Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 9

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 9
, -, vjafes.- — Þessi vagn er heimili mitt. Inn í hann fer enginn án húsleitarheimildar. > ' ^ — Hann Björgúlfur hérna hefur kvartað yfir því, að þér gangið í ósæmilega flegnum kjólum. Hann Björgúlfur er hér með rekinn! — Það er tími til kominn, að þú farir í vinnuna, ef þú ert ekki þegar farinn. — Því miður, hún verður orðin alveg eins og venjulega eftir 2-3 daga. í NÆSTU VIKU a FÆÐING ÁN MISÞYRMINGA í hugum flestra er barnsfœðing tengd ákveðnum atriðum, svo sem hávaða, sterku ljósi, asa og skipandi röddum, að ógleymdum ópum konunnar og skerandi gráti hins nýja borgara. Kenningar Fredericks Leboyers, sem er franskur fæðingarlæknir, ganga algjörlega í berhögg við þessar hugmyndir, kenningar, sem eru byltingarkenndar, en boða þó svo einfalda og eðlilega hluti að furðu vekur. Kenningar hans hafa fengið hljómgrunn á Fæðingarheimili Reykjavíkur- borgar, og Vikan ræddi við unga konu, sem nýlega ól þar barn samkvæmt þessari aðferð, og einnig við forstöðukonu og yfirlækni heimilisins. Við hvetjum alla til að kynna sér þetta efni i næsta blaði. LEGO katalog JÖLAGETRAUNIN HEFST Jólin eru ekki langt undan, og ef þið trúið því ekki, spyrjið bara börnin á heimilinu. Þau vita upp á hár, hvað eru margir dagar til jóla. Þau fagna því líka áreiðanlega, að hin árlega jólagetraun Vikunnar hefst í næsta blaði, en hún verður samtals í fjórum blöðum og endar í jólablaðinu 8. desember. Þetta verður v skemmtileg þraut, og hundrað góðir vinningar eru í boði, bækur, plötur, spil og kubbar, svo eitthvað sé tínt til. Sem sagt: Skemmtileg getraun og góðir vinningar. MEISTARAVERK PICASSOS Fyrir 40 árum var litli spænski bærinn Guemica jafnaður við jörðu af þýskum sprengjuflugvélum. 1654 manns — karlar, konur og börn — voru drepin. í dag væri ef til vill voðalegasta ódæðisverk spænsku borgarastyrjaldarinnar gleymt, ef Pablo Picasso hefði ekki gert listaverk sitt — GUERNICA. I næstu Viku birtist grein, þar sem segir frá tilurð þessa mikla listaverks, sem meistarinn málaði til þess að heimurinn gæti aldrei gleymt ódæðisverkinu á Spáni. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn og auglýsingar í Siðumúla 12. Símar 35320—35323. Afgreiðsla og dreifing i Þverholti 11. Sími 36720. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 400. Áskriftarverð kr. 1500 pr. mánuð, kr. 4500 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 8460 fyrir 26 tölubl. hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí, ágúst. 45. TBL. VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.