Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 20

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 20
BOÐBERAR ÚTTANS minningin um rifrildi þeirra Mary og hún ætlaði að leiðrétta það við fyrsta tækifæri. Tækifæri gafst þó ekki fyrr en eftir matinn. Á meðan Angela fór að huga að kaffinu fóru Sara og Mary upp á loft. Sara byrjaði strax. „Mary, mér þykir leitt það, sem gerðist i dag. Ég sé nú að ég var of fljót á mér. Ég hélt bara vegna þess að þú hefðir skipt um skoðun, hvað varðaði að fara til lögreglunnar, að þú hefðir líka skipt um skoðun um sannleiks- gildi orða minna. ,,Ég hugsaði alls ekki á þá leið svo þú skalt hætta að hafa áhyggjur af þvi. Þetta var bara kjánalegur misskilningur. Svona, brostu nú. Komum og njótum samkvæmisins. Þær voru búnar að koma sér þægilega fyrir í setustofunni, þegar dyrnar inn í borðstofuna opnuðust skyndilega og mikill skarkali barst inn i stofuna. Konurnar litu hvor á aðra sposkar á svip. Mennirnir þrir skemmtu sér oft við það, sem þeir kölluðu „gott rifrildi.” „Það er allt of mikið af þessari sálarfræðivitleysu þessa dagana.” Rödd Alecs hækkaði, þegar menn- irnir fóru í gegnum anddyrið. Það er fólk eins og þú, David, sem ýtir undir ofbeldi með þvi að vera of Iingeðja. Ég er sammála Frank. Ég stend með gamla uppeldinu.” Hann þagnaði. „Við viljum endilega fá að heyra um, hvað þið hafið verið að rífast,” sagði Angela brosandi. „Við vorum að ræða um atburð- inn í blaðinu í morgun. Þetta í sambandi við dómarann. Sáuð þið það?” Sara hristi höfuðið. „í gærkvöldi opnaði dómari nokkur dyrnar hjá sér fyrir ein- hverjum. Tveir menn þröngvuðu sér inn og lömdu hann.” David þagnaði. „Við vorum að rífast um, hvernig fara skyldi með mennina eða refsa þeim.” Sara virtist forviða. , ,Ég skil ekki hvers vegna þið eruð svona æstir út af þessu. Svona lagað gerist hvað eftir annað ekki satt?” „Kannski að við höfum ekki útskýrt þetta nógu vel.” Alec hallaði sér fram alvarlegur í bragði. „Ástæðan fyrir árásinni var sú að þessi ákveðni dómari hafði sent annan manninn i fangelsi og honum fannst dómurinn ósanngjarn. „Við höfum einfaldlega ekki efni á að leyfa einstaklingum að taka lögin í sinar hendur og taka út sinar eigin hefndir.... Sara? Orðið „hefnd” glumdi í höfðinu á Söru. Herbergið tók að snúast fyrir augum hennar, fyrst rólega, síðan hraðar, þar til miskunnsamt myrkr- ið gleypti hana að lokum eftir æðisgengna hringiðu. Brennandi viskíið á vörum henn- ar, streymandi niður kverkarnar kom henni til meðvitundar. Hún sneri sér undan, veiklulega. „Það er allt í lagi með mig núna.” „Reyndu ekki að standa upp strax, elskan. Slappaðu bara af.” Alec var þungur á svip, en honum létti. „Það er allt i lagi með mig núna.” „Allt í lagi, elskan.” Rödd Alecs var róandi. „Samt sem áður,” hélt hann áfram, „því skyldi líða yfir þig að ástæðulausu?” „Já, hvers vegna leið yfir mig?” hugsaði Sara. Þá mundi hún. Það var „hefnd”. Og hún lokaði augunum þegar allar hugmyndimar komu aftur í huga hennar. „Sara?” sagði Alec með þungri áherslu. „Sara, er allt í lagi með þig?” Hún opnaði augun með áreynslu og reyndi að setjast upp. „Ég hélt það hefði liðið yfir þig aftur.” Sara kreisti fram bros. „Nei, mér líður ágætlega núna. Einungis svolitið þreytt. Það væri skynsam- legt að fara heim núna.” Þau fóru. Sara baðst afsökunar og þau hin lýstu yfir áhyggjum sinum. Það ríkti óþægileg þögn þegar Alec ók niður innkeyrsluna og beygði út á götuna. Sara renndi ekki grun í, hvað hann var að hugsa. Hún var viss um að hann myndi ekki sætta sig við að láta við svo búið standa en hún hikaði við að hefja samræðurnar. Hún þurfti tíma til að átta sig á þvi, hvað fólst í þessum skilningsneista. Núna þegar hún hafði öðlast skilning, virtist þetta allt vera svo einfalt. „Þú ert mjög þögul.” , ,Ég var að hugsa um þetta með dómarann.” „Hvað varstu að hugsa um hann?” Alec var mildur í röddinni en hendur hans krepptust um stýrið. Hún missti kjarkinn. Hún var rugluð, ekki út af þessari nýju hugmynd heldur út af Alec. Hún vissi ekki lengur, hvers hún gat vænst af honum. „Ekkert sérstakt. Meðal annarra orða, gátan um gatið í runnanum er leyst.” Og hún sagði honum allt um eplin hans herra Turners. „Ég skil.” Hljómurinn í rödd Alecs boðaði ekki gott. „Ég verð að ræða við herra Turner.” „0, nei, Alec. Hugsaðu þér bara, Nú getum við boðið þessi finnsk-hönnuðu sófa- sett með leðuráklæði. Framleiðum þau einnig með áklæðum eftir eigin vali. Eigum margar tegundir af leðursófasettum. Litið inn! Verið velkomin! ilfBÍKl 76 975 SMIDJUVEGI6 SIMI 44544 20VIKAN 45. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.