Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 48

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 48
Laföin og lávarðurinn Nelson var mesta hetja sinnar samtíðar — ef frá er talinn Napoleon — og eftir dauða sinn var hann tilbeðinn eins og dýrlingur. Og vegna þess að hann færði Bretum aftur sjálfsvirðingu þeirra með snjöllum sigrum sínum gátu hinir púritanisku borgarar fyrirgefið honum, að hann yfirgaf konu sina vegna annarrar. En þeir fyrirgáfu hans heittelskuðu Emmu aldrei. EINMANA UNGUR MAÐUR Strax á unga aldri hafði Horatio Nelson náð miklum frama í sjóhernum. Aðeins 21 árs að aldri var magri og krangalegi prests- sonurinn frá Norfolk orðinn flota- foringi. Þetta var á þeim tímum, þegar drengir urðu fljótt að mönnum. I sjóhernum var járnagi, og margur vesalingurinn var hrein- lega barinn til dauða. Nelson var aðeins 12 ára, þegar hann varð sjóliði, og það hafa verið harðir kostir fyrir ungan dreng að verða vitni að slíkum skelfingum. >' Lífið um borð á seglskipum þeirra tíma var erfitt, að enginn getur i dag gert sér það í hugarlund. Um borð voru kannski 800 manns, og þá bjuggu menn bókstaflega sagt hver ofan á öðrum. Það var ekki óvenjulegt, að úthald þessara skipa væri tvö til þrjú ár, og drengur, sem fór að heiman frá sér eins og blessaður grænjaxl, snéri heim aftur sem fullharðnaður maður. Það er nokkuð sérstakt, að drengur, sem ólst upp við slík skilyrði, skyldi þroskast og verða svo næmur og fingerður persónuleiki, sem raunin var með Nelson. Fyrsta förin var norður i Norður- íshaf. Ætlunin var að rannsaka Norðurpólinn, en skipin sátu auð- vitað föst i isnum. Það var með naumindum, að leiðangurinn kæm- ist úr háskanum og heim til Englands. Nelson sjóliði vildi gjarnan taka með sér minjagrip frá ísauðninni. Hann reyndi að skjóta ísbjörn, en skotið geigaði. Björninn réðist til atlögu og reif lufsu úr einkennisbúningi hans, áður en fallbyssuskot frá skipinu hræddu Nelson lávarður, mesta sjóhetja heims, féll í orrustunni við Trafalgar 21. október 1805. Hann hafði þá unnið glæsilegasta og mikilvægasta sigurinn í sögu sjóhernaðarins, og eins og hetjan i griskum harmleik, dó hann á augnabliki sigursins. Enn þann dag í dag minnast breskir sjóliðsforingjar þessa dags með þvi að skála fyrir minni Nelsons. En eins og allar hetjur stendur Nelson í dag einn á sínum stalli. Fólkið, sem skapaði hann, konan, sem elskaði hann, eru gleymd og horfin. hann burtu. Þetta var í fyrsta skiptið, sem Nelson stóð andspænis , ,fj andmanninum. ” Siðan má segja, að hver orrustan ræki aðra. Nelson sjóliði, siðar lautinant, var með í árásum gegn frönskum herskipum og síðan árásum á spönsk virki. Ekki skorti ævintýrin, en þó var því ekki að neita, að hinn ungi Horatio var einmana. Kapteinninn ungi gat ekki leyft sér að sækjast eftir félagsskap undirsáta sinna — það gat haft áhrif á agann. Hann þráði bliðu konu. HJONABAND og vonbrigði Vorið 1785 fékk Nelson yfirráð á freigátunni „Boreas” og stefndi til Vestur-Indía. Það var greinilegt, að hann þráði nú sterkt örugga höfn hjónabandsins. Hann átti þegar að baki tvö hryggbrot, og hugsanlegt er, að hinn ungi kapteinn, sem var fjarri því að vera aðlaðandi, hafi verið eitthvað óöruggur með sig og efast um möguleika sína gagnvart konum. Því varð fundur þeirra Franses Nisbet ekkju hrein opin- berun fyrir hann. Hann vissi ekki, að hún beið komu hans með óþreyju. Hún var, sem fyrr segir, ekkja og átti fimm ára gamlan son, — og Nelson var einn af fáum flotaforingjum, sem enn var pipar- sveinn. Mánuðina, áður en hann hitti Frances, varð hann að þola miklar mannraunir. Hann hafði barist gegn uppreisnarseggjum og yfir- mönnum sínum og auk þess við sjóveiki og hitabeltissjúkdóma. Nú fékk hann hughreystingu og móður- lega blíðu, og ekki leið á löngu, þar til Horatio og Frances voru gift. Það var stoltur flotaforingi, sem setti stefnuna heim á leið árið 1787, með konu sina og stjúpson sem farþega. En heima á Englandi biðu hans mikil vonbrigði. Það rikti friður í heiminum, og sjóherinn hafði ekki lengur not fyrir Nelson kaptein. Nýgifta parið fór til prestsetursins í Norfolk, og þar bjuggu þau með foreldrum Nelsons í fimm löng og 48 ViKAN 45. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.