Vikan


Vikan - 08.12.1977, Side 38

Vikan - 08.12.1977, Side 38
— Og nú kemur hann bráðlega heim aftur. Ebba talaði svo lágt, að Jóhanna heyrði naumast, hvað hún sagði. — Hann kemur heim, og þá bíður hans ekkert barn nema Amalía, litli auminginn. Eina barnið hans, sem hefur fengið að lifa. Gamla konan beygði sig yfir stúlkuna og tók um axlir hennar. Hún þorði ekki að láta hana sjá, hve áhyggjufull hún var. Augu Ebbu voru tómleg og andlitið náfölt, hún varð að gera eitthvað. Hún varð að segja það sem henni lá á hjarta, það sem hafði verið að brjótast í huga hennar þessar löngu, þöglu vöku- stundir. Hvort hún var að breyta rétt eða ekki, vissi hún ekki nú. En hún varð að gera það, varð að bjarga Ebbu frá sturlun. — Það er lítið barn, sagði hún. — Dáið, svaraði Ebba. — Dáið, dáið.... — Nei. Hlustaðu nú vel á mig — og taktu svo sjálf ákvörðun. Hún ýtti Ebbu aftur niður á koddann og horfði ekki á hana, meðan hún talaði. — Júlia er komin heim, sagði hún. — Manstu eftir Júlíu? — Já, sagði Ebba. — Já, já... auðvitað man ég eftir henni. Hún sagði ekki: Hversvegna ertu að tala um hana? Hvað kemur mér Júlía við? Hún gat ekki sagt orðin, þreytan lamaði hana, og hún var þrotin af kröftum. Það eina, sem hún þráði, var að liggja kyrr, fá að sofa, fá að hverfa frá raunveru- leikanum. En hugsanir hennar gáfu enga ró. Tilhugsunin um heimkomu Lúkasar og að hún yrði að taka á móti honum alein með tómar hendur, var óbærileg. Hún snéri sér aftur undan, vildi sleppa, vildi láta myrkrið geyma sig. En Jóhanna hélt ófram, rödd hennar ýtti aftur við henni. — Júlia er komin heim, endurtók hún. —- Það fór illa fyrir henni í Stokkhólmi. Hún rataði í ógæfu. Eins og úr fjarlægð nam Ebba orðin. Hún vissi, hvað þau þýddu. Hvað vildi Jóhanna segja? Hvað kom Júlía henni við? Gamla konan hafði nú sleppt takinu ó öxlum hennar, hún spennti greipar í kjöltu sér og horfði ákveðin fram fyrir sig. — Hringjarinn og kona hans eru gott fólk, sagði hún svo. — Þau ein vita þetta, og svo ég og Elsbeth. Elsbeth? Systir Jóhönnu, ljós- móðir í Ási, áður en hún varð of gömul. Hún bjó alein í litla húsinu sinu lengst uppi í skógi, og þangað fóru þeir, sem vildu fá að vita eitthvað gjörla. En hún opnaði ekki fyrir öllum, sem knúðu dyra. Það var viturlegt af hringjaranum og konu hans að koma Júlíu þar fyrir. Elsbeth var ekki ein af þeim, sem talaði af sér. — Ég hefi talað við Júlíu, sagði Jóhanna. — Ebba, hlustaðu á mig. Hún ætlar að gefa barnið. Það ó að koma því svo fyrir, að enginn viti um tilvist þess. Hún vill sjálf hafa það svo. — En hver... Barnið á þó föður? — Ég veit ekki, hver hann er. Júlía sagði ekkert um það. En þú getur spurt hana. Ebba lá algjörlega hreyfingar- laus. Hugsunin var nú skýrari. Var Jóhanna að segja satt? Gat hún greint á milli draums og vöku? Var það satt, að hennar barn hefði komið og farið, en Júlíu barn lifði? Og Júlía vildi ekki eiga barnið sitt. Möguleiki fyrirþig, fyrir SÍBS Nú eru meiri möguleikar en nokkru sinni fyrr á því ab hljóta einhvern af hinum veglegu vinn- ingum happdmttis okkar. En þab eru ekki abeins þínir möguleikar til vinnings sem auk- ast. möguleikar SIBS til þess aö halda áfram uppbyggingu á Reykjalundi aukast til muna. og þar meö aukast einnig möguleik- ar á hjálp. fyrir alla þá sem þnrfa á endurhcefingu aö halda. Happdrœtti SÍBS Aukttir möguleikar allra 38VIKAN 49. TBL.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.