Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 46

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 46
Hann byrjaði að taka hlutina sína saman. — Þér sögðuð mér aldrei, af hverju yður varð svona mikið um að sjá dóttur mina, sagði hann, án þess að líta á mig. Hjartsláttur minn varð örari aftur Ég var næstum búin að gleyma því, ég var svo upptekin af þvi sem maðurinn sagði mér. — Hún minnti mig svo mikið á mig sjálfa, sagði ég og fann þörf hjá mér til að endurgjalda hrein- skilni hans. — Á mig, eins og ég var á hennar aldri. Skiljið þér — ég hitti hann hér — manninn, sem ég varð ástfangin af. Og það var byrjunin á öllu. Það endaði þá ekki hamingju- samlega? Ég hristi höfuðið. — Nú er komið að mér að sýna samúð. En þér eruð ennþá ung og heillandi. Hann horfði opinskátt á mig, og ég varð óróleg. — Ég vil engan annan, ég hefi aldrei kært mig um neinn nema hann. — Og er það vonlaust? — Hann er giftur annarri. Ég leit á úrið mitt. — Einmitt fyrir tveimur tímum. Nú eru þau að drekka kampavin og taka á móti heillaóskum. Rósa og vinur hennar komu gangandi áleiðis til okkar. Þegar þau komu nær, sá ég, að hún líktist mér ekki eins mikið og ég hafði haldið. Ég snéri mér við. — Verið þér sælir. — Augnablik, sagði maðurinn. Ég hikaði og snéri mér til hálfs og sá, að hann var vandræðalegur, og ég hálfskammaðist mín. Það var rangt af mér að opinbera svona sjálfsmeðaumkvun mina. Svo sagði hann stuttlega: — Ef þér vilduð snæða með okkur, væri það mér mikil ánægja. Rósa og vinur hennar störðu á mig, opinskátt og vingjarnlega, eins og ungu fólki er tamt. Ég hristi höfuðið: — Nei, þökk fyrir. Ég verð að fara aftur á hótelið. Ég fann, að þau stóðu og horfðu á eftir mér. Þau mundu ekki eftir mér á hótelinu. Það olli mér vonbrigðum, en ég sagði við sjálfa mig, að það væri kjánalegt af mér að búast við sliku. Það var svo langt síðan. Ég hafði verið aðeins átján ára þá og búið þarna með foreldrum mínum. Símon hafði að sínu leyti verið með sínum foreldrum. Sennilega tókust kynni okkar vegna þessa. Símoni leiddist. Hann hafði ekki viljað eyða fríinu með foreldrum sínum. — Þetta skal líka vera i síðasta sinn, hafði hann sagt gramur. Næsta ár fer ég eitthvað með félögum minum. Mér hafði fundist hann svo full- orðinn. Ég varð ástfanginn af Símoni við fyrstu sýn. Ég var auðvitað mjög ung og áhrifagjörn, og Símon var ákaflega álitlegur. Ég hafði fundið augnarráð hans hvíla á mér þvert yfir matsalinn, en við hittumst ekki til að talast við, fyrr en nokkrum dögum síðar. Hann stóð i anddyr- inu og var að skoða póstkort, þegar mig bar að. Við fórum að spjalla saman, og hann var svo spennandi. — Það er ball í kvöld, ekki hérna auðvitað, sagði hann og hló fyrirlitlega. — Á Grand hóteli, þar er mjög góð hljómsveit. Viltu koma með mér? — Er ekki stíft og hátíðlegt þar? Ég er ekki með síðan kjól með mér, sagði ég strax. Hann yppti öxlum. — Það skiptir varla máli. Ég meina — sko, hér eru allir i frii og svoleiðis. Hann horfði á mig hugsandi á svip. — Ég er sannfærður um, að þú verður glæsileg, hverju sem þú klæðist. — Mig langar til að koma með, sagði ég. — En ég verð fyrst að fá leyfi foreldra minna. Þá hló hann. — Jæja, svo þú þarft að lúta þeirra vilja. — O, þú veist, hvernig það er. Reyndar hefði mér aldrei flogið í hug að fara án þeirra leyfis. Ég var heldur óþroskuð af átján ára stúlku að vera. En svo kinkaði hann kolli skiln- ingsrikur. — Við reynum að kynna fjöl- skyldur okkar. Pabbi er læknir, hvað gerir faðir þinn? ,,Hann er lyfsali. Símon hló. — Nú, það gat ekki betra verið. — Við skulum sjá, hvað hægt er að gera. Foreldrar okkar urðu strax mestu mátar, og það var sömu sögu að segja um okkur Símon. Ég var afskaplega ástfangin af Simoni, ég hefði stokkið fyrir björg, ef hann hefði sagt mér að gera slíkt. Símon virtist bera sama hug til min. Hann hélt mér í faðmi sér og hvíslaði margt dásamlegt og rómantískt í eyra mér. — Við megum ekki missa sambandið við hvort annað, þegar leyfinu lýkur, Jenný! hvíslaði hann. — Þú ert svo yndisleg. Það sem eftir var af fríinu var unaðslegt. Við Símon vorum saman öllum stundum. Á hverju kvöldi, þegar foreldrar okkar sátu á svölunum yfir kaffibollunum, reik- uðum við hönd í hönd eftir ströndinni. Við sögðum fátt, vorum bara svo óendanlega glöð og hamingjusöm. Tíminn flaug áfram, og þegar við skildum, grét ég. Símon tók mig í faðiminn. Þú mátt ekki vera svona leið elskan mín. Við sjáumst aftur, og ég skrifa þér. Og það gerði hann — löng, dásamleg