Vikan


Vikan - 08.12.1977, Qupperneq 75

Vikan - 08.12.1977, Qupperneq 75
Smásaga eftir Paul Gallico Gloðikg hvað? Þeir voru komnir nokkrir saman, sinn fá hverju landi jarðkringlunnar, til plánetunnar Beta að færa íbúum hennar jólin. Betabúar tóku þeim með vinsamlegri forvitni og vildu óðfúsir fræðast um þetta merkilega fyrirbrigði, jólin. Þegar til kom, gekk þó heldur böggulslega að útskýra fyrir Betabúum, hver meiningin væri með öllu þessu umstangi í kringum jólin. En eins og svo oft áður, kom barnslundin til hjálpar. Þann 25. desember lenti geimfar- ið, eins og áœtlað hafði verið, á plánetunni Beta. Um leið og öskur hemlaflauganna var dáið út, steig Jack Armstrong skipstjóri frá USA út úr skipinu og veifaði til heils herskara Beta-búa, sem voru komn- ir á staðinn. Hinir áhafnarmeðlimir geimskipsins, sem voru hver um sig fulltrúi síns lands í þessari alþjóða- áætlun, stilltu sér upp fyrir aftan skipstjórann sinn og veifuðu líka. Hugsanir þeirra flestra voru þó annars staðar: Heima hjá fjölskyld- um sínum, sem héldu hátíðleg jól á Jörðinni — i tveggja ára ferð frá þeim. „Gleðileg jól!” hrópaði Arm- strong skipstjóri yfir hópinn, en enginn Beta-búi svaraði honum. „Þeir vita ekki, hvað jólin eru,” sagði skipstjórinn við félaga sína, „en þeir virðast vingjarnlegir, svo við skulum bara fara niður til þeirra.” Hann gekk niður landganginn, og á eftir honum komu Sergeivitch tæknifræðingur, Kraus stjörnu- fræðingur, van Dongen siglinga- fræðingur, líffræðingurinn Lebrun, fjarskiptafræðingurinn Cartwright, eldflaugasérfræðingurinn Moretti, Stein veðurfræðingur, Svendstrom jarðfræðingur og — að sjálfsögðu — prófessorinn. Það varaðeins einn áhafnarmeðlimur, sem ekki var viðstaddur. Það var Harrison, en hann hafði orðið eftir í geimskipinu til að búa sig undir hið mikilvæga hlutverk sitt. Betabúarnir stungu saman nefj- um og sendu frá sér óskiljanleg hljóð ó eigin máli. Síðan steig einn þeirra fram, hneigði sig kurteislega og sagði á snoturri skóla-ensku: „Velkomnir til plánetunnar Beta. Það gleður okkur að hitta ykkur, en við skildum ekki fullkomlega, hvað þið sögðuð, þegar þið lentuð. Það hljómaði eins og ...gleðileg ... eitthvað?” „Það er jóladagur á dag,” útskýrði Armstrong skipstjóri, ..Prófessorinn skipulagði ferð okkar svo vandlega, að við getum haldið jólin hjó ykkur...” Prófessorinn kom fram fyrir hópinn, hneigði sig og brosti. Túlkurinn frá Beta virtist vera á báðum áttum. „Ber að skilja það svo, að þið ætlið að halda einhverja hátíð hjá okkur?” „Jó,” sagði Armstrong og kink- aði kolli. „Jólin eru mesta hátíð jarðarbúa. Við fögnum deginum, þegar sonur Guðs fæddist.” Túlkurinn kinkaði kolli kurteis- lega og sagði: „Við höfum frétt af Guði ykkai í mannsmynd. Reyndar kom sendinefnd hingað fyrir skemmstu, og þeir sögðu okkur frá honum. En þeir nefndu ekki daginn, sem hann fæddist — aðeins daginn, sem hann dó ” „Það kemur mér ekki á óvart,” fussaði prófessorinn. „Það hefur enginn hugmynd um það, hvenær hann fæddist.”! Armstrong skipstjóri setti fram hökuna. „Þvæla, prófessor. Það veit það hvert mannsbarn, að hann fæddist aðfararnótt 25. desember árið nú.. Hvemig heldurðu annars, að við hefðum fengið tímatalið, sem við notum? Meira að segja þú hlýtur að hafa heyrt um stjörnuna yfir Betlehem og vitringana þrjá.” „Þakka þér fyrir, ég veit allt um það,” sagði prófessorinn umburðar- lyndur, „en það segir nákvæmlega ekkert um tímann. Satt að segja veit enginn, hvaða ár Jesús fæddist — og enn síður hvaða dag. Þá var ekki einu sinni haldið upp á afmæli fólks.” Armstrong skipstjóri minnti mest á barn, sem einhver hefur tekið