Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 47

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 47
virtist bara mikill léttir af því, að þetta var yfirstaðið. Allan seinni hluta dagsins œddi stormurinn úti fyrir. Regnið landi rúðurnar, vindurinn þaut eftir ströndinni og þeytti öldunum upp á land. Ég sat í anddyrinu og starði út og fannst ég óskaplega ein og yfirgefin. Ég hafði lifað ægilega storma í mínu eigin einkalifi, og nú var allt búið. Þess vegna vissi ég, hvernig götur bæjarins myndu líta út, þegar fárviðrinu slotaði. Göt- urnar vrðu auðar og tómleiki og kyrrð yfir öllu. Þannig hafði líf mitt verið síðan Símon sagði að fullu skilið við mig. Ég var svo óskaplega eirðarlaus, og þegar klukkan var langt gengin i fimm, ákvað ég að fara i regnkápu og stígvél og fara út. Það rigndi minna núna, og allt var betra en að sitja inni í kæfandi og þrúgandi andrúmsloftinu á hótelinu. Ég fékk mér göngu niður að ströndinni. Vitjaður lifsins Ég gekk lengi, án þess að vera mér meðvitandi um, að ég hefði tekið ákveðna stefnu. En svo snar- stoppaði ég og horfði á bátinn, þar sem maðurinn hafði setið og málað. Hér var það, sem Rósa og vinur hennar höfðu komið hlaupandi eftir ströndinni hönd í hönd. Ég fann sting í hjartað og þessa sáru tómleikatilfinningu gagntaka mig. Svo leit ég upp og sá litla húsið upp á klettunum. Þar var ljós í gluggunum, og ég sá menninn koma út í glugga, standa og stara út yfir hafið. Hann veifaði til mín, þegar hann kom auga á mig, en ég veifaði ekki til baka. 1 staðinn snérist ég á hæli og hélt áfram göngunni. Fæturnir sukku í blautan sandinn, og vatnið skvampaði undir stígvélunum. Ég var komin að brimgarðinum, þegar hann náði mér. Peysan hans var rök af regninu, og vindurinn stóð i hárlubbann. — Þér eruð vonandi ekkert sjúkar? Hann virtist vera áhyggju- fullur. Nei, auðvitað ekki. Mér líður vel. Ég þoldi bara ekki við á hótelinu lengur. Fólkið sat bara og dormaði í stólunum. Það fór hrollur um mig, og svo fann ég, að hann stakk höndinni undir handlegg minn. — Ég þekki þessa tilfinningu, sem þú ert að lýsa. Hvers vegna förum við ekki uppeftir til mín og fáum okkur te? Mér varð strax hugsað til Rósu og vinar hennar og hristi höfuðið. — Nei takk. — Já, en þér getið ekki haldið svona áfram, sagði hann stillilega. — Þér megið ekki loka yður frá öðrum með kvöl yðar. Þér neyðist til að sætta yður við hana, sætta yður við það, sem gerst hefur, og læra að lifa með því. — Ég lifi sannarlega með því, sagði ég og varð skyndilega reið. — Ekki eins og ég meina, sagði hann. — Þér haldið fast í sorg yðar og vonbrigði. Það er auðveldara en að horfast í augu við framtíðina og tómleikann, sem yður virðist blasa við. En þér verðið að skilja það, að strax og þér hafið tekið fyrsta skrefið inn í framtíðina, er ekki tómarúm þar lengur. Lærðuð þér ekki í skólanum, að náttúran hafnar tómarúmi? Hann brosti. — Ég hélt ekki, að það væri satt, en það er auðvitað satt. Þannig upplifði ég það. — Þér? Og þá minntist ég Jean, konunnar hans, sem var dáin. Hann hafði sleppt hendinni á mér, eins og hann héldi að mér þætti snertingin of nærgöngul, en það þótti mér reyndar ekki. — I marga mánuði eftir dauða Jean vildi ég ekki tala við neinn, sagði hann. Nágrannarnir komu auðvitað og snérust í kringum mig, aðallega vegna barnsins, sem þeir héldu að ég gæti ekki annast einn. En ég sendi þá burtu, og ég gat annast barnið sjálfur. Ég lifði með minningunni um Jean, lifði fyrir sorg mína. Hann beygði sig snöggt niður og tók upp stein og kastaði honum langt út yfir hafið. — Rósa var næstum tveggja ára, áður en það rann upp fyrir mér, hvilikum skaða ég olli henni. Hún var mjög glaðlynt og fullkomlega eðlilegt barn og þurfti að hafa samskipti við fleira fólk en mig. Þess vegna þvingaði ég sjálfan mig til að snúa aftur til þeirrar tilveru, sem ég áður hafði lifað, — og uppgötvaði mér til mikillar undrun- ar, að mín var beðið með óþreyju. Hann brosti aftur. — Við erum öll hvert öðru háð. Ekki endilega i ást, heldur mannlegum samskipt- um, og það munuð þér finna, þegar þér eruð tilbúnar að taka stökkið. Við vorum komin að brimgarð- inum og snérum þar við. — Ég er búin að segja upp starfi mínu í London, sagði ég. — Þegar ég er búin í fríinu, þarf ég að leita mér að öðru starfi. — Ætlið þér að snúa