Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 19

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 19
„Kannski örlítið, býst ég við. Velti fyrir mér, hvort allt verði í lagi.” „Allar konur hafa áhyggjur í slíku ástandi. Ég hafði að minnsta kosti áhyggur.” „Er það satt?” „Já, auðvitað. En allt var í lagi með Lucy, alveg eins og allt verður i lagi með þitt barn.” Sara þagði en sagði svo: „Mary, mér datt í hug, hvort ég mætti vera hér til klukkan fimm? Alec ætti að vera kominn um hálfsex og þá förum við til lögreglunnar. ” „Auðvitað geturðu verið ef þú vilt... til lögreglunnar segirðu?’ „Já, við ákváðum það í gær- kvöldi. Símhringingin þín hafði mikil áhrif.” Mary virtist vandræðaleg. „Ég vil helst ekki vera afskipta- söm, en þú varst í slíku ásigkomu- lagi að ég ákvað að taka til minna ráða. Ég vona að þú hafir ekki verið mér mjög reið.” „I hreinskilni sagt var ég það í fyrstu. En Alec tók miklu meira mark á því, sem þú sagðir. Og þegar ég sýndi honum gatið í runnanum, held ég hann hafi alveg sannfærst — .. ó .. þú hefur ekki heyrt um það, er það?” Þegar hún hafði lokið við segja henni söguna um herra Turner fóru þær báðar að hlæja. „Hann er meðaumkunar- verður. Að minnsta kosti sparar þetta þér ferðina á lögreglustöð- ina.” Sara hætti skyndilega að hlælja. „Hvað áttu við?” Orðið ,,hefnd” glumdi í höfðinu á Söru. Herbergið tók að snúast fyrir augum hennar, fyrstrólega, síðan hraðar, þar til miskunnsamt myrkrið gleypti hana að lokum eftir æðisgengna hringiðu. „Nú, þú þarft ekki að fara núna, er það? Ég reikna með að það hafi verið gatið í runnanum, sem fékk Alec til að vilja gera eitthvað í málinu. Kannski skiptir hann nú um skoðun.” „En það var ekki bara það!” hrópaði Sara. Mary trúir mér ekki lengur! Hugsuninni laust niður í huga hennar. „Mary, hvers vegna hefurðu skipt um skoðun?” „Um hvað?” Hugrekki Söru brást. „Um að fara til lögreglunnar.” Mary hikaði við en sagði svo: „Nú.... ég íhugaði það ekki gaum- gæfilega. Kannski ég hafi bara verið leidd til að komast að rangri niðurstöðu.” „Svo ég leiddi þig þá?” „Jæja, kannski það sé ekki rétta orðið...” „Þú sagðir það,” hreytti Sara út úr sér. Hún staulaðist á fætur. „Ég sé að það er tilgangslaust að vera hér hjá þér.” „Gerðu það, Sara, vertu ekki reið.” „Hvað á ég þá að vera?” sagði Sara og missti stjórn á skapi sínu. Hún sló hönd Mary af handlegg sínum og reikaði að dyrunum. Sara var í eldhúsinu og nartaði í skinkusamloku, þegar Alec kom heim. „Hvernig hefur sveltandi eigin- konan mín það?” „Hún er svöng. Ég fékk mér ekkert að borða í hádeginu.” „Því í ósköpunum ekki?” „Ég skal útskýra það á leiðinni til lögreglustöðvarinnar.” Undarlegur svipur leið yfir andlit Alecs. „Ég hef verið að hugsa. Kannski...” Sara setti samlokuna varlega niður á diskinn. „Segðu mér það ekki. Þér finnist að við ættum ekkert að gera í málinu. Ekki fyrr en ég er dauð,” hrópaði hún með grátstafinn í kverkunum. Og hún fleygði kortinu á borðið. Alec var strax kominn við hlið hennar. „Sara, gráttu ekki, gerðu það, gráttu ekki.” Hann tók utan um hana. Smám saman dró úr kjökri hennar. „Alec, hvað kom þér til að skipta um skoðun?” „Ég hef ekki skipt um skoðun. Ég hef bara fundið betri lausn.” Sara fann að spennan minnkaði í likama hennar. „Meinarðu að þú trúir mér ennþá? Þú heldur ekki að þetta sé uppspuni úr mér?” „Auðvitað ekki.” Rödd Alecs var óvanalega blíð. Sara varð máttlaus af feginleika. „Elskan, mér þykir þetta leitt. Ég lenti í svo hræðilegu rifrildi við Mary í dag. Hún trúði mér ekki, svo ég reiknaði með að ástæðan fyrir því að þú vildir ekki fara til lögreglunnar væri sú að þú tryðir mér ekki heldur. Þess vegna komst ég í uppnám. Ég veit ekki, hvað er að mér þessa dagana.” „Eigum við ekki bara að segja að þú sért svolítið taugaspennt.” Alec glotti að því, hvað hann tók veikt til orða. Sara brosti dauflega. „Alec, hvað meintirðu þegar þú sagðist hafa fundið betri lausn á vandamálinu?” Alec stóð upp í skyndi. „Ég vil ekki segja þér það í augnabiikinu. Ég vil fyrst sjá, hvort það gengur.” „En mér liði strax miklu betur, ef ég vissi að eitthvað væri gert í málinu.” Hann tók bliðlega í hekdur hennar. „Gerðu það, elskan, treystu mér.” Sara færðist undan. En hún hafði þó stuðning Alecs. „Allt í lagi en lofarðu þvl, að ef það gengur ekki á þinn hátt, þá förum við til lögregl- unnar um helgina?” Hann hikaði. „Allt i lagi. Ég lofa því.” Hann tók upp kortið og las boðskapinn. Munnur hans herptist. ,.Ég tek þetta.” Hann setti það í vasann. Það verk hans fullvissaði Söru. Alec var við stjórnvölinn. Hún leit á klukkuna. „Líttu á klukkuna! Við eigum að vera komin til Angelu kortér fyrir átta.” „Ertu viss um að þú teystir þér til að fara?” Umhyggja hans hlýjaði henni, huggaði hana. „Já, mér liður ágætlega. Ég hlakka reglulega til.” Sara var undrandi á sjálfri sér, en þegar hún fór upp, komst hún að því að það var satt. Venjulega hélt hún ekki lengi til fyrir framan spegilinn, en í kvöld hinkraði hún um stund til að dást að kjólnum sínum, sem hún var reglu- lega ánægð með. „Sykursætur,” sagði rödd fyrir aftan hana. „Ég gæti étið þig.” Sara ljómaði. „Ertu næstum tilbúinn?” ,‘,Ef þú gætir bundið á mig bindið...” Setustofan var uppljómuð og hlý. Mjúkt, þykkt gólfteppið lét mjúk- lega undan fótum Söru, þegar hún gekk yfir herbergið með Angelu sér við hlið. Frank tók á móti henni með útréttum örmum. „Sara, þú lítur dásamlega út.” Léttur kossinn, sem Frank þrýsti á vanga hennar, stóð lengur við en hún hefði viljað. Hún mætti augum Alecs yfir öxl Franks. Hún reiddist glettninni í augum hans. David kom líka til að heilsa henni en kveðja hans stakk í stúf við heimsvana framkomu Franks. Sara brosti hlýlega til hans og settist niður við hlið Mary og brosti til þeirra allra út að eyrum. Það eina, sem skyggði á ánægjuna, var 45. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.