sleikibrjóstsykur af. Honum likaði ekki við prófessorinn og hefði helst kosið að hafa hann ekki með i förinni, en þar sem alþjóðalög kváðu svo á um, að prófessor skyldi vera í öllum geimskipum í ferðum milli pláneta, var ekkert hægt að gera. Hinir áhafnarmeðlimirnir stóðu og tvístigu óstyrkir. Prófess- orinn tók af sér gleraugun, fægði þau vandlega og setti þau á sig aftur. „Hresstu þig við, skipstjóri,” sagði hann. „Jólin hafa verið á vissum tíma í aldaraðir og það meira að segja á ágætum tíma, því ó meðan menn hafa búið á jörðinni, hefur vetrarsólhvörfum verið heils- að með hátiðahaldi. í raun og veru eru það bara heiðnir siðir, sem við höfum tekið upp...” Túlkurinn tók upp minnisbók og blaðaði í henni. „Þetta minntist hin sendinefndin ekkert á,” sagði hann. Prófessorinn kveikti í pípunni sinni og hóf stuttan fyrirlestur: „Það skiptir engu höfuðmáli. Keltar, Tautónar, Skandínavar og Grikkir fögnuðu sólhvörfum, og að sjálfsögðu hlaut einn af guðum þeirra heiðurinn af því, að dagarnir tóku að lengjast. Kristnir menn tóku svo við öllu saman — með smávægilegum breytingum að sjálfsögðu. En það hefur alltaf verið eitthvað loðið við jólin, og fjöldinn allur af vísindamönnum hefur rannsakað það mál. Allir komust þeir sinn að hvorri niðurstöðunni, og ó fjórðu öld voru haldnar kosningar. Aðfaranótt 25. des- ember varð fyrir valinu — með blessun páfans.” Armstrong skipstjóri hafði beðið þess með vaxandi óþolinm&ði að komast að. Nú tókst honum það. „Getum við nú haldið áfram?” spurði hann hæðinn. Túlkurinn brosti og sagði: Fólk- ið mitt vill gjarna vita, hvernig þið haldið upp á þennan viðburð.” Armstrong skipstjóri ljómaði. „Með jólaútstillingum og verslun- arleiðöngrum. Hafið þið engin vöruhús hérna? Þið ættuð að sjá ösina sem er í verslununum okkar um jólaleytið! Það er keyptur hátíðamatur og gjafir. Fólk eyðir mörgum milljónum... eða réttara sagt milljörðum, ef allt er reiknað með — i auglýsingar og glugga- skreytingar og jólasýningar í leik- húsum og kvikmyndahúsum. Þetta hefst allt um miðjan nóvember, og þá er skreytt með grenikrönsum og bréfabjöllum og glimmer og þess háttar. Verslanirnar eru troðnar af munum, og fólkið kaupir og kaupir...” Túlkurinn skrifaði, svo blýant- urinn hans var rauðglóandi. „Og það er sem sagt Guði mannanna til heiðurs — öll þessi sala og kaup?” Armstrong skipstjóri varð undr- andi að sjá. „Nú, nei, kannski ekki.” Har.n hugsaði sig svolítið um, brosti síðan breitt og sagði: „En öll þessi umsetning er góð fyrir fjárhag landsins.” Túlkurinn leit í minnisbókina sína. „Sendinefndin frá ísrael sagði, að Guð mannanna hafi ekki verið hrifinn af pröngurum og vixlurum og að hann hafi rekið þá úr forgarði musterisins.” „Ö!” sagði Armstrong skipstjóri, og sá í anda munkahóp ráðast inn í vöruhúsin í New York og reka afgreiðslufólk og viðskiptavini út ó götu. „Ég held, að slíkt gæti ekki gerst í okkar landi.” Kraus stjörnufræðingur sagði ásakandi: „Já, en þetta kemur jólunum hreint ekkert við. Það, sem er mikilvægast, er auðvitað tréð!” Túlkurinn virtist ringlaður. „Tréð?” endurtók hann. „Jólatréð,” sagði Kraus. „Við tókum eitt með okkur. Það á að skreyta það með pokum og lituðum glerkúlum og englahári — og það á að vera stjarna efst.” „Til hvers skreytið þið tré?” spurði túlkurinn. Það virtist enginn geta svarað þessari spurningu, svo Kraus hélt ófram: „Og ljós! Fullt af Ijósum. Áður fyrr notaði fólk auðvitað kerti, en nú höfum við að sjálfsögðu rafmagnsperur. í gamla daga bru.inu mörg hús, vegna þess að það kviknaði í jólatrénu." 49. TBL.VIKAN75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.