aftur til fæðingarbæjarins? — Nei, sagði ég. Það væri eins og að stíga aftur i fortíðina, og slikt getur maður ekki leyft sér. Maður verður að leita fram á við. í sama augnabliki rann upp fyrir mér ljós, ég hafði sagt, að ég yrði að horfa fram á við. Sambandinu við Símon var lokið, en samt hafði ég komið aftur hingað, þar sem samband okkar hófst. — Yður hlýtur að finnast ég óskaplegur kjáni, sagði ég. — Því þá það? — Þér hafið orðið að reyna svo margt, og i rauninni hefi ég ekkert þolað í líkingu við það. Aðeins venjulega ástarsorg. — Það er dálítið, sem mig langar til að sýna yður, sagði hann. — En ég get það ekki, nema þér viljið fylgjast með heim. Hann flýtti sér að bæta við: — Þér þurfið ekki að biða eftir teinu, ef þér kærið yður ekki um það. Hann hafði innréttað vinnustofu í innsta herbergi hússins. Einn veggurinn var þakin málverkum af einni og sömu konunni. Ungri konu með bros í auga og fallega andlits- rætti. Sumar myndirnar voru eins og málaðar í daufari litum, voru dálitið óskirar, eins og tíminn hefði máð minninguna um viðfangsefnið. Hann andvarpaði. — Þetta segir allt ekki satt? I mörg ár eftir að Jean dó hélt ég áfram að mála hana, af þvi að ég gat ekki látið hana sleppa frá mér. Ég gat ekki trúað því, að líf mitt fengi nokkurn tilgang án hennar. Svo snéri hann sér við og sýndi mér önnur málverk eftir sig. — Kyrra- lífsmyndir, landslagsmyndir, mál- verk af Rósu á ýmsum skeiðum æfi hennar og eitt málverk af vini Rósu, sem enn var ólokið. — Alls staðar i kringum okkur eru áhugaverðir hlutir og iðandi mannlíf, heillandi fólk, skemmtilegt lif. Það eru skelfileg mistök að loka augum sínum fyrir því. Rósa stakk höfðinu inn um dyragættina og sagði feimnislega: — Teið er tilbúið pabbi. Ætlið þér að drekka með okkur? — Jú, takk, sagði ég. — Mjög gjarnan. Ég hefði getað boroað kvöldverð alein í matsal hótelsins og eytt síðan kvöldinu fyrir framan sjón- varpið í setustofunni. Ég hefði svo getað farið upp á herbergið mitt og setið og starað út yfir dimmt hafið og hugsað um Simon og dekrað við hjartasorgir mínar. En ég valdi ekki þessa kosti. I staðinn hjálpaði ég Matt Helsten við að matreiða nautakjötsrétt, við Rósa hjálpuðumst að við uppþvott- inn, og ég drakk með þeim kaffi og tók þátt i samræðum þeirra og glaðværum hlátri þeirra. Síðar um kvöldið fóru Rósa og vinur hennar út. Þau sögðust ætla á diskótek, músikin væri reyndar ekkert sérstök, en það væri samt ágætt þar. Mér varð hugsað til Símonar og dansleikjanna með honum á Grand, ég brosti. Þegar ég fann, að Matt horfði spyrjandi á mig, sagði ég honum frá hugsunum mínum, og við hlógum saman. Þetta var í fyrsta skiptið, sem ég gat hlegið að minningum mínum um okkur Símon. Sem snöggvast fann ég til sektarkenndar, en svo fann ég allt í einu, að hlátur getur verið eins þýðingarmikill og grátur. Manni léttir, bældar tilfinningar fá útrás. — Ef þér viljið, þá á ég nokkrar gamlar plötur frá þessum tíma, sagði Matt. Hann rótaði í plötu- staflanum og valdi gamla rokk- plötu. Hann ýtti borðinu til hliðar, og svo hófum við villtan dans í litlu þröngu stofunni. Eftir nokkrar mínútur gáfumst við upp og hnigum móð og másandi niður á sófann. — Ég er ekki ungur lengur, þetta er einum of mikið fyrir mig, sagði Matt angurvær. — Ég verð fertugur, næst þegar ég á afmæli. — Það er engin aldur, sagði ég. — Heldur meira en 28 ár. Hann horfði fast i augu mín. Allt i einu fann ég roðann leita upp í kinnarnar og sagði andstutt: — Ég verð víst að fara núna. Klukkan er orðin margt. — Ég fylgi yður, sagði Matt strax. — Ö, nei, ég vil ekki láta yður hafa fyrir mér. — Hafa fyrir. Hann hló. — Þér eruð sérkennileg stúlka, Jenný. Við höfum átt yndislegt kvöld saman, og þegar ég vil gjarna framlengja það, haldið þér, að ég sé að hafa fyrir yður. Hann tók í hönd mína og þrýsti hana létt. Hvenær fær ég að sjá yður aftur? — Eruð þér vissir um, að þér kærið yður um það? Þetta var heimskulega sagt, en ég var óviss, var hrædd um að verða fyrir vonbrigðum aftur. — Já, mér er það afar mikils virði, sagði Matt. — Á morgun þá? — Á morgun. Himinninn var stilltur og aðeins stöku ský að sjá, ekkert minnti lengur á óveðrið, sem hafði geisað. Hönd í hönd yfirgáfum við Matt húsið og gengum heim til gistihúss- ins. Endir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.