Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 44

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 44
SMÁSAGA EFTIR CELIU WHITE. Vitjaðu hfsins Innst inni vissi Jenny mætavel, að henni væri fyrir bestu að gleyma því liðna. Þó fór hún einmitt þangað, sem minningarnar leituðu fastast á. Ekkert virtist hafa breyst, bærinn var eins og hana minnti. En það var einn hlutur, sem hún ekki hafði getað séð fyrir. Þegar ég sá þau tvö ganga hönd í hönd eftir ströndinni fékk ég sáran sting í hjartað. Stúlkan líktist mér svo mikið, eins og ég hafði verið, og vinur hennar glaðlegur, eins og Símon var, ekki alveg eins hár og hann, en svo áþekkur samt. Svona finnur maður líklega til, þegar maður fær hjartaáfall, hugsaði ég eins og kjáni. Eitt augnablikið finnur maður ekki fyrir neinu, en það næsta stingandi sársauka. O, jæja, þetta var líka nokkurs konar hjartaáfall. — Eruð þér ekki frískar? Ég hafði ekki orðið vör við manninn og snéri mér snöggt við. Hann sat upp við bát og hafði verið að mála, grind og olíulitir stóðu við hlið hans. Þetta var stór maður, herðabreiður með úfið grásprengt hár og reglulega andlitsdrætti. Það stafaði frá honum ró og hlýju. — Eruð þér ekki frískar? endurtók hann. — Þér urðuð allt i einu ösku- gráar i framan. — Jú, takk, það er allt i lagi með mig. Ég var hálf gröm yfir þessari truflun, hann þrengdi sér inn i sorg mina. Ég hafði valið þessa fáförnu strönd, vegna þess að ég vildi vera ein. Ég kærði mig ekki um að lenda i samræðum við ókunnuga. — Þeim þarna liður greinilega dásamlega, sagði hann i léttum tón og kinkaði kolli í átt til unga parsins. Stúlkan var í þröngum gallabuxum og pilturinn í peysu, sem var slettótt af vatni og sandi. — Sjálfsagt.... — Segið mér, hvað var það, sem setti yður svona úr jafnvægi? — Mér varð hugsað til liðinna atburða, það var allt og sumt, svaraði ég næstum reiðilega. — 0, sagði maðurinn bara og snéri sér aftur að myndinni sinni. Með hálfum huga kom ég aðeins nær til að sjá, hvað hann væri að gera. Þetta var málverk af ólgandi hafi og skýjaþykkni. Hreint ekki illa gert. Dálítið ofsafengið, en hann lagði greinilega mikla tilfinningu í það sem hann var að gera. Ég horfði á, hvernig hann byggði upp storm- sveip með purpurarauðum dráttum. — Eftir einn til tvo tíma skellur á með stormi. Hann leit upp i loftið. Fram að þessu hafði ég ekki veitt veðrinu neina athygli, en nú sá ég, að hann hafði á réttu að standa. Það var farið að hvessa, og hvitfyssandi öldurnar köstuðust upp á strönd- ina. Stúlkubarnið hló allt í einu og sleit sig lausa og hjóp hratt í áttina frá honum. Ég heyrði, að hann kallaði á eftir henni: — Rósa... Og svo rauk hann sjálfur af stað á eftir henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.