Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 39

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 39
kannski að þú hefðir misst af vélinni.” Ljóst hár hennar straukst við mig um leið og hún beygði sig fram og kyssti mig á vangann. „Fyrirgefðu hvað ég er sein, en ég hélt að Rory — hann varð að taka aukavakt. Hvað er langt síðan? Fimm ár? Ha? Mér sýnist þú ekki hafa breyst mikið. Eða stækkað, ef út í það er farið.” Hún virti mig gaumgæfilega fyrir sér. ,,Þú ert dálítið föl, en það verður fljótt að lagast.” Hún leit niður á ferðatöskuna. ,,Er þetta allur farangur þinn?” Hún lét augun hvarfla frá hendi Christophers Wentworth, sem enn hvíldi á töskunni, og upp að andliti hans. Bros hennar sem verið hafði svo vingjarnlegt, varð nú þvingað og uppgerðarlegt. Söru lá hátt rómur, en rödd hennar var hrífandi. ,,Ég sé að þú hefur hitt Wentworth leynilög- reglufulltrúa,” sagði hún. ,,En gaman. Ertu að koma, Katharine?” Hún tók kápuna mína á handlegg- inn og beið ekki eftir að ég tæki upp töskuna, heldur hraðaði sér burt. Ég sneri mér að Christopher Wentworth, sem var að athuga í veski sitt. Svipur hans var alvar- legur og hann lét eins og hann væri mér algjörlega ókunnugur. Hann lét eins og ég hefði aldrei verið til. „Vertu sæll, herra Wentworth. Þakka þér fyrir —” „Katharine.” „Ég er að koma, Sara.” Mér er sama hvað henni finnst, ég ætla að kveðja hann. „Þetta var indælis morgunverður. Þú bjargaðir mér alveg.” Því í ósköpunum hafði ég nú sagt þetta svona, hugsaði ég, það er einmitt honum að þakka að ég er á lífi í dag. Þegar Christopher leit upp aftur, velti ég því fyrir mér, hvernig mér hafði getað fundist heiðblá augu hans vingjarnleg og hlýleg. Hann kinkaði stuttlega kolli, án þess að brosa, snerist síðan á hæli og gaf þjóninum merki. Ég hikaði. Fyrir nokkrum mínútum hafði mig mest langað til að hlaupa frá honum. Hversvegna fannst mér þá nú, eins og ég væri að missa af einhverju? Fimm mínútur með Söru voru samt nóg, til þess að koma hverjum sem var i gott skap. Hún var dásamlegur gestgjafi, eins og fólk í Afríku yfirleitt er. Hún hélt samræðunum gangandi, þrátt fyrir lélegar undirtektir mínar og brátt hurfu allar hömlur af mér. Hún hefur tekið eftir, að mér varð starsýnt á vaxtarlag hennar, og þegar við vorum komnar i bílinn, sagði hún:,,Égmissti fóstur í fyrra. Við urðum fyrir svo miklum vonbrigðum, að ég var hálfhrædd við að byggja of miklar vonir við” — hún leit niður á sig — „þetta, fyrr en við vorum alveg viss. Svo bað ég Rory að vera ekkert að minnast á við þig að ég hefði misst í fyrra eða að ég væri aftur komin af stað,” sagði hún og ók af stað. „Svo þegar þú sagðist ætla að koma og heimsækja okkur, þá ákváðum við að koma þér á óvart.” Bros hennar var svo innilegt, að ég hallaði mér að henni og kyssti hana ó kinnina. Þetta virtist gleðja hana. Hún ók meðfram fallegum blómstr- andi trjám og beygði inn á veginn, sem lá í átt til Umbala, höfuðborg- arinnar í Nakadia. „Jæja,” sagði hún stoR, „hvern- ig list þér á? Þetta er nýtt siðan þú varst hérna, er það ekki, Katharine?” Ég starði út á rennisléttan veginn, það hvein í malbikinu, þegar við ókum áfram. Ég brosti ánægjulega, eins og það hefði verið ég, sem