Vikan


Vikan - 08.12.1977, Qupperneq 22

Vikan - 08.12.1977, Qupperneq 22
Sinn er siður í landi hverju Enginn annar í jólum — Ég er ánægð með að eyða jólum hér á Islandi, sagði Dolores Blake. Á síðustu jólum höfðum við þrjú barnanna hjá okkur, og um þessi jól koma þau öll fjögur. Og sennilega vonast þau öll eftir að fá íslenskar lopapeysur. Bandarísku sendiherrahjónin, Dol- ores og James J. Blake, komu hingað í september 1976 og kunna vel við sig hér. Sérstaklega kvaðst Dolores vera ánægð með aðsetur þeirra á Laufásvegi 21, sér fyndist indælt að vera svo nálægt Tjörninni, og svo kvaðst hún hafa orðið undrandi á, að það skyldi vera svona mikið af trjám í hverfinu. Börnin eru fjögur, eins og áður sagði, uppkomin og búsett í Bandaríkjunum. James hefur lengi starfað í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna, og þau hafa víða átt heimili, voru í Brussel í Belgíu 1947-'53, Kalkútta á Indlandi 1957-'60 og Tripolí í Libyu 1966-'69. Dolores vildi ekki gera mikið úr þeim erfiðleikum, sem því fylgja að flytja heims- horna á milli. — Við dveljum yfirleitt lengi á hverjum stað og alltaf í Washington inn á milli, sagði hún. Þar eigum við raun- verulega heima, en erum bæði fædd og uppalin í New York. — Það var yndislegt að halda jól hér á íslandi. Það var dálítið annað í Kalkútta eða Tripolí, þar sem tiltölulega fáir halda jól. Einhvern veginn hefur okkur þó alltaf tekist að fá kalkúna og jólatré, sem hefur mikið að segja, og með eftirlætisjólaskrautið mitt í farangr- inum getum við haldið jólin hvar sem er í heiminum. Og Dolores sýnir okkur sér- kennilegt jólaskraut, útskornar og málaðar helgimyndir, sem íbúar Shenandoahdalsins í Virginíufylki hafa handunnið. Jól Bandaríkjamanna eru í megindráttum lík breskum jólum. — Skrifstofur eru lokaðar á aðfangadag, en flestar verslanir eru opnar allt til klukkan sex, og margir kaupa jólagjafirnar ekki fyrr en þann dag. Svo er þeim pakkað inn um kvöldið, og þá er tréð skreytt og fleira gert til undir- búnings. Margir fara líka til miðnæturmessu. — i minni fjölskyldu hefst jóladagur venjulega um klukkan hálfátta með því að fjölskyldan safnast saman við jólatréð og tekur upp gjafirnar. Síðan borðum við morgunverð og förum til kirkju um hálfellefu. Á meðan er kalkúninn að steikjast, en aðal- máltíðin er borðuð um tvöleytið, þ.e. kalkúni með trönuberjasósu (cranberrysauce), plómubúðing- ur, sem er nánast alveg eins og breski jólabúðingurinn, og „minca meat" pæ. Deginum er síðan eytt við fjölskylduheimsóknir, eða við að njóta jólagjafanna. Það er mikið um, að gefnar eru bækur og plötur og gjarna leikhúsmiðar, áskriftir að tímaritum eða tónleik- um. — Því miður er 26. desember ekki frídagur í Bandaríkjunum, en mérfinnst sannarlega ekki veita af þeim degi til heimsókna og til þess að njóta jólanna lengur. Að vísu erum við þá nýbúin að eiga okkar sérstaka frídag, „Thanksgiving" eða Þakkardaginn, sem er alltaf síðasti fimmtudagur í nóvember. Sá dagur er arfur frá landnemum, sem héldu þakkarhátíð, ef upp- skeran var góð, en þetta er nú orðinn þjóðlegur hátíðisdagur og mikil fjölskylduhátíð með kalkún- veislu og tilheyrandi. — Nýársdagur er svo sérstakur dagur á okkar heimili, því það er brúðkaupsdagur okkar hjónanna. Við eigum 31 árs brúðkaups- afmæli næsta nýársdag. K.H. SPARKLING SUGAR COOKIES Nákvæm þýðing er glitrandi syk- urkökur, en þessar kökur eru mjög algengará bandarískum heimilum um jól. 2/3 dl jurtasmjörlíki 1 1/2 dl strásykur 1 tsk. rifinn sítrónubörkur 1 egg 2 msk. mjólk 3 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. natron Smjörlíki, sykur og sítrónubörkur hrært saman, eggi og mjólk blandað saman við. Hveiti, lyfti- dufti, salti og natron hrært saman við. Deigið kælt og síðan flatt út, mótaðar kökur eða alls konar myndir, jólatré, kertaljós, hreindýr o.s.frv. Bakað í 8-10 mín., eða þangað til kökurnar hafa fengið fallegan Ijósbrúnan lit. Þegar kökurnar hafa kólnað, eru þær skreyttar skemmtilega með alla vega litu frauði úr eggjarauðum, vatni og matarlit. 22VIKAN 49. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.