Vikan


Vikan - 22.12.1977, Side 9

Vikan - 22.12.1977, Side 9
 — Hún hélt að ég væri að taka röntgenmyndir! hi-Bluv J — Hugsaðu þér, ef við hefðum ekki bæði logið að tölvunni, þá hefðum við aldrei hist! — Verið alveg róleg, fröken Fix! Ég held að hann sé bara að verpa! — Pabbi trúir ekki á líf eftir giftingu. V í NÆSTU VIKU ERNA FINNSDÖTTIR FORSÆTISRÁÐHERRA- FRtJ . Við þekkjum nafn hennar og mynd, því hún hefur lengi verið i sviðsljósinu, fyrstsem borgarstjórafrúognúsem forsætisráðherrafrú. Vikan hefur lengi haft hug á því að kynna lesendum sinum konuna á bak við nafnið, en Erna Finnsdóttir er hlédræg kona og ákaflega litið fyrir að láta á sér bera, svo það gekk seint að fá hana til að veita okkur viðtal. En i næsta blaði heimsækir Vikan Ernu Finnsdóttur forsætisráðherrafrú. IRWIN SHAW Framhaldsþættir af ýmsu tagi eru með vinsælla efni sjónvarpsins, hér á íslandi sem annars staðar. Fyrir nokkrum vikum áttu Húsbændur og hjú hug og hjörtu allra, sem slíkt efni dá, en nú hafa þau eignast harðsnúna keppinauta, nefnilega þá bræður, Tom og Rudi Jordach og venslafólk þeirra i Gæfu og gjörvileika. Þessir vinsælu þættir eru byggðir á metsölubók Irwins Shaw, „Rich Man, Poor Man.” Við segjum lítillega frá þessum metsöluhöfundi, sem er fæddur og uppalinn í Brooklyn i New York og hefur sannarlega ekki alltaf verið jafn vel stæður um ævina. HLÝJA OG SNERTING öll þörfnumst við hlýju og tengsla hvert við annað — börnogfullorðnir, elskendur og vinir. Börn geta jafnvel hreinlega veslast upp vegna skorts á ástúð og nánu sambandi við fullorðið fólk. En á slíku sambandi vill oft verða misbrestur. Hvers vegna erum við svo hrædd við að gefa og taka á móti kærleika? Sálfræðingar hafa velt þessum málum fyrir sér, og i næsta blaði birtist grein, þar sem fjallað er um mikilvægi hlýju og snertingar og náins sambands í mannlegum samskiptum. JÖKLAFARAR SKEMMTA SÉR Þegar jöklarannsóknarmenn og áhangendur þeirra koma saman, er alltaf mikið fjör, enda margir stuðmenn í þeirra hópi. Ljósmyndari á vegum Vikunnar brá sér á árshátíð Jöklarannsóknarfélagsins, sem haldin var í Snorrabúð ekki alls fyrir löngu, og í næsta blaði birtum við nokkrar myndir i þættinum Mest um fólk frá þessum fagnaði, sem tókst. eins og jafnan áður, með ágætum. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn og auglýsingar i Síðumúla 12. Simar 35320—35323. Afgreiðsla og dreifing i Þverholti 11. Simi 36720. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 400. Áskriftarverð kr. 1500 pr. mánuð, kr. 4500 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 8460 fyrir 26 tölubl. hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, mai, ágúst. 51.TBL. VIKAN 9-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.