Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 40

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 40
Ilniiurinn 2l.mars 20.aiiríl >auliA 2l.april 2l.niaí T%iburarnir 22.mai 2l. júni Þú verður óvenju vin- sœllþessa dagana, og verður það til þessi að einhver þér kœr- kominn verður með afbrigðum afbrýði- samur. Þú mótt eiga von á leiðinlegum at- hugasemdum. Einhver biður þig álits á ákveðinni per- sónu, sem þú þekkir of lítið til að þú getir fellt nokkum dóm um hana. Því er þér fyrir bestu að segja sem minnst og láta aðra um að dæma. Þú hefur sýnt ein- hverjum vini þínum of mikla góðvild, og ætlar þessi vinur þinn nú að notfæra sér blíðlyndi þitt. Láttu ekki leika á þig, og beittu hörðu, ef með þarf. hr;'hhinn 22. jtmi J.Vjnli Þú mátt búast við alvarlegum fjöl- skyldudeilum í þess- ari viku og verður að gæta tungu þinnar í þeim málefnum. Var- astu að særa þá, sem í rauninni kemur1 þetta ekki við. Rómantíkin er ofar- lega á baugi hjá unga fólkinu í þessari viku. Þú kynnist persónu af hinu kyninu, sem á eftir að hafa mikil áhrif ó þig, aðeins til góðs. Happatala er 8. I.jónii) 2 l. júIí 24. iiiti‘1 Vinur þinn stendur í leiðinlegu máli þessa dagana, og ættirðu að vera honum innan handar. Þú verður beðinn um að gerast milligöngumaður í þessu máli, og skaltu gera það fúslega. Sporiltlrckinn 24.okl. !.M.nót. Þér mun takast vel upp með allt, sem þú tekur þér fyrir hend- ur þessa vikuna. Þú ættir þó að bíða með að taka alvarlegar ákvarðanir, þar sem fljótfæmi gæti eyði - lagt fyrir þér. Það er hætt við, að þú segir frá leyndar- máli, sem þér hefur verið trey st fyrit til að bjarga eigin skinni. Þú ættir þó að hugsa þig tvisvar um, óður en þú svíkur loforð þitt. Hoi<ni;ii>urinn 24.nói. 21.úcs. Fyrri hluti vikunnar mun reynast fremur rólegur, og ættirðu að nota þann tíma til að vinna upp verk- efni, sem þú hefur ekki haft tíma til að sinna fram til þessa. Slcingcilin 22.dcs. 20. jan. Bréf, sem þér berst, gæti reynst innihalda rangar upplýsingar, og ættirðu því að bíða um stundarsak- ir, uns þú færð nánari skýringu á málefn- um. Þú eyðir um efni fram. \alnshcrinn 2l.jan. IQ.fcbr. Líf þitt verður spenn- andi þessa dagana, og þú tekur þér nýtt tómstundaáhuga- mál. Þú kynnist fremur leiðinlegri hlið á einhverjum, sem þér þykir vænt um, og tekur það nærri þér. Nú er rétti tíminn til að notfæra þér áhrif þau, sem þú getur haft á ákveðinn aðila. Miklar breytingar verða ó högum þínum síðari hluta þessarar viku, og verða þér til góðs. — Christopher, meina ég. Hann hefur sennilega verið í heimavistar- skóla þá. En ég vissi ekki að hann væri lögreglumaður,” bætti ég við. „Hjá Scotland Yard,” sagði sara. ,,En hann er ekkert á þeirra vegum hér. Sam gamli Brandt.sem hefur rekið Mabata-búgarðinn síðan frú Wentworth dó, fékk slag og dó í vikunni sem leið. Ég held, að Wentworth hafi bara komið til að líta eftir búgarðinum. Það veit enginn, hvað verður með hann núna.” „Tekur ekki rikisstjórnin við rekstri hans? Ég hélt> að þeir stefndu að því að yfirtaka sem flestar af landareignum gömlu frumbyggjendanna og búgarða, þetta verða hvort sem er allt leigujarðir í ríkiseign.” „Já,” samsinnti Sára. En ég held, að það séu ekki allir á sömu skoðun, hvað Mabata áhrærir. Þeir framleiða mikið af nautakjöti. Þetta eru um það bil tólf þúsund ekrur.” „Svo Christopher Wentworth er hér bara þess vegna?” „Ja, hann hefur eitthvað verið að athuga með þennan vesalings mann, sem féll í gljúfrið.” Sara hikaði aðeins. „Það er ekki alveg ljóst, hvort hann datt eða var hrint.” „Hvar í gljúfrinu