bréf full af framtíðar- draumum — um okkar framtíð saman. Við áttum að giftast, þegar hann hefði tekið læknisprófið. Hann skrifaði, að hann elskaði mig ofar öllu öðru. En læknisnám er eitt lengsta nám, sem menn leggja út í, og Símon breyttist. Hann sagðist elska mig ennþá. En þegar ég lít til baka nú, sé ég, að hann elskaði mig, af því að ég var eina samband hans við traust fjölskyldulíf, hefðbundið uppeldi og lífsvenjur. Til að vera samvistum við hann flutti ég til London og réð mig sem einkaritara á auglýsingaskrifstofu. Og vegna þess að ég óskaði þess öllu öðru fremur að halda fast í þennan nýja Simon, heimsmann- inn, sem hafði mikla reynslu umfram mig, þá gekkst ég upp í að klæða mig og haga mér eins og hann og nýju vinirnir. Símon var hrifinn af þessari nýju Jenný og varð ástfanginn af mér á ný. Hann gaf mér demantshring og byrjaði að tala um hjónaband. „Strax og ég er búinn að koma mér í góða stöðu.” Símon fékk embættisprófið og lauk kandídatsárinu. Ég var róman- tisk og hafði séð hann fyrir mér sem heimilislækni i litlum bæ, en hann réði sig til starfa á stofu í West-End, þar sem þurfti að greiða offjár fyrir þjónustuna. Hann hélt, að ég fagnaði þessari ákvörðun. Hann elskaði London og hafði talið, að svo væri einnig um mig. — Ég hata London, sagði ég heiftug. — London er viðbjóðsleg og ómannúðleg. Hér er fólk eins og skynlausar skepnur og lætur fljóta með straumnum. Hér er fólk, sem hvergi getur fest rætur. — Þú lítur þá þannig á málin. Þú litur á mig eins og þetta fólk, Jenny, sagði hann með saman- bitnar varir. Hjarta mitt barðist, og ég fann sárt til. — Símon é’g elska þig. Ég hefi elskað þig mjög lengi. En ég á ekki heitari ósk en að þú viljir koma frá London og finna þér mikilvæg- ara starf en þetta. — Ég er læknir, sagði hann snöggt. Ég ætla mér að hafa eitthvað upp úr því. — Símon, þú spillir kröftunum með því að hlusta á gamlar, ríkar kerlingar barma sér. — Heyrðu mig nú, Jenny. Rödd hans var stillt, en nokkuð spennt. — Ég græði mikla peninga. Kannski fyrirlitur þú þessa pen- inga, en það geri ég ekki. Þeir gera mig óháðan, gera mér mögulegt að framkvæma alla þá hluti, sem mig dreymir um. — Peningar eru ekki það mikil- vægasta, sagði ég örvæntingarfull. — En það er manngildið, hæfi- leikarnir. Að geta verið til gagns, þar sem einhver þarfnast þín raun- verulega. — Þú ert að segja, að ég sé með ákvörðun minni að selja vitneskju mína og hæfileika fyrir of mikla peninga? sagði hann biturlega. — Þú virðist ekki skilja, að ég vil, að þú setjist að, þar sem fólkið þarfnast frekar læknis en hér í London. Þar sem hæfileikar þínir og dugnaður koma einhverjum öðrum til góðs en fokríkum manneskjum. — Ég er hrifinn af því lífi, sem ég lifi hér í London, ég kann vel við mig. Ég horfði á hann, og á þvi augna- bliki varð mér ljóst, að ég hafði misst hann. Sá Simon, sem ég hafði orðið ástfangin af, var kannski einhversstaðar djúpt inni, en ég vissi, að ég myndi aldrei ná til hans aftur. Ég skilaði honum hringnum, og við fjarlægðumst æ meira frá þeim degi. Ég hitti hann stöku sinnum í samkvæmum hjá sameiginlegum kunningjum okkar. Svo einn daginn hafði Simon unga stúlku með sér — unga, falleg stúlku. Nokkrum dögum síðar hringdi Símon til min og sagði hálf vand- ræðalegur og með svo framandi tón í röddinni, að hann langaði til að hitta mig. — Getum við ekki hist og fengið okkur kaffi saman i kvöld? Á gamla staðnum — þú manst. Ég vissi nokkuð, hvað hann vildi mér, og samtal okkar tók einmitt þá stefnu, sem ég bjóst við. Nokkur orð um það, hve góðir vinir við hefðum verið og hvað við skildum hvort annað vel. — Ég verð alltaf hrifinn af þér, sagði Símon alvörugefinn í bragði. Og svo laut hann fram og tók hendur mínar i sinar. Ég vona, að þú hafir líka rúm fyrir mig i hjarta þinu. Jafnvel nú... loksins kom að þvi, að það stóð i honum. — Jafnvel nú, þegar þú ætlar að giftast annarri, sagði ég og botnaði setninguna fyrir hann. Hann leit undan augnaráði mínu. — Jenny, ég vildi ekki, að það færi svona. Ensvonaerþað, maður hittir einn góðan veðurdag aðra stúlku, og allt í einu er allt breytt. Já, ég vissi, hvernig það var. Ég hafði hitt Símon, og það hafði breytt lífi minu. En nú var öllu lokið milli okkar. Ég sagði nokkur glaðleg orð, eitthvað, sem ég taldi, að hann vildi heyra. En á þessari stundu dó eitthvað innra með mér. Þetta hefði Simon átt að geta skilið, en hann virtist ekki átta sig á neinu. Honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.