Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 37
ég uppgötvaði, að glugganum ó
skrifstofunni minni hafði verið lokað.
J^YGGINGIN var ekki eldri en
svo, að gluggarnir voru af
nýrri gerðinni. Þeir voru stórir, og
það var útilokað, að þeir fykju aftur
eða lokuðust af sjálfu sér á nokkurn
hátt. Einhver hlaut að hafa lokað
honum.
Augu mín voru nú galopin af
skelfingu. Ég forðaðist að líta
hyldýpið neðan við mig, hjartað
barðist örar en áður, og lamandi ótti
heltÓK mig. Hver?
Ekki Judy... Judy Petersen,
einkaritarinn minn, sem mat mig
mikils. Snotur og indæl stúlka. Nei,
það var einhver önnur skýring.
Þetta var... ég andvarpaði sárs-
aukafullt. Þetta var morðtilraun og
ekkert annað.
1 sömu mund sá ég og fann
stafinn.
Hann kom út um gluggann við
hliðina á stóra skrifstofuglugganum
mínum. Þetta var miklu minni og
mjórri gluggi, ég vissi ekki einu
sinni, hvað þarna var fyrir innan.
Kannski gestasalerni. Ég gat
ómögulega séð neinn, en stafurinn
var raunverulegur. Hann ýtti í mig,
og ég saup andköf og steig nokkur
skref, það munaði minnstu, að ég
• missti jafnvægið.
Kaldur sviti braust út um mig
allan. Einhver hugsaði sér að ýta
mér niður í hyldýpið með stafnum,
ef ég færi framhjá glugganum.
Einhver.... en hver?
Auðvitað! Þarna hafði ég það.
Skynjaði það, kannski af því að
skilningarvitin verða næmari, þeg-
ar maður stendur á þröskuldi
dauðans. Harald Axelsen, þú varst
blindur. Þú vissir vel, að konan þín
hélt framhjá þér með Karli Berger.
En þú gerðir ekkert í málinu. Þig
grunaði ekki, að þau vildu losna við
þig, eða var það?
Ég titraði, og ég held að ég hafi
sveigst fram og aftur þarna ó
bríkinni, meðan sannleikurinn var
að renna upp fyrir mér. Elskhugi
konu minnar, Karl Berger, stóð
þarna inni og undirbjó auðvelt
morð, sem aldrei yrði sannað.
Ég hallaði mér upp að veggnum
og safnaði kröftum og kjarki —
aðallega kjarki til að stíga siðustu
skrefin. Ég yrði að ýta stafnum fró
mér og brjóta rúðuna í glugganum
til að koma mér inn. Ég ótti á hættu
að skera mig á glerbrotunum, en
það var engin önnur leið.
Stafurinn var þarna ennþó.
Ögnandi. Það var eins og hann
sveiflaðist fyrir eigin orku, upp-
fullur af illum róðagerðum. Ég dró
andann djúpt. Nú! sagði ég við
sjálfan mig og reyndi að taka langt
og hratt skref áfram, framhjá
hættunni.
Það heppnaðist ekki. Hann hitti
mig beint í magann. Ösjálfrátt
greip ég örvæntingarfullu taki með
báðum höndum i stafinn — og
uppgötvaði of seint, að hann gaf
strax eftir og fylgdi með niður.
I staðinn fyrir að ná föstu taki
tók ég bakfall og ofan í hyldýpið,
þar sem þúsundir manns stóðu á
þessu augnabliki og biðu eftir falli
minu niður í dýpið...Ekkert hefur
eins mikið aðdráttarafl, eins og
vonin um að sjá blóð.
g UMIR staðhæfa, að það sé
ekkert sérstaklega spennandi
að hlusta á frásagnir fólks af
skelfingum og miklum hættum,
sem það hefur ratað í. Sú
staðreynd, að þeir geta sagt frá
atburðinum, segir fyrirfram, að þeir
björguðust. Það er einföld stað-
reynd.
Er það svo?
Ég var að hugleiða þetta mál,
þegar ég var að fikta við stýrisút-
búnaðinn á bílnum þeirra Minnu og
Karls. Þau óku út af veginum í
ölpunum og hröpuðu mörg hundruð
metra niður.... miklu lengra en ég
hafði gert, en með sama árangri.
