Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 11

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 11
VANTREYSTIR ÖLLUM Elsku Póstur! Ég á við vandamál að stríða og hef engan til að ráðfæra mig við, nema þig. Þess vegna þætti mér vænt um, ef þú gætir hjálpað mér. Þannig er mál með vexti, að ég er búin að vera með strák í tvo mánuði, og ég er mjög hrifin af honum. Þegar við erum saman, þá er hann svo góður við mig, og mér líður svo vel með honum. Hann virðist vera yfir sig hrifinn af mér, en ég veit, að hann er með öðrum stelpum. Hann er mjög vinsæll, og hann dylur ekki, að hann er með öðrum stelpum líka og segir mér allt um þær. Það fer mjög í taugarnar á mér, því að eðlisfari er ég mjög afbrýðisöm. Ég hef oft ætlað að tala um þetta við hann, en við erum svo sjaldan ein saman, og þá við ég ekki eyði- leggja þær fáu, en hamingjusömu stundir, sem við erum saman. Hann er töluvert eldri en ég, og ég veit, að hann hefur orðið fyrir aðkasti hjá vinum sínum þess vegna. Svo er það annað. Ég hef verið með svo mörgum strákum, að ég man ekki einu sinni hvað mörgum. Þeir vilja allir komast upp á mig, en ég vil það ekki. Þá taka þeir mig bara með valdi og henda mér svo bara út. Ég er of ung til að nota pilluna, og þeir nota oftast smokka, en ég er samt dauðhrædd. Ég hef ekkert á móti því að gera það.... en með skítugum strákum einhversstaðar inni í bíl, það finnst mér hræðilget. Elsku Póstur, hvað á ég að gera? Ég er orðinn dauðhrædd við alla stráka, vantreysti öllum og þori ekki út fyrir dyr. Ég hef reynt að tala við vinkonur mína, en þær eru svo afbrýðisamar, af því að ég á svo marga sjénsa. En ég held, að ég sé farin að hata stráka. Þeir eru allir svo vondir við mig, nema X, en ég hitti hann svo sjaldan. Hvernig er stafsetningin? Stína Mín kæra Stína! 7/7 að byrja með /angar mig að benda þér á að X er ekkert góður við ÞiG, hann er fyrst og fremst góður við sjálfan sig. Hann segir þér frá hinum stelpunum, sem hann er með, — en heldurðu, að hann segi þeim ekki /íka frá þér? Finnst þér hjartagæska að vera að tala um aðrar stelpur við stú/ku, sem hann ermeð (eftirþvísemþú segir)? Og hvers vegna eruð þið svona sjaldan tvö ein, ef þið eruð bæði svona yfir ykkur hrifin? Er það ekki vegna þess, að annað hvort ykkar er ekkert svona yfir sig hrifiö og vill he/st ekki vera eitt með hinu?? Þú segist vera ofung tilað taka pill- una — en ertu þá ekkilíka of ung til aö vera með skítugum strákum inni í bíl? — Ég held þú megir taka þig ærlega á, mín kæra, og hugsa ráð þitt vel og vandlega, áður en þú /endir i einhverjum ógöngum, sem kannski verður hægara sagt en gert að komast úr aftur. Hvað vinkonum þínum viövíkur, te/ ég ekki, að þær vilji ekki tala við þig, vegna þess hve marga sjensa þú hefur. Sjá þær ekki bara, á hversu hála braut þú ert komin? Og það er engin stú/ka öfundsverð af því að vera misnotuð af strákum, en þaö er það, sem mér virðist þú vera, eftir lestur bréfs þíns. Þú ert full örugg með sjálfa þig, og ég vii benda þér á eitt, sem ein fræg leikkona sagði í blaðaviðtali: ,,Það er al/taf hægt að neita karlmönnum." Ég á líka heldur bágt með að trúa, að þú látir taka þig með va/di hvað eftir annað án þess að kæra nauðgun. Taktu þig nú á, og hættu að vorkenna sjálfri þér svona, þetta er sjálfskaparvíti. — Það er ekkert hægt að lesa úr þessum fáu Hnum, sem þú skrifaðir með penna. Stafsetning- in er mjög góð. SNYRTISÉRFRÆÐINGUR Kæri Póstur! Mig langar að fá svör við nokkrum spurningum. i hvaða skóla á ég að fara til að læra að verða snyrtisérfræðingur? Hvað þarf ég að vera orðin gömul, og hvaða prófi þarf ég að Ijúka? Hvaða merki passar best við hrútinn (stelpu) og svo þetta vanalega: Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Með þökk fyrir birtinguna. N.S. Það er enginn sérstakur skóli hér, sem útskrifar snyrtifræðinga, en Margrét Hjálmtýsdóttir hefur verið með námskeiö í þessu fagi, (kvöldskó/a), og útskrifar hún snyrtifræðinga. Þú finnur nafn hennar og símanúmer í slma- skránni. Snyrtinám geturöu einnig /ært á snyrtistofum, en þá þarf viðkomandi he/st að vera orðinn 18 ára og hafa lokið gagnfræða- prófi. Á stofunni lærirðu t.d. hand- og fótsnyrtingu, en þú þarf að taka próf í Hffærafræði, sem læknir dæmir svo um. Ljónið eða nautið eiga best við hrútsstelp- una, skriftin ber vott um mikla fljótfærni, og þú ert 15-16 ára. Ath. Greiðsluskilmálar KJÖRGARÐI Gluggatjaldadeild Blúndustóresar Velúrefni Svissnesk gluggatjöld Eldhúsgluggatjöld Dúkar og fleira 45. TBL. VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.