Vikan


Vikan - 10.11.1977, Page 16

Vikan - 10.11.1977, Page 16
rauninni er ég heppin með lífið ( heild. Þegar maður hugsar um allt það fólk, sem á um sárt aö binda vegna slysa og annars þess háttar, skilur maður fyrst, hvað maður á gott sjálfur. — Strákarnir heita Þorsteinn, sem er tíu ára, Magnús níu ára og svo Stefán litli Þorvaldur, sem er aðeins á öðru ári. Og svo má ekki gleymaaðalfjölskyldumeölimnum, honum Brandi Stephensen, sem er kötturinn okkar. LEIKURINN — Nú lærðir þú að leika Helga. Hvernig stóð þá á því, að þú fórst að vinna hjá útvarpinu? — Ja, það bara fór svona. Annars get ég sagt þér svona til að hafa allt með, að ég er lærður barnakennari líka. En ástæðan til þess, aðégfórekkialhuga út íleika, er fyrst og fremst sú, að ég er ekki nógu góð leikkona. Það er nú svo einfalt. — Segðu mér svolítið meira um þetta. — Ég útskrifaðist úr leiklistar- skóla Leikfélags Reykjavíkur sein- asta árið, sem hann útskrifaði. Ég og fyrrverandi maðurinn minn, Guðmundur Magnússon, hófum nám saman. En ég tafðist, vegna þess að ég átti eldri strákana tvo á námstímanum. — Ég lék svolítið í nokkur ár. Til dæmis í ,,Fló á skinni," smá- hlutverk. Og svo lék ég í ,,Sjö stelpum." Um tíma hljóp ég svo í skarðið fyrir Valgerði Dan í „Selurinn hefur mannsaugu." Öðru man ég ekki eftir í augnablik- inu. Nema hvað ég hef leikið töluvert í útvarpinu. GAMAN AÐ SKÚRA — Svo þú hefur snúið þér að börnunum? — Já, ég elska börn. Það skemmtilegasta, sem ég geri, er að skúra gólf og skipta um bleiur. Þaö er svo gaman að gera eitthvað fyrir börn. Þau eru svo glöð og þakklát, aö maður smitast sjálfur og verður glaður. Ég held, að menn fái ekkert út úr lífinu, nema þeir geri öðrum gott, sérstaklega þó börnum. — Erekkisvolítiðerfittfyrirþigað sjá fyrir þremur strákum svona alveg ein? — Ég er sko ekkert ein. Ég hef heila stóra fjölskyldu á bak við mig, og hún hefur reynst mér ákaflega vel. Hvað ætli mér sé vorkunn. En ég get vorkennt kornungum stúlkum, sem eru að eiga börn og standa svo ef til vill uppi með þau algerlega einar. Ég aftur á móti á Ég er sko aldeilis ekki ein. gott hús, góða fjölskyldu og yndisleg börn, svo ég þarf ekki að kvarta. — En varla eru launin þín há fyrir ekki meiri vinnu? — Nei, það er satt. Launin eru skammarlega lág. Með öllu hef ég um hundrað þúsund krónur á mánuði. VILEKKIVINNA ALLAN DAGINN MEÐ BÖRNUM — Það hlýtur nú samt að vera dálítið þreytandi til lengdar að hugsa um þrjá stráka? — Þaðgetursvosemveriö. En ég hef það mikið að gera, aö ég hef hreinlega ekki tíma til aö láta mér leiðast. Ég hef engan tíma til að hugsa um það, hvernig mér líður, börnin sitja í fyrirrúmi. — Hefur þér ekki flogið ( hug að fara að kenna, úr því að þú ert með tilskiliö próf og þér þykir svona gaman að börnum? — Víst hefur mér dottið það f höug. Mér finnst ákaflega gaman að kenna, því ég hef kennt. Þá fær maðurlíkasvolangtfrlásumrin. Ég gæti vel þegið frí til þess að vera með börnunum mtnum og gera það sem mig langar. En það heldur aftur af mér, að ég vil ekki vinna með 16 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.