var þetta?” Ég var í rauninni ekkert áfjáð í að fá svar við þessu, en sú staðreynd, að ég hafði þó getað spurt, var mér hughreysting. „Ég er ekki alveg viss um hvar. Það var fyrir neðan stóra sandrifið, sem Rory kallar alltaf Krókódíla- eyju. Þú veist, þar sem þverhnípið er? Svoleiðis er, að þeir hafa enn ekki fundið likið.” Ég tautaði eitthvað og varð hugsi. Gljúfrið var undarlegur staður. Það byrjaði eins og allt í einu, bakkarnir beggja megin. Bakkar árinnar hækkuðu og mynd- uðu gljúfur, sem var sumstaðar fimmtíu fet fyrir ofan vatnsborðið, eftir því þó hve hátt var í ánni. Sú mikla hætta, sem fólst í því að falla fram af brúninni, var vegna þess hve áin fyrir neðan var straumþung og djúp. Meira að segja þegar lægst var í henni, var svo til ómögulegt fyrir mjög góðan sundmann að bjarga sér. Hver sá sem féll niður í gljúfrið — og þeir voru nokkrir, sem ég mundi eftir, — barst áfram með straumn- um og niður sjötíu feta háan foss, sem við kölluðum Þjótanda, síðan áfram út í breiða lygnuna fyrir neðan. En síðan hafnaði viðkom- andi upp á sandbakkanum vinstra megin við ána. I hvert einasta skipti, sem vitað var, að einhver hafði fallið í gljúfrið, hafði líkið fundist, en þó var ein undantekning. En það var hinn átjón ára gamli Charles, sonur Japhael Nanda. Það var þannig álitið nokkurn veginn öruggt, að hver sá, sem félli í gljúfrið, myndi ekki lifa það af. Undantekning á þessu var Rory bróðir minn, þegar hann var nítján ára. Þegar líkin fundust, höfðu þau alltaf verið svo illa útleikin, að þau voru vart þekkjanleg. Eftir því sem ég best vissi, voru á því engar undantekningar, ekki einu sinni, hvað snerti Daniel M’pandu, sem líka var átján ára. En þar sem enginn þessara þriggja hafði í raun og veru „fallið” ofan í gljúfrið, var varla hægt að segja að þetta væru einu sinni raunhæfar undantekningar. Eitthvað sem Sara sagði, vakti upp frá minningunni um þessa löngu liðnu atburði, og ég leit út um bílrúðuna. Um leið og ég leit aftur öll þessi stórfenglegu tré, sem ég hafði tekið sem sjálfsagðan hlut, þegar ég var barn, tautaði ég með sjálfri mér: „Hvergi nokkurs staðar i heiminum sleppir náttúran eins fram af sér beislinu, eins og hér. Ég mundi vel eftir öllu hér, en það er alveg dásamlegt að sjá þetta allt aftur Sara. Þettaverðuryndislegtleyfi.ég finn hvernig það ólgar þegar innra með mér.” Sara ók bilnum bak við hús Rorys, sem var í litlu úthverfi, er nefndist Hillrise.Þegar ég leit upp i trén og sá fullþroskaða greipávext- ina og bananana, sem byrjaðir voru að gulna, fann ég að Nakadia var enn eins, þrátt fyrir að tíu ár væru liðin. Þegar við komum út úr bílnum, kallaði Sara: „Mulitu.” Hvítklæddur maður kom í ljós. Hann brosti út að eyrum, en horfði forvitnislega á mig um leið og hann gekk í átt til okkar. „Mulitu,” sagði Sara, „þetta er systir húsbóndans.” Maðurinn brosti enn breiðar, ef það var þá hægt, og tilkynnti: „Þetta er ungfrú Katharine, sem þekkir mig ekki lengur.” Hann lagði frá sér töskuna mína og krosslagði hendur á brjósti. Það varð óþægileg þögn, meðan ég var að reyna að muna, hver hann var. Það versta, sem ég gæti gert, væri að þykjast þekkja hann. Hann myndi finna það strax og fyrirlíta mig fýrir. Ég ætlaði að fara að hrista höfuðið og segja, að því miður gæti ég ekki munað eftir honum, en eitthvað hélt aftur af mér. Tárin voru ekki langt undan, því það hafði reynt mikið á taugar mínar þennan morgun. An þess að líta af mér, fálmaði hann eftir svuntuhorninu sínu og hélt því í 40VIKAN 45. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.