byggði þennan veg. „M’pandu?” spurði ég. „Já.” „Gamli snillingurinn. Þetta sagðist hann alltaf ætla að gera. Hann hlýtur að vera mjög stoltur.” „Hér eru ekki lengur leiðinlegir holóttir vegir. Lengra i burtu, auðvitað — ” Sara yppti öxlum og ég minntist ferðalaga föður míns, þegar hann var sveitarstjórnarfull- trúi. Hann þurfti að notast við vegi, sem gátu varla kallast annað en troðningar. „Hvernig gengur M’papdu með ferðamálin?” spurði ég. „O.” Það kom hik á Söru. „Ágætlega. Hann verður auðvitað að fara sér hægt. Japhael Nanda er alltaf jafn ákafur í leit að mólmum, og hann er enn það valdamikill að taka verður tillit til hans. M’pandu vill ekki að landið verði gert að einni stórri blý- og zinknámu, eins og gerðist í Kameni. Hann segir, að mestu auðæfi Nakadiu, séu hið villta dýralíf okkar, en það eru ekki allir honum sammála. Auðvitað snart dauða- slysið í gljúfrinu hann illa. Ég held, að hann sé sjálfur að athuga, hvernig það vildi til.” „Hvemig líður honum?” Senni- lega hefur rödd mín titrað svolítið, því Sara leit snöggt til min og sagði: „Þér þótti mjög vænt um hann, er það ekki. Svo sagði Rory. M’pandu er alltaf jafn óbugandi. Rory segir að gamli maðurinn líti alltaf eins út, — og að hann hafi alltaf verið eins, svo langt aftur sem Rory man.” Það gat nú verið ansi langt aftur, því öfugt við mig, þá fæddist hálfbróðir minn í Nakadiu. Móðir hans hafði dáið úr Malaríu, sem hún hafði fengið á ferðalagi með pabba í frumskóginum. Þremur árum síðar hafði pabbi kynnst móður minni og gifst henni. Móðir mín hafði ekki kunnað vel við sig í Afríku. Pabbi sendi hana heim til Englands, þegar hún gekk með mig, og þar bjó hún, og ég svo síðar meir, hjá Kate frænku, þangað til ferðalögum pabba lauk, og hann kom og náði í okkur. Þegar ég var fjögurra ára, dó mamma, þegar billinn hennar rann til á slæmum vegi og rakst á flutningabíl, en hún hafði verið á leið i kaffiboð til vinkonu sinnar. Pabbi hafði misst báðar eiginkonur sínar, og ég gat varla sagt, að ég myndi nokkuð eftir móður minni. Um leið og Sara beygði inn á aðalgötuna í Umbala, spurði ég: „Hvar er Rory eiginlega?” Hún svaraði ekki. Varla þurfti hún að einbeita sér svona mikið við aksturinn, því bæði var umferðin lítil og vegurinn beinn og breiður. „Hann er önnum kafinn eins og er, Katharine,” sagði hún loks. „Það er vegna þessa dauðaslyss, skil- urðu.” „Ég man ekki eftir, að Rory hafi minnst neitt á það í bréfinu.” Hún leit undrandi á mig, en sagði svo: „Ó, ég hélt — ” „Hélst hvað?” „Ja, þú sast hjá herra Went- worth. Það virtist fara vel á með ykkur, þegar ég kom. Ég hélt bara, að hann hefði verið að segja þér frá þessu.” „Nei.” Ég var að hugsa um, hvað hún hafði verið kuldaleg við hann, og þess vegna hef ég ef til vill verið heldur stutt í spuna, þegar ég svaraði henni. Hún klappaði mér ó hnéð. Þið þekkist auðvitað frá gamalli tíð, er það ekki?” „Það er varla hægt að segja að ég þekki hann. Það voru frekar Rory og pabbi. Wentworth -fólkið bjó á Mabata-búgarðinum, og ég fór þangað nokkrum sinnum, þegar ég var lítil, en ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíma hitt herra Wentworth 45. TBL. VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.