Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 97
byggingarinnar, ekki síst þegar
margir aðilar eiga að samþykkja
viðkomandi byggingu og bera
hana jafnvel undir dóm almenn-
ings, áður en hafist er handa að
byggja. Mérfinnst, að það ætti að
gera meira af því að gera módel af
gömlum húsum, sem verður að
rífa af einni eða annarri ástæðu.
I LEIT AÐ GRJÓTI OG
KAFFIBRÚSUM
— Þú gerðir einmitt stór módel
af Núpsskóla. Var það ekki erfitt
verkefni?
Það var erfitt, en skemmtilegt
verkefni. Þarna var einmitt verið
að varðveita fyrir eftirkomandi
kynslóðir gamalt og merkilegt
hús. Módelið þurfti að vera sem
nákvæmust eftirlíking af húsinu
Guð/augur er hér hjá mode/i af fjósi sem unnið var fyrir Búnaðarféiag
isiands. Mælikvarði 1:30. Teikning: Magnús Sigsteinsson, bygginga- og
bútækniráðunautur.
eins og það var. Á módelinu eru
sýnilegir allir gluggapóstar, öll
vatnsbretti að utan og innan, allar
hurðir. Módelið er í mælikvarðan-
um, 1:25, svo það er býsna stórt.
Ég þurfti dálítinn tíma að átta mig
á, hvernig ég ætti að vinna kjallar-
ann undir húsinu, sem uppruna-
lega var hlaðinn, og þeirri áferð
þurfti ég að ná sem líkastri. Að
lokum datt mér í hug að fara út á
barnaleikvöll og sækja þangað
mulið grjót. Ég bjó til mót og
raðaði steinunum í það og hafði
fúgur á milli. Ég lagaði síðan gifs
og ja'rnbenti vegginn. Þegar ég
tók utan af mótinu, þá leit þetta
Ijómandi sannfærandi út. Ég þurfti
að búa til mynstur í sporjárn til að
geta formað pílárana yfir skyggn-
inu og á altani hússins. Efnið, sem
ég notaði í pílárana, var alúmín-
Ráðhúsið í
Bolungarvík.
Mælikvarði 1:100
Arkitektar Helgi
og Vi/hjálmur
Hjáimarssynir.
Skóii í Grundar-
firði. Mælikvarði
1:200. Arkitekt-
ar: Ormar
Guömundsson og
örnólfur Haii.
Borgarbóka•
safnið.
Mælikvarði
1:200.
Arkitekt
Gunniaugur
Haiidórsson
43. TBL. VIKAN 97