Þetta átti sér stað í ferðalagi, sem
þau tókust ó hendur til að fagna
dauða mínum, sem varð fyrir aldur
fram.
Ég sé þau annað veifið. En við
heilsumst ekki. Slikt tíðkast ekki
hérna í skugaheiminum.
Endir.
i sumar birtum við nokkrar
ágætar írskar kímnisögur, og
við höfum verið beðin um
meira af svo góðu. Síðan hefur
írskur háðfugl skemmt okkur í
sjónvarpinu, og nú vita flestir
landsmenn á hverju þeir eiga
von, þegar talað er um írska
kímni. Ágætur íri, Des Mac
Hale frá Cork hefur safnað
saman sögum af Corkbúum,
en Cork er næst stærsta borgin
á irlandi og samnefnt hérað
það stærsta á Írlandi. Við
reynum af veikum mætti að
snara þessum sögum yfir á
íslensku og segjum eins og
höfundur bókarinnar: ,,Ef þú
vilt fækka vinum þínum, þá
skaltu lesa þessa brandara
upphátt....''
* * *
Corkbúi kom æðandi inn á lög-
reglustöð og sagði, að bílnum
sínum hefði verið stolið.
— Sástu, hvernig þjófurinn
leit út?
— Nei, en mér tókst að sjá
númerið á bílnum!
★ ★ ★
Bæjarstjórnin í litlum bæ í Cork
var nýbúin að fá nýjan slökkvi-
bíl, og menn veltu vöngum
yfir, hvað þeir ættu að gera við
gamla slökkvibílinn.
— Ég er með góða hug-
mynd, sagði bæjarstjórinn, við
skulum nota hann í gabbútköll-
inll?
Hvernig þekkirðu Corkþúa úr
stórum hópi þátttakenda í rallý-
keppni?
Hann er líklegur til að stoppa
hundrað sinnum á leiðinni.
Þrisvar til að taka bensín,
fjórum sinnum til að skipta um
hjólbarða og níutíu og þrisvar
sinnum til að spyrjast til vegar.
★ ★ ★
Hvernig þekkirðu úr Corkbúa,
sem kann mannasiði.
Hann blæs ekki á heita
súpuna, heldur notar húfuna
sína sem blævæng!
* * *
Hefurðu heyrt um Corkbúann,
sem fór til heilasérfræðings?
— Hann fékk endurgreitt.
* * *
Eitt sinn vann Corkbúi það
afrek að sigra í maraþonhlaupi
á Olympíuleikjum. Ekkert
skyggði á gleði hans yfir sigr-
inum annað en hann hafði þjóf-
startað og var því dæmdur úr
leik!
* * *
Corkbúi sat um miðja nótt fyrir
utan hús sitt á náttfötum
einum klæða. Lögregluþjónn,
sem átti leið framhjá, spurði
góðlátlega, hvað hann væri að
gera.
— Ég er að bíða eftir, að
kötturinn komi heim, svo ég
geti hleypt honum út.
Corkbúi kom í bókasafn og bað
bókavörðinn um eitthvað gott
að lesa.
Hann fékk heim með sér öll
verk Shakespears. Daginn eftir
skilaði hann bókunum og
sagðist háfa haft býsna gaman
af þessu, og hvort hann gæti
ekki fengið eitthvað meira eftir
þennan höfund. Svona í gríni
rétti bókavörðurinn honum
símaskrána. Tveimur dögum
síðar kom Corkbúinn með
símaskrána og bókavörðurinn
spurði hvernig honum hefði
líkað bókin.
— Nú, jæja, mér fannst lítið
til um söguþráðinn, en það
kom fjöldi manns við sögu!
★ ★ ★
Þrír Corkbúar fluttust til
Bandaríkjanna. Þeir voru svo
óheppnir að vera strax kvaddir
til herþjónustu, en þeir gerðu
samt sitt til að reyna að losna.
Sá fyrsti sagðist vera afar
nærsýnn. Hann var strax
sendur í fremstu víglínu!
Annar sagðist vera með
mislanga fætur. Hann var
skráður í fjallaherdeild.
Sá þriðji greip til þess ráðs
að láta draga úr sér allar
tennurnar. Hann var úrskurð-
aður óhæfur til herþjónustu
vegna þess að hann væri með
svo mikinn flatfót!
45. TBL.VIKAN 37