Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 17

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 17
kona. Eitt af því yndislegasta, sem ég veit, er að fara út á sumrin og mylja moldina með höndunum. Maður einhvern veginn kemst í svo nána snertingu viö náttúruna. Ég held, aðþað besta, sem hver maður geturgert, llði honum illa, sé að fara út og vinna garðyrkjustörf. EINKENNILEGUR LEIKLISTAR- SKÓLI__________________________ — Hvernig heldur þú að sé að vaxa upp sem leikaraefni í dag? — Mér finnst einkennilegt, að Leiklistarskóli íslands skuli ekki vera rekinn af leikhúsunum, eða starfi að minnsta kosti ( nánum tengslum viðþau. Nemendur Leik- listarskólans þekkja lítið eða ekkert börnumallandaginn. Efég þyrftiað argast og þvargast í annarra manna börnum aílan daginn, er ég hrædd um, að ég yrði orðin of þreytt á kvöldin til þess að verða mínumeiginbörnumaðnokkru liði. Ég yrði þá líka að fara að leiðrétta stíla og ætti ekkert kvöld með strákunum. — Maður þarf að vera ( mjög góðu formi og ekki of þreyttur til að geta sinnt kennslu ve/, því það er ábyrgðarhluti að kenna. Kennarinn eruppalandi númertvö. Hann þarf líka að geta verið börnunum stoðog stytta, ef eitthvað bjátará heima hjá þeim. Já, hann hefur mikil áhrif á þroska barnsins og hvernig mann- eskja það verður. höfum við fariö að Kirkjubóli í Borgarfirði, þar sem Guðmundur skáld Böðvarsson bjó. Á Kirkjubóli eru tvö býli. Þar af er sveita- búskapur á öðru. En hitt gaf Guðmundur heitinn Rithöfunda- sambandinu til þess að félagar í því gætu dvaliö þar á sumrin. Ég hef hinsvegarfengiðaðvera þar, þegar þeir hafa ekki nýtt það til fulls. Það er með góðum vilja þeirra og hjónanna á Kirkjubóli, Sigurðar og Erlu. — Ég kann óskaplega vel mig þarna uppfrá. Ég hefði sko vel getað hugsað mér að verða bónda- INDÆLT FÓLK i ÚTVARPINU — Hvaðerþaðsemþúgerirniðrií útvarpi? — Það er nú ýmislegt. Ég tek til dæmis tímann á öllum erlendum plötum með sígildum verkum, sem hingað koma ótímasettar. Svo vélrita ég skrár og skýrslur. — Hvernig kanntuviðþig þarna? — Mjög vel. Þetta er einstaklega indæltfólkog sérlega gott að starfa með því. Mér líður vel þarna. HEFÐI VILJAÐ VERA BÓNDAKONA — Ásumrin fer ég með strákana upp í sveit. Undanfarin tvö sumur Helga á sviði I brúðuleiknum „Steinninn sem hló". Hún lékþar mömmu tuskubrúðunnar, sem er með henni á myndinni Húsið hennar Helgu. Það minnir mann eilitið á sætabrauðshús, svona lltið innan um blokkirnar I kring. En innibýrengin vond norn. annarri af tveimur litlum stofum. Einfalt, en ákaf/ega að/aðandi. vinnubrögð í leikhúsunum og starf- andi eldri leikara og leikstjóra. Þeir eldri þekkja heldur ekki unga fólkið, sem er að koma úr skólanum. Áður fyrrunnuleiklistarnemendurmikið í leikhúsunum, og margir voru sammála um, að það hefði verið besta kennsla og þroski, sem þeir fengu. Nú ereins og svona krakkar sjáist ekki í aukahlutverkum og kynnist leikhúsunum ekkert inn- byrðis. — Þaðermikilllærdómuraðfáað vinna með þroskuðu leiklistarfólki, sem er kannski búið að vinna mörg ár í leikhúsi. Það hljóta allir að viðurkenna. Ja, mikið vildi ég að minnsta kosti gefa til að sjá hann Lárus Ólafsson, eins og ég kalla Laurence Olivier, leika á sviði eða fá að drekka te með honum. — Ég hef heyrt leikstjóra kvarta yfir því, þegar verið er að velja í hlutverk, að þeir þekki alls ekkert þessa ungu leikara. Svo er fjöldi leikaraefna, sem ekkert fær að gera eftir þriggja til fjögurra ára nám. Það er geigvænlegt. Leikhúsin virðast ekki geta tekið við öllu þessu fólki. En væri ekki reynandi að styðja við bakið á þeim og hvetja þau til að stof na sitt eigið leikhús og fá hin leikhúsin til að vera þeim stoð i því? Þannig gætu þau fengið að spreyta sig og leihúsin svo fylgst með framförum þeirra. Þannig er líka hægt að gefa áhorfendum kost á að sá ný andlit og um leið gefa ungum leikritahöfundum kost á að fá verk sín flutt. En allt kostar peninga, og þar stendur hnífurinn í kúnni. — Við verðum að horfast í augu við það, að það verður enginn góður listamaður, nema að vera í stöðugum tengslum við list sína. Það er ekki nóg, eins og ég og fleiri höfum gert, að leika eitt hlutverk á ári. Maðurverðuraðfáað þroskast með listinni. FRAMTÍÐIN — Núerfarið að halla í miðnætti, Helga, og ég vil ekki tefja þig frá svefni lengur, þú átt víst að mæta til vinnu strax I fyrramálið. En viltu ekki svona að lokum svara hinni sígildu spurningu: Hvað með fram- tíðina? - Ja, framtíðin, þú segir nokkuð. Ætli hún verði ekki fyrst og fremst fólgin í því að ala upp þessa stráka, sem ég á, og koma þeim til manns. Ég vona, bara, að mér endist heilsa til þess. Maður verður að reyna að gera gott úr öllu og vinna, eins og maður hefur krafta til. Og ég kveð Helgu, fullviss um að henni takist það sem hún ætlar sér. Dóra Stefánsdóttir. 45. TBL. VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.