna með hvorri hendi. „Haltu þeim,” sagði hann og geispaði. „Þú hefur nú átt tvo viðburðarríka daga,” sagði hann. „Ég mundi ráðleggja dálítinn svefn. Mér þykir vænt um, að allt liggur ljóst fyrir. Góða nótt.” Hann virti mig fyrir sér augna- blik og fór svo út um innri dyrnar. Ég sneri strax lyklinum í ytri hurðinni. Ég settist niður aftur, sat um stund 1 daufu skapi, svo uppgefinn tilfinningalega, andlega og likam- lega, að ég gat ekki tekið upp hugsanaþráðinn, þar sem hann hafði slitnað. Svartur glugginn starði á mig eins og auga. Að síðustu slökkti ég á lampanum með erfiðismunum og fór upp i hengi- rúmið. Um manndýra- þjóðina Ég vaknaði snemma. Útskýring- ar Moreaus stóðu mér fyrir hug- skotssjónum, skýrar og ákveðnar, frá því augnabliki, er ég vaknaði. Ég fór niður úr hengirúminu og fór fram að dyrunum til að fullvissa mig um, að lyklinum hefði verið snúið. Svo prófaði ég gluggaslána, og reyndist hún vera vel föst. Það, að þessar mönnum líku verur væru í raun og veru aðeins dýrslegar ófreskjur, aðeins afkáraleg stæling á mönnum, fyllti mig óljósri óvissu um möguleika þeirra, og var þetta miklu verra en nokkur ákveðinn ótti. Barið var laust á hurðina, og ég heyrði hinn loðna málblæ þjónsins, sem var að tala. Ég setti aðra skammbyssuna i vasann (og hélt annarri hendinni á henni) og opnaði fyrir honum. „Góðan dag, herra,” sagði hann og færði mér illa soðna kanínu auk hins venjulega morgunverðargræn- metis. Montgomery kom á eftir honum. Hin reikulu augu hans sáu, hvernig ég hélt handleggnum og hann brosti skáhallt. Púman hvíldi sig þennan dag, því að hún var að gróa saman; en Moreau, sem var einstaklega ein- manalegur í venjum sínum, kom ekki í félagsskap okkar. Ég ræddi við Montgomery til þess að losa sjálfan mig við hugmyndir um lifnaðarhætti manndýraþjóðar- innar. Einkum var ég ákafur í að fá að vita, hvernig þessar ómennsku ófreskjur væru hindraðar í að ráðast á Moreau og Montgomery og í að rifa hver aðra i sundur. Framhald í naesta blaði. Hiísgagnaverzlun Reykjavíkur hf. Fjölbreytt húsgagnaiírval á tveimur hæðum [•;! URVAL AF skattholum, kommóðum, skrífborðum og svefnbekkjum Kaupiö fermingargjöfina tímanlega Kynnið ykkur verð hjá okkur Húsgagnaverzlun Reykjavíkur hf. Brautarholti 2 — Símar 11940 -12691 22 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.