Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 18

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 18
'á Smám saman skýrðust stafimir og drógust saman í auðkennda mynd. „Vér höfum gert sáttmála við dauðann og samning við Helju.” (Jesaja XXVIII:15). Lengi vel stóð Sara og starði á prentaða stafina, stjörf og vantrú- uð. Þá kom óttinn. Án þess að gera sér grein fyrir, hvað hún var að gera, flýtti hún sér inn í húsið. Hún lokaði og læsti dyrunum á eftir sér og hallaði sér að hurðinni augnablik áður en hún staulaðist inn í eldhúsið og sökk niður í ruggustólinn. „Þetta var beinasta ógnunin, sem hún hafði fengið. Hún leyfði sér ekki að hugsa: „Hann ætlar að drepa mig.” En þörfin fyrir hreyfingu kom henni á fætur. Hún þreif simann og hringdi. Hún bað til guðs að Mary væri heima. Hún var í þann veginn að setja tólið aftur á, þegar dauf rödd sagði: „Halló?” „Ég hélt þú væri ekki heima!” „Ég var í baði. Geturðu verið fljót?” „Mary, má ég koma til þín?” „Já, auðvitað. Hvenær viltu koma?” „Núna. Ef það er ekki mjög óþægilegt, auðvitað.” „Nei, það er fínt.” En Mary hljómaði eins og hún héldi aftur af sér. Á leiðinn heim til hennar hugsaði Sara um viðbrögð Mary. Hvað átti það að þýða? Hún var samt viss um að þegar Mary sæi kortið þá myndi hún skilja. Mary las kortið í hljóði. „Hm. Sáttmála við dauðann. Mjög áhrifa- ríkt. Hver svo sem þetta er gerir hann allt, sem í hans valdi stendur til að hræða þig. Og tekst það.” Sara náði valdi á rödd sinni aftur. „Er þetta allt, sem þú hefur að segja? Þú virðist taka þessu mjög rólega.” „Ég held ekki að það geti verið nein raunveruleg hætta, þá hefði eitthvað meira gerst.!” „En hver getur verið að þessu, Mary? Og hvers vegna?” „Ég veit það ekki. Kannski hann hafi valið þig af tilviljun. En ég er alveg viss um að hann gengur ekki lengra en þetta. Hún sló létt með kortinu. „Gerðu það nú, Sara, reyndu að vera ekki í slíku uppnámi út af þessu. Hefurðu áhyggjur vegna barnsins?” Sófasett og borðstofu- sett í miklu úrvali nýjar gerðir HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVIKUR HF Brautarholti 2. Símar 11940 & 12691 18VIKAN45. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.