Vikan


Vikan - 10.11.1977, Page 43

Vikan - 10.11.1977, Page 43
af hjólinu hennar. Hún var alveg eins og versti strákur. Alltaf úti í sólinni, svo hún var öll jafnbrún, húðin, hárið og augun.” Martin Leslie beygði sig fram og starði í augu mér. ,,Þau eru ljósjörp, en ekki brún. Eða eru þau grœn? Sambland af hvoru tveggja, held ég. En engan veginn brún.” Rory deplaði tU mín augunum og sagði með bróðurlegri umhyggju: „Ætlarðu að leggja þig aftur, eða ætlarðu bara að vera svona klædd?” Ég fann að ég roðnaði og ekki var það til að bæta úr, að hann lagði sina stóru hönd á höfuð mitt og ruglaði enn meir á mér hárinu. „Heyrðu mig,” sagði hann, „farðu nú og skelltu þér í eitthvað, sem er ekki alveg eins þægilegt, á meðan ég blanda handa okkur öllum í glas.” Bróðir minn lítur vel út, hugsaði ég með sjálfri mér, um leið og ég klæddi mig í buxur og peysu og burstaði niður úr hárinu. Það var ekki merkjanlegt að það hvildu neinar þungar áhyggjur á honum, eins og ég hafði verið hrædd um. En hversvegna hafði ég búist við því? hugsaði ég um leið og ég setti á mig varalit. Var það vegna þess að hann hafði ekki komið til að taka á móti mér? Eða af þvi að einhver ferðamaður hafði fallið i gljúfrið? Eða af því að lögreglumaður frá London hafði sagt, að hann vildi ræða um hann við mig. Hversvegna skyldi það hafa valdið mér óróleika? Um leið og ég lagði frá mér varalitinn hringdi siminn. Hann var í forstofunni við útidyrnar og ég heyrði greinilega, þegar Rory svaraði. Ég heyrði fyrst, að hann svaraði snaggaralega: „Neal hér,” siðan kom stutt þögn og svo: „Já, herra,” sem var sagt af svo mikilli virðingu, að ég hikaði við og lagði ekki í að halda lengra, fyrr en hann væri búinn i simanum. Meðan ég beið, heyrði ég að hann sagði: „Það hugsa ég. Góð nætur- hvíld og ég er viss um — ” Var þetta um mig? Hver var þá eiginlega þessi „herra”? Ég gekk af stað. „Það er fallega gert af þér, herra,” heyrði ég að Rory sagði. „Já, auðvitað, það er ég viss um, að hún gerir.” Ég sá að bróðir minn stóð næstum þvi i viðhafnarstöðu með tólið við eyrað. Ég gat nú greint rödd þess, sem hann talaði við, Þetta var djúp rödd og mér fannst ég hafa heyrt hana áður. Rory hló. „Eftir tiu mínútur þá? Nú, ætlar þú að senda bil eftir henni? Já, ég skil. Þakka þér fyrir, herra.” Hann hafði nú heyrt fótatak mitt og sneri sér við og horfði rannsak- andi á mig. Þegar ég spurði: „Hver var þetta?”, svaraði hann: „Hann sjálfur, stúlka min, — hver annar?” Siðan bætti hann við: „Þú hefur i mesta lagi fimm mínútur til þess að komast úr þessum buxum og í pils. Nægir það? Fint. Ég ætla að láta Söru vita. Ég sneri mér við og flýtti mér i átt til herbergis míns. „Og, Katharine — ?” „Já.” „Farðu gætilega.” Af rödd hans varð ekki greint, hvort hann meinti þetta i gríni eða alvöru. „Það er ekki öllum ekið beint heim til forsætisráðherrans, þegar þeir koma til landsins.” Það var orðið dimmt, þegar glansandi ráðherrabíllinn kom að sækja mig. Hvað var ég eiginlega að gera hér? Ég starði á bakið á bílstjór- anum. Ég var Katharine Neal, „ungfrúin í skólanum í Greenhill í norðurhluta London. í gær hafði ég setið í litla eldhúsinu hjá Kate frænku og borðað hrærð egg og spínat. Og hérna sat ég nú, og ók til fundar við líklega mikilvægasta mann i Nakadiu, — vegna þess að hann hafði sent eftir mér. Bílstjórinn ók upp að breiðum steinþrepum og opnaði virðulega fyrir mér dyrnar. Ég horfði hikandi upp þrepin. Yrði ég að ganga upp þau og hringja dyrabjöllunni, eins og hver annar sölumaður? Meðan ég stóð þarna hikandi opnuðust dyrnar og hvítklæddur þjónn birtist. Gylltur skúfurinn á rauðu húfunni hans sveiflaðist til, þegar hann hneigði höfuðið í átt til mín. Hann gekk út fyrir og stóð og beið þar. Framhald í næsta blaði. Þú byrjar daginn vel, ef þú drekkur r mjólkurglas að morgni. Því ísköld mjólkin er ekki bara svalandi drykkur, heldur fæða, sem inni- heldur lífsnauðsynleg næringar- efni í ríkum mæli, svo sem i kalk, prótín og vítamín. Mjólkurglas að morgni gefur þér forskot á góðan dag. • mjoikuraiufthr orkulind okkar o<4 heiLsugjafi 45. TBL.VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.