Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 38

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 38
FRAMHALDSSAGA EFTIR HILDU ROTHWELL 2 Simba M’pandu var nú forsœtis- ráðherra. Við vorum gamlir vinir en það var undarlegt að honum skyldi liggja svo mikið á að boða mig til sin, en þó ennþá undarlegra, að hann. eins og allir aðrir, varaði mig við Christopher Wentworth. Það kom mér á óvart þegar ég fann, hvað ég var ofsalega svöng. Meðan ég gleypti í mig egg, svínakjöt, grænmeti og ristað brauð, kom mér i hug, að þetta væri fyrsta máltíðin, sem ég borðaði af góðri lyst, siðan hálskirtlarnir voru teknir úr mér. Þetta virtist líka vera allt i lagi, þvi ég fann varla neitt til. Christopher leit á mig, um leið og ég lagði frá mér hnífinn og gaffalinn, hálf skömmustuleg. ,,Það er loftslagið, sem hefur þessi áhrif,” fullvissaði hann mig um. ,, Þetta er i annað sinn, sem ég fæ mér morgunverð í dag. Ég hef borðað heil ósköp, siðan ég kom. Það gerir þetta hreina loft. Líður þér betur núna?” ,Já, já, mér liður stórkostlega vel,” sagði ég og þáði hjá honum sígarettu og hallaði mér móti kveikjaranum, sem hann hélt á. Við sátum og horfðum hvort á annað um stund og ég lét hugann reika aftur i timann. Siðan spurði ég: ,,Þú flaugst hingað fyrir þremur dögum, var það ekki?” „Einmitt.” ,,En þú býrð ekki hérna?” ,,Nei ég fór frá Nakadia og til Englands sama dag og þú. Vissirðu það ekki?” Christopher virtist skemmt, hann hrukkaði ennið spyrjandi og horfði á mig. Mér datt í hug, hve vel hann myndi sennilega eftir litlu dauð- þreyttu stúlkunni, sem sat við hlið hans i flugvélinni fyrir tiu árum. Stúlkunni, sem hafnaði þrjóskulega allri alúð hans og góðmennsku. Honum hefur eflaust fundist hún fráhrindandi. ,,Ég veit í rauninni ekki, hvernig ég hugsaði, þegar þetta var,” svaraði ég hægt. Ég hugsa, að ég hafi haldið, að þú værir bara þarna af tilviljun. Þú værir að fara i fri eða eitthvað slíkt til Englands.” Ég hafði ekki búist við að þurfa að tala um þennan tima nokkurn tima aftur, ogmérfannst það erfitt. ,,Ég man, að pabbi sagði við mig: — Sjáðu þarna er herra Wentworth, þú þekkir herra Wentworth, er það ekki elskan? — eins og ég væri éinhver kjáni, sem ég hef og ábyggilega verið þá.” Næstum óbærileg sorg greip mig við hugsunina um föður minn og hinn óbugandi félaga hans, Simba M’pandu. Pabbi hafði fengið slag þessa sömu nótt og dóið meðan ég var enn í flugvélinni. Það var eins og Christopher hefði lesið hugsanir mínar, því hann sagði: ,,Og M’pandu bað mig að lita eftir þér. Manstu?” Ég mundi það vel. Einhvern veginn vildi ég samt ekki tala um besta vin föður míns, manninn, sem hafði staðið við hlið hans þennan dag og veitt okkur báðum styrk, þrátt fyrir hinn mikla missi hans sjálfs. í staðinn fór ég að reyna að afsaka framkomu mína þegar ég var tólf ára og þá svaraði Christopher með mikilli innlifun: ,,En það starf fyrir tuttugu og tveggja ára gamlan karlmann!” „Þér hlýtur að hafa fundist ég alveg óþolandi krakki.” Þetta var í fyrsta skipti, sem ég sá sjálfa mig eins og ég hafði verið i þá daga með augum annarra, og mér fannst það frekar auðmýkjandi reynsla. Hann hristi höfuðið. „Það máttu ekki halda. Ungir menn eru yfirleitt ekkert sérstaklega natnir við börn, og ég hafði hvorki átt yngri bræður né systur, til að æfa mig á. En ég Tl i. • ** - V. ( __ m imiéWf: 1! U Skugginn langi vissi þó að minnsta kosti, hvað hafði gerst, sem gerði þig.......”' Hann þagnaði eins og hann vissi ekki, hvernig hann ætti að halda áfram, og ég leit undan og bað þess heitt og innilega, að hann segði ekki meira. Það heyrðist kliður innan úr afgreiðslusalnum, þar sem af- greiðslufólkið bjó sig undir að taka á móti farþegum úr vél, sem var að lenda. Ég leit upp um leið og kona gekk út um aðaldyrnar og stóð svo og horfði í kringum sig. Ég gat ekki séð mikið af andliti hennar, því hún var með stór sólgleraugu, aðeins ljóst hár hennar og það að hún átti von á barni. Mér fannst ég eitthvað kannast við glæsilegt og frjálsmannlegt göngu- lag hennar. Ég ætlaði að virða hana betur fyrir mér, en varð of sein, því hún fór aftur innfyrir. Einhvern veginn hafði þetta nána samband, sem verið hafði á milli okkar Christophers nokkur augna- blik, rofnað. Ég held að við höfum bæði fundið það, þegar ég sagði hálf stamandi: „Þú — þú sagðir, að þú þyrftir að tala við mig? Hvað ætlaðirðu að segja? Ég verð nefnilega að fara. Ég geri ráð fyrir, að eitthvað hafi tafið bróður minn. Ég held — ” „Það er eiginlega um Rory, Katharine, ef þér er sama.” Allt í einu náði einhver óróleiki tökum á mér og mér fannst ég þurfa að komast í burtu. Ég hafði ekki munað eftir Christopher Went- worth, einfaldlega af því að ég vildi það ekki. Það hjálpaði ekkert sú staðreynd, að hann hafði tvisvar sinnum verið mér mjög góður, og i annað skiptið meira en bara góður við barn, sem hafði orðið þátttak- andi í miklum harmleik. Hann mundi alltaf verða tengdur þeim harmleik, alveg eins og Japhael Nanda. Eitthvert illt hugboð gagntók mig svo, að ég varð hálf óttaslegin. Ég safnaði saman töskunum mínum í svo miklum flýti, að það gat ekki farið fram hjá honum. „Ég tek bara strætisvagninn,” sagði ég. Ég talaði svo hratt, að ég varð hólf óskýrmælt. „Flugvélin er komin, ,,Þrír ungfrú. Þrír en ekki tveir. En ekki gráta.” sjáðu.” Ég þreif kápuna á stólnum við hliðina ó mér. Christopher lagði höndina á ferðatöskuna mína eins og til að hindra það, að ég lyfti henni upp. Hann opnaði munninn til að segja eitthvað, en leit um leið yfir öxl mína, og ég heyrði að einhver sagði fyrir aftan mig: „Katharine, ég var orðin hrædd um þig,- Ég hélt 38VIKAN 45. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.