Vikan - 22.12.1977, Qupperneq 13
)ömin
99
vegurinn eftir Mosfellsdalnum ekki
kominn, og lá leiðin niður áreyrarn-
ar og farið yfir ána aftur og aftur.
Þú getur nœrri, hvort þetta hafi
ekki verið mikil skemmtiferð fyrir
mig, enda gerði ég mér enga grein
fyrir alvöru stundarinnar. Þegar
komið var heim að brekkunni fyrir
neðan kirkjuna, var kistan borin
upp í kirkjugarð. Mamma hafði
lofað Ölafi gamla, að hún skyldi
dreypa brennivíni yfir kistuna, áður
en mokað yrði yfir hana, og hún
stóð við það. Ég fór nú að ókyrrast
og stefndi inn í bæ og sá þar
kaffibolla á langborði, ætlaða
líkmönnum, og staup með brenni-
víni við hvern bolla. Þá hverfur nú
minnið hjá mér, þvi þegar þeir voru
Hjónin Ólafur og Rósa Jakobsdóttir, með tvö af barnabomum sínum, Olaf Magnús Einarsson og
Kristínu Ásu Einarsdóttur. Ólafur og Rósa eiga þrjú böm, elst er Valgerður, sem er gift Gylfa
Sigurjónssyni, verslunarfulltrúa SlS i Hamborg og eiga þau tvö börn, næstelstur er Einar,
radíóvirki, sem er kvæntur Emu Freyju Oddsdóttur, og yngstur er Magnús, viðskiptafræðingur, en
hann starfar hjá fjárveitingarnefnd alþingis.
búnir að jarða karlinn og syngja
,,Allt eins og blómstrið eina” og
komu inn, þá hittu þeir fyrir
heiðurslíkmanninn ofurölvi, og var
hann snarlega borinn upp í rúm.
JÖLIN Á MOSFELLI
— Jólin á Mosfelli standa mér
fyrir hugskotssjónum sem einn
dýrðarljómi. Mjög mikið var lagt
upp úr jólahelginni heima, og við
fengum ekki að sjá neinn undir-
búning við skreytingu á jólatrénu.
Það var ekki fyrr en hátiðin rann
upp, að dymar voru opnaðar og við
fengum að sjá tréð, kertaljósin og
skærhtaða sælgætispokana, en við
fótstallinn var raðað jólagjöfunum.
Alltaf var til siðs að syngja, auk
annarra jólasálma, „Jesús, þú ert
vort jólaljós,” en faðir minn hélt
sértaklega upp á þennan sálm.
— Var komið orgel þá?
— Ekki fyrst þegar ég man eftir
mér, en það voru meiri samtök í
söngnum, eftir að Kristín systir
lærði að leika á orgel um það bil
sextán ára gömul. Systkini mín
höfðu mjög mikla ánægju af söng,
einnig pabbi og mamma.
— Manstu eftir nokkurri jólagjöf,
sem þú fékkst á þessum tíma?
— Jú, færeyskur maður, sem
einhverra hluta vegna kynntist
heimili mínu, hef jafnvel grun um,
að hann hafði verið að líta Kristinu
systur mína hýru auga, sendi mér
kassa með smíðatólum, og þú getur
rétt hugsað þér, að það þótti mér
mikil gjöf og merkileg. Annars
fengum við alltaf fallegar gjafir. því
foreldrar mínir umgengust mikið
fólk í Reykjavík, sem hafði yfirleitt
meiri ráð til gjafa en þau, og þau
hafa liklega ekki viljað sýnast minni
en aðrir.
„Kanntu nokkrar „prestasögur"
af pabba þínum?
— Nei, ekki annað en það, að
hann var einstakt ljúfmenni, og við
fengum svo til aldrei höstugt orð af
hans vörum. Ég held hann hafi
aldreisagt ljótara orð en: „Ja, hver
röndóttur !” Hann þótti tóna
ágætlega og hafði miúka röngrödd,
sem hann beitti alltaf af smekkvísi.
Mamma hafði mjög góða rödd, en
hún sagði, að eftir að hún ól
Þorstein, sem var 22 merkur og
fæðingin mjög erfið, hefði hún ekki
átt eins létt með að syngja og áður.
Eftir að orgelið kom, var miög oft
sungið, og ég man eftir því á
sumrin, þegar búið var að borða. að
pabbi átti til að segja: ..Heyrðu.
Stína mín, spilaðu nú fyrir okkur
„Um sumardag, er sólin skín."
Eldri bræður mínir og systur sungu
með, og við litlu krakkarnir lærðum
smátt og smátt nokkur lög. Söngur
var stór þáttur í lífi okkar. og
stundum, þegar við vorum komin
Kertasniki fannst miklu betra að
sitja utan á farartækjunum en inni i
þeim. Sérstaklega fannst honum
þægilegt að sitja á
flugvélarhrey flunum.
qfandð
ndi við
51. TBL. VIKAN 13