Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 21

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 21
hvað það hlýtur að vera hræðilegt að eiga svo lítið í lífinu að fáein epli skuli skipta þig svo miklu máli.” Þau voru komin heim. Alec fór inn í húsið á undan Söru. í eldhúsinu sneri hann sér að henni. ,,Það er svo sem í lagi en hann hefur hrætt úr þér liftóruna með því að vera að njósna um þig undanfarna daga.” ,,En Alec, það er ekki mikil- vægt,” hélt Sara fram. „Hvað meinarðu ekki mikil- vægt?” Sara útskýrði málið: „Það hljóta að hafa verið tvær manneskjur að fylgjast með mér. Hegðun herra Turners skýrir gatið í runnanum. Allt hitt — kortin, að ég var lokuð inni í geymslunni, fótatakið, sem ég heyrði í húsinu — allt þetta er enn óútskýrt. Ég held ég hafi fundið svarið.” „Hvað meinarðu?” ,,Það var ekki fyrr enþið fóruð að tala um dómarann að það rann upp fyrir mér ljós. Hugsum okkur að maðurinn hafi verið sendur í fangelsi í nokkur ár, og að hann hafi alið á hatri sínu á meðan hann var í fangelsinu. Þá fréttir hann að faðir minn sé dáinn og leitar að annarri leið til að refsa honum, og það eina sem eftir er, er að refsa mér.” „En Sara, þetta er ótrúlegt.” „Af hverju er það ótrúlegt.” Dómaramálið er bara fært einu skrefi lengra.” „Auðvitað sé ég rökin í því, sem þú segir.” Hann tók varfærnislega um hendur hennar. „En ég veit ekki nema þú látir hugarflugið hlaupa með þig í gönur. Þú hefur áhyggjur vegna barnsins.” Sara dró hendurnar að sér. „Það kemur málinu ekkert við. „Elskan, ég vildi óska að þú færir til Blunsdons læknis.” „Og ég vildi óska að þú hættir að segja þetta. Það er allt í lagi með mig. Ef aðeins að þetta fjárans mál skýrðist, hefði ég ekki nokkrar áhyggjur.” Alec stóð upp. „Eigum við ekki að sofa á þessu?” Hann togaði hana varlega á fætur. Hún vaknaði þegar gluggatjöldin voru dregin frá og fann indælan kaffiilm. „Morgunmatur.” Alecbeygði sig brosandi yfir hana. „Ég er rétt að fara. Ég hugsaði sem svo, að þú hefðir gott af því að liggja svolitla stund fram eftir i dag.” „Alec, en indælt. Þakka þér fyrir. Fyrirgefðu að ég skyldi sofa yfir mig.” , ,Þú hafðir gott af því. Ég verð að fara núna — kem heim á venjuleg- um tima.” „Allt i lagi, elskan. Bless.” Sara nartaði í ristaða brauðsneið og drakk kaffi. Hvað ætti hún að gera í dag? Hún gæti ekki verið heima, það var öruggt. Eitthvað var það, sem hún hafði haft í huga. Hvað var það? Auðvitað. Úr- klippubókin. Svarið gæti leynst þar. Hún þurfti stað til að skoða hana, ótrufluð. Bókasafnið væri kjörið, hljótt og öruggt. Á bókasafninu kom Sara sér fyrir þar sem hún sóst greinilega frá afgreiðsluborðinu, hún opnaði áköf úrklippubókina og byrjaði að lesa með athygli. Hún sá að úrklippurnar náðu yfir sextán ára tímabil sem hófst 1954 með stuttri tilkynningu um að faðir hennar hefði vrið gerður dómari í hæstarétti. Framhald í næsta blaði. SIMCA 1508 Sigraði næturrallið Enn einu sinni sigraði SIMCA i rall-akstri hér á landi. Bilnum var ekið stanslaust i rúmar 20 klst. 950 km. leið eftir einhverjum verstu vegum og vegleysum tslands i næturralli Bifreiðaiþróttaklúbbs Reykjavikur um helgina 1. og 2. okt. Hvað bilaði? Einn pústbarki. Annað? Ekkert. SIMCA bilar frá CHRYSLER FRANCE hafa nú marg sannað ágæti sitt hér á landi. Vandlátir bilakaupendur velja sér SIMCA 1307 eða 1508, sem eru traustir og góðir fimmdyra, framhjóladrifnir og fimm manna fjöl- skyldubilar. Talið við okkur strax ^ i dag og tryggið ykkur SIMCA. \^Ö|CU 11 hff. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491 45. TBL. VIKAN21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.