Vikan


Vikan - 08.12.1977, Side 65

Vikan - 08.12.1977, Side 65
JÚLASÝNING Þjóðleikhússins að þessu sinni verður baiiettinn Hnotubrjóturinn við tónlist Tchaikovskys. Ballettmeistari er Yuri Chatai, bandarískur dansari og stjórnandi, sem m. a. hefur unnið með Heiga Tómassyni og er hingað kominn fyrir milligöngu hans. Frumsýning verður á annan í jó/um og munu Helgi Tómasson og Anna Aragno dansa aða/hutverkin á fyrstu sýningum, en síðan tekur finnskur dansari, Matti Tiikkanen, við hlutverki Heiga og ein afstúlkum íslenska dansf/okksins tekur við hlutverki Önnu. Vikan náði tali af Yuri Chatal og ræddi lítillega við hann: Yuri Chatal er fæddur 1937 í Kiev í Úkraínu, en fljótlega fluttist fjölskylda hans þaðan og bjó víðsvegar í Evrópu þar ti/ hún settistloks að I Bandaríkjunum 1952. Þá fyrst byrjaði hann að læra ballett og var aðallega hjá rússneskum kennurum, sem f/estir höfðu búið lengi í Bandaríkjunum. — Nú, ég dansaði síðan með mörgum ballettflokkum, sýndi í sjónvarpi og tók þátt ínokkrum sýningum á Broadway. Arið 1969 sneri ég mér að uppsetningu og bal/ettstjórn og vinn nú aðallega sem ballett- meistari og kennari, enda kominn á þann aldur. — Hvað finnst þér um ballett, nútímaba/lett og hefðbundinn ballett? — A síðustu tuttugu árum hefur orðið gifur/eg breyting á sviði balleitmála. Áhugi fyrir ballett hefur aukist mjög mikið, en áður var t. d. mjög lítill markaður fyrir hann í Bandaríkjunum. Meira að segja aðaldansarar hjá stórum ballettflokkum urðu að vinna aukavinnu tilþess að hafa ofan affyrirsér. Það hafa orðið margar athyglisverðar breytingar og margir mjög góðir stjórnendur og semjendur komið fram á sjónarsviðið. Ég he/d að nútímaballett og hefðbundinn ballett standi nokkurn veginn jafnfætis í dag. Í Sovétríkjunum hefur þessu verið haldið í ákaflega föstum skorðum og þar hefur /istamaðurinn sem einstaklingur verið bældur niður. Það er ekki nógu gott, og þess vegna flýja margir listamenn land. Annars er New York einskonar miðstöð þessarar listgreinar. Ég var þar aða/lega á meðan ég var að /æra, en núna vinn ég mikið úti á landi. Samt kem ég alltaf Ballettmeistari Hnotcibrjótsins einu sinni eða tvisvar á ári til New York, því þar gerist alltaf eitthvað merkilegt og breytingar, nýjar stefnur ílistum eiga upptök sin þar. New York er nefnilega fín borg, þrátt fyrir marga ga/la. — Það, er oft talað um að /istdans bókstaflega taki allt manns líf. Hefur þú fórnað miklu fyrir ballettinn? — Ég held að það sé ekki réttað tala um að maður fórni neinu. Löngunin ti/að dansa er svo sterk að þetta er og verður líf manns og lífsbarátta. Það væri /íka a/lt ómögulegt ef maður hugsaði alltaf sem svo, að maður fórnaði hinu og þessu. — Hvað þá með menn eins og Rudolf Nurejew? Er dansferill hans á enda? — Það er ekki gott að segja og ég get ekki dæmt um það. Ég er á þeirri skoðun, að hann hafi ofreynt sig. Hann hefur unnið alltofmikið. Það eru takmörk fyrir hvað líkaminn þolir. Ég hef t. d. séð hann dansa með annan fótinn vafinn alveg uppúr og niðurúr. Ætii hann snúi sér ekki meira að uppsetningum og kennslu eða ef til vill kvikmynd- um. Þar á hann góða mögu/eika, þvi hann er jú stórstjarna. — Þú hefur sett Hnotubrjótinn upp áður, er það ekki? — Jú, ég hef sett hann þrisvar upp í Bandarikjunum og svona sýning byggist aðallega á eigin hugmyndum. AHtþað hefðbundna erað hverfa úr verkinu og það er orðið frekar nútímalegt. — Þurftirðu að þreyta verkinu til þess að það hæfði islenska dansflokknum? — Já, ég þurfti að taka tillit til þess hve flokkurinn hérna er /íti/l og miða uppsetninguna við það. Leikhúsið sjálft erlíka lítið og það verður að taka með i reikninginn. Annars held ég að sýningin verði ágæt. FÓLK — Hvernig likar þér að vinna hér á landi? — Það erágætt. Alltöðru vísi en annars staðar, því hér er allt svo smátt i sniðum. i Bandaríkjunum eru t. d. engin ríkisrekin leikhús. Það er kostur að vinna i leikhúsi eins og hér, þvíþá getum við notað sviðið til æfinga án þess að það kosti einhver ósköp. í Bandarikjunum verður maður að leigja hús til sýninga og æfinga og það er oft ákaflega kostnaðarsamt. Ég hef bara gaman afað vinna hér og það er ákaf/ega gott að vinna með fólkinu hérna. Auðvitað vildiég gjarna geta séð einhverjar danssýningar, en að þvíundan- skildu er þetta alveg ágætt. — Hefurðu unnið áður utan Bandarikjanna? — Nei, þetta er í fyrsta skipti. En ég myndi gjarna vi/ja vinna einhversstaðar annars staðar ef mér biðist eitthvað eftirsóknarvert. A.Á.S. mE/T um 49. TBL. VIKAN 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.