Vikan


Vikan - 24.03.1977, Síða 46

Vikan - 24.03.1977, Síða 46
heyrði ég, að kom frá honum, án þess að hann liti upp, eða opnaði munninn: „Skelfing œtlar þessi föstudagur að vera lengi að líða. Ég hlakka svo óskaplega til helgarinnar, þegar við Beta förum upp í sumarbústað, en um það má auðvitað enginn vita.” Svo leit forstjórinn upp. ,,Ég þarf að fara til Akureyrar yfir helgina í viðskiptaerindum, og fer því kannski fljótt af skrifstof- unni í dag. Hún Beta er búin að fá frí eftir hádegið, svo þú verður að halda þessu gangandi í dag. Hér eru nokkur verkefni, sem ég ætla að biðja þig um að ljúka, svo þau verði tilbúin á mánudaginn.” Hann rétti mér skjalabunka. Þá laust niður í kollinn á mér þeirri sniðugustu hugmynd, sem ég hafði nokkum tíma fengið. Um leið og ég stóð upp, sagði ég: „Til Akureyrar? Nú, ég hélt, að þið Beta ætluðuð að eyða helginni upp í sumarbústað? Ég ætlaði bara að óska ykkur góðrar skemmtun- ar.” Ef öðru vísi hefði staðið á, hefði ég skellt upp úr, vegna svipsins, sem kom á andlit forstjórans. Það var eins og ég hefði slegið hann utan undir með blautri tusku, svo mjög kom þetta flatt upp á hann. Þegar ég gerði mig líklegan til að fara, kom hann upp um sig með því að spyrja: „Hver hefur sagt þér þetta?” Ég reyndi að sýnast kæruleysis- legur. „O, við skulum gleyma þessu. Ég skal ekki minnast á þetta við nokkurn mann og allra sist konuna þína.” ( Með það gekk ég út, en forstjórinn sat eftir þrumulostinn. Það hafa sennilega ekki verið liðnar nema tíu mínútur, þegar forstjórinn kallaði Betu inn til sín. Það var ekkert óvanalegt, því ásamt öðmm störfum var hún einkaritari hans. En ég brosti með sjálfum mér. Ég þóttist viss um, að erindi forstjór- ans í þetta sinn væri ekki að fá Betu til að skrifa bréf. Hún kom fljótlega út aftur, og mér sýndist hún hafa roðnað i andliti. Hún gaut augunum sem snöggvast flóttalega til min, en ég lét sem ekkert væri og hélt áfram að vinna. Svo koma að því, sem ég hafði búist við. Forstjórinn kaliaði mig aftur inn til sín. Þegar ég hafði sest, néri hann saman höndunum, eins og hann væri ekki viss um, hvemig hann ætti að koma orðum að því, sem hann ætlaði að segja. „Eh, — hérna. Eh. — Ég veit ekki, hvemig þú hefur fengið vitneskju um fyrirhugað helgar- ævintýri, en, eh, — þú skilur, að, eh, — það væri mjög óæskilegt, ef það færi lengra. Það má ekki vitnast.” „Auðvitað ekki,” svaraði ég eins rólega og ég gat. „Bara að hann viti ekki um utan- landsferðina.” Ég sá, að forstjórinn hreyfði ekki varimar, svo þessi siðasta setning hlaut að vera hugsanir hans. Ég gerðist því djarfur og spurði: „Og utanlandsferðin? Hún má auðvitað ekki vitnast heldur? Það var eins og forstjórinn hefði heyrt kveðinn upp sinn eigin dauðadóm, með því verður svipnum ó andliti hans best lýst. Svo harðnaði hann, og hann vtu-ð hugsi. „Best að gera gott úr þessu,” hugsaði hann, og ég heyrði það, eins og hann hefði talað þessi orð. Svo sagði hann: „Ég átti nú annars annað erindi við þig. Það er eitt, sem mér hefur dottið í hug. Hjörleifur er nú orðinn gamall og fer að hætta. Hvernig litist þér á að taka við gjaldkera- störfum hérna hjá okkur? Þetta er mjög ábyrgðarmikið starf, og launin eru heldur ekki skorin við nögl.” Ég vissi, að Hjörleifur hafði mjög góðar tekjur, svo góðar, að ég yrði miklu meira en ánægður með þær. . ekki of lítill, ekki of stór Hinn vinsæli fjölskyldubill frá MAZDA. Þetta er bíllinn, sem fólk velur í dag, nákvæm/ega rétta stærðin. . . ekki of lítill, ekki of stór. MAZDA 818 er fáanlegur 4 dyra, 2 dyra coupé og 4 dyra station. BILABORG HF. Borgartúni 29 s/mi 22680 Komið, skrifið eða hringið og fáið nánari upplýsingar. MAZDA . . . mest seldi japanski bíllinn á íslandi í dag